Fréttablaðið - 13.04.2019, Side 50
Tæknistjóri Hljómahallar ber ábyrgð á öllum
tæknimálum í Hljómahöll og stýrir þar öflugu
liði tæknimanna. Hann hefur umsjón með
tæknimálum sem snerta Rokksafn Íslands,
fundar-, ráðstefnu- og tónleikahald í húsinu.
Auk þess falla önnur tæknimál hússins undir
ábyrgð tæknistjóra s.s. aðgangsstýringakerfi,
myndavélakerfi, hússtjórnunarkerfi o.fl. Við-
komandi þarf að hafa brennandi áhuga og
metnað fyrir starfi sínu og jafnframt vera
óhræddur við að axla ábyrgð.
Hlutverk og ábyrgðarsvið
Umsjón og ábyrgð á öllum tæknimálum
Hljómahallar. Samskipti við viðskiptavini vegna
undirbúnings tæknimála á viðburðum. Umsjón
með mönnun annarra tæknimanna á viðburðum.
Umsjón með utanumhaldi og viðhaldi tækja-
búnaðar hússins. Aðstoð við innkaup á
tækjabúnaði í samráði við framkvæmdastjóra.
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við
framkvæmdastjóra.
Hæfniskröfur
Þriggja ára reynsla að lágmarki af tæknimálum
á tónleikum, ráðstefnum og fundum eða sam-
bærileg reynsla. Framúrskarandi þjónustulund
og mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
Reynsla af hljóðvinnslu á fundum, ráðstefnum
og tónleikum. Reynsla af verkefnastjórnun.
Þekking á helsta hljóð- og ljósabúnaði fyrir
sviðslistir og yfirgripsmikil tölvukunnátta.
Metnaður, frumkvæði í starfi og hæfileiki til að
geta unnið vel undir álagi. Hæfni til þess að
TÆKNISTJÓRI HLJÓMAHALLAR
Um Hljómahöll
Hljómahöll er tónlistarhús í Reykjanesbæ sem var formlega opnað 5. apríl 2014. Húsið er mikilvægur vettvangur fjölskrúðugs mannlífs, ráðstefnuhalds,
funda og menningarviðburða í bæjarfélaginu. Hið sögufræga félagsheimili Stapi er hluti af Hljómahöll og auk þess er Rokksafn Íslands staðsett í
húsinu en því er ætlað að verða aðdráttarafl fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem vilja kynnast og upplifa popp- og rokksögu Íslands. Aðrir salir
eru t.d. tónleikasalurinn Berg, fundar- og veislusalurinn Merkines og bíósalurinn Félagsbíó. Í húsi Hljómahallar er Tónlistarskóli Reykjanesbæjar einnig
með glæsilega aðstöðu til kennslu.
Hljómahöll auglýsir lausa stöðu tæknistjóra. Óskað er eftir reynslumiklum og fjöl-
hæfum einstaklingi með ríka þjónustulund í fullt starf.
miðla reynslu og þekkingu sinni. Hæfni til að
hafa yfirsýn yfir mörg verkefni samtímis.
Þekking á QLab, ProTools og Office-pakkanum.
Góð íslensku- og ensku kunnátta, bæði í töluðu
og rituðu máli. Tæknimenntun sem nýtist í starfi
er kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl n.k.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið
á vef Reykjanesbæjar.
Umsókninni um starfið þarf að fylgja ferilskrá
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni
viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir
Tómas Young (tomas@hljomaholl.is), fram-
kvæmdastjóri Hljómahallar.
Sérfræðingur á rannsóknasvið
Ferðamálastofa stuðlar að þróun ferðaþjónustu
sem mikilvægrar og sjálfbærrar grunnstoðar
í íslensku samfélagi. Auk þess vinnur
Ferðamálastofa að samræmingu, greiningum
og rannsóknum í ferðaþjónustu með hliðsjón af
stefnu stjórnvalda.
Eitt af hlutverkum Ferðamálastofu er að vinna
að gagnaöflun og rannsóknum í ferðaþjónustu
á Íslandi. Verkefni í þessum flokki varða bæði
talnagögn og landfræðilegar upplýsingar,
sem auka þekkingu um ferðamenn og
atvinnugreinina, bæta gæði, auka arðsemi,
huga að þolmörkum og styrkja innviði
greinarinnar. Þannig stuðlar Ferðamálastofa að
því að niðurstöður séu nýttar við ákvarðanatöku
í greininni, með skýrri framsetningu niðurstaðna
og markvissri upplýsingagjöf.
Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á
www.ferdamalastofa.is
Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 6. mai 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg
starfsferilskrá og kynningarbréf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði, stærðfræði,
tölfræði, verkfræði eða annarri menntun sem nýtist í starfi
• Greiningarhæfni og næmni fyrir gildi rannsókna-
niðurstaðna fyrir starfrækslu íslenskrar ferðaþjónustu
• Þekking á starfsumhverfi ferðaþjónustunnar og/eða rekstri
fyrirtækja æskileg
• Góð tölvukunnátta og þekking á notkun hugbúnaðar
• Gott vald á íslensku og ensku
• Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir
samskiptahæfileikar og þjónustulund
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Greining á fyrirliggjandi talnaefni,
rannsóknaniðurstöðum og úrvinnslu gagna
sem tengjast ferðamálum á Íslandi
• Spá um þróun byggt á fyrirliggjandi gögnum
• Miðlun þekkingar og upplýsinga
• Þátttaka í þróun rannsóknasviðs
Ferðamálastofa óskar eftir að ráða töluglöggan, sjálfstæðan og drífandi einstakling í greiningu
og miðlun gagna sem tengjast íslenskri ferðaþjónustu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf á
rannsóknasviði Ferðamálastofu sem hefur það hlutverk að halda utan um opinbera gagnasöfnun og
rannsóknir á ferðamálum. Um fullt starf er að ræða.
Staðan er auglýst án staðsetningar.
Intellecta Síðumúli 5, 108 Reykjavík
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármála- og
efnahagsráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.
4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 3 . A P R Í L 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
1
3
-0
4
-2
0
1
9
1
1
:2
4
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
F
-B
5
C
C
2
2
C
F
-B
4
9
0
2
2
C
F
-B
3
5
4
2
2
C
F
-B
2
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K