Fréttablaðið - 13.04.2019, Page 44

Fréttablaðið - 13.04.2019, Page 44
Okkur er mikið í mun að börnin séu virkir þátttakendur í viðburðunum. Björg Jónsdóttir Við ákváðum að flytja Ævin­týrahöllina upp í Breiðholt því gagnrýnt hefur verið að Barnamenningarhátíðin fari að mestu leyti fram í miðborginni. Eins og nafnið gefur til kynna er Ævintýrahöllin höll ævintýra þar sem fjölskyldum býðst að koma og upplifa fjölbreytta viðburði Breiðholtið býður heim Björg Jónsdóttir er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Í baksýn er heillandi listaverkasýning leikskólabarna í Gerðubergi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Könnunarleiðangurinn SPOR er spennandi upplifun sem á engan sinn líka og bíður gesta í Ævintýrahöllinni. Breiðholtið býður heim um helgina. Ævintýrahöll Barnamenningar- hátíðar hefur fært sig um set upp í Efra-Breið- holt og þar verð- ur óendanlega gaman fyrir káta krakka og fjöl- skyldur þeirra að leika sér saman, upplifa og prófa. saman,“ útskýrir Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkur­ borg, um einn af stærstu viðburð­ um Barnamenningarhátíðar sem fram fer nú um helgina. „Breiðholt býður heim“ hefst í Menningarhúsinu Gerðubergi klukkan 10 á morgun og stendur til klukkan 17 í dag og aftur á morgun, sunnudag. „Breiðholtið er fagurt og ljúft heim að sækja og þeir sem þiggja heimboð Breiðhyltinga geta upp­ lifað jafnt rólegheit sem hasar; hreyfingu, dans og tónleika, ótal margt sem kitlar forvitnina og svo er hægt að taka þátt í margs konar smiðjum og föndri,“ upplýsir Björg. Börnin taka virkan þátt „Breiðholt býður heim“ fer einnig fram á Markúsartorginu fyrir utan Gerðuberg. Nóg er af bílastæðum hjá Breiðholtslaug og Fjölbrauta­ skólanum í Breiðholti. „Úti fyrir sýna BMX Brós hjóla­ listir og kenna öðrum hjólatrix. Hringleikur verður líka með sirk­ ussýningu og smiðju innanhúss, en okkur er mikið í mun að börnin séu ekki eingöngu óvirkir áhorf­ endur heldur virkir þátttakendur í viðburðunum. Í Ævintýrahöll liðinna ára hefur fjölskyldujóga verið sívinsælt og í Gerðubergi er búið að setja upp sýninguna SPOR sem er stórkostlegur, gagnvirkur könnunarleiðangur þar sem þátt­ takendur stíga inn í mismunandi heima, ganga í gegnum sögur og hitta fyrir dansara í hverju rými sem allt er ævintýraleg upplifun,“ segir Björg. Krakkareif og Emmsjé Gauti Meðal þess sem mætir gestum Ævintýrahallarinnar eru sögu­ stundir, sögutónleikar, upplestur, listasmiðjur, tilraunaverkstæði, söngleikurinn Björt í sumarhúsi og Jazzpúkar bregða á leik. „Jazzpúkar er líka gagnvirk smiðja þar sem kontrabassaleikar­ inn Leifur Gunnarsson og félagar gefa spunanum lausan taum og velta fyrir sér hvað sé svona skemmtilegt við djass. Þá geta krakkar og aðrir gestir upplifað töfrandi tóna, söng, dans og klapp, og að sjálfsögðu verður hægt að skoða alls konar hljóðfæri í veröld óbeislaðrar tónsköpunar,“ upplýsir Björg. „Barnamenningarhátíðin verður kvödd með stæl í Ævintýrahöll­ inni með tónleikum Emmsjé Gauta og krakkareifi í Ævintýrahöllinni, en líka krakkakarókíi og krakkar frá Dansskóla Brynju Péturs kenna nýjustu danssporin í krakka­ reifinu. Allir eru hjartanlega vel­ komnir og frítt er á alla viðburði á hátíðinni,“ segir Björg. Um helgina er margt f leira spennandi á dagskrá Barnamenn­ ingarhátíðar um allan bæ. Sjá dag­ skrána á barnamenningarhatid.is. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . A P R Í L 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 3 -0 4 -2 0 1 9 1 1 :2 4 F B 1 2 8 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C F -C E 7 C 2 2 C F -C D 4 0 2 2 C F -C C 0 4 2 2 C F -C A C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.