Fréttablaðið - 13.04.2019, Síða 55
Forstöðumaður íbúðakjarna
Fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf
Ás styrktarfélag leitar eftir stjórnanda til að leiða og skipuleggja
stuðning á heimili fyrir fatlað fólk að Lautarvegi í Reykjavík. Um
er að ræða 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf eigi síðar en 15. júní. Umsóknafrestur er til 26. apríl, 2019.
Helstu verkefni og ábyrgð á:
• Skipulagi á faglegu innra starfi.
• Samstarfi við íbúa, aðstandendur og aðra tengiliði.
• Rekstri og umsjón með fjármálum íbúa.
• Stjórnun starfsmanna og ráðningar.
Hæfniskröfur:
• Þroskaþjálfamenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist
í starfi.
• Að minnsta kosti 5 ára starfsreynsla í sambærilegu starfi.
• Reynsla af starfsmannahaldi og stjórnun er æskileg.
• Góð samskipta- og samstarfsfærni.
• Sveigjanleiki og jákvæðni.
• Góð tölvukunnátta, s.s. word og excel.
• Rík áhersla er lögð á hugmyndafræði og fagleg vinnubrögð.
Umsækjandi þarf að geta tekið virkan þátt í innra starfi
félagsins og haft stefnu þess og góða starfshætti að leiðar
ljósi. Starfið veitir tækifæri til taka þátt í fjölbreyttum og
spennandi verkefnum í samvinnu við góðan starfsmannahóp.
Nánari upplýsingar veitir Erna Einarsdóttir mannauðsstjóri í
síma 414 0500 á virkum dögum.
Atvinnuumsókn sendist á erna@styrktarfelag.is
Upplýsingar um félagið má finna á www.styrktarfelag.is
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktar-
félags.
Grunnskólinn á
Hellu auglýsir!
Kennarar
Okkur vantar áhugasama kennara til starfa
á næsta skólaári.
Meðal kennslugreina eru kennsla yngri barna,
enska (sem hlutastarf) og list- og verkgreinar
(hlutastarf í smíði, textíl og tónlist).
Upplýsingar um skólann má finna á
heimasíðu skólans http://grhella.is/
Vinsamlegast hafið samband við undirritaða
og fáið frekari upplýsingar.
Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri
í síma 488 7021 / 894 8422
Steinar Tómasson aðstoðarskólastjóri
í síma 4887022 / 845 5893
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
Umsóknarfrestur er til 27. apríl 2019.
Frekari upplýsingar á heimasíðu Varmárskóla og á www.mos.is/storf þar sem sækja skal um störfin., Nánari upplýsingar veitir
Þórhildur Elfarsdóttir skólastýra í s:863-3297. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.
Varmárskóli Mosfellsbæ – haustið 2019!
VARMÁRSKÓLI Í MOSFELLSBÆ LEITAR AÐ ÖFLUGUM STARFSMÖNNUM
Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar.
Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi.
Varmárskóla vantar starfsfólk í eftirtalin störf:
• Sérkennari (100% framtíðarstaða)
• Umsjónarkennari á yngsta stigi
• Umsjónarkennara á miðstigi
• Umsjónarkennara á unglingastigi
Íslenska, enska, náttúrufræði
Upplýsingatækni, stærðfræði,
íþróttir og sund
• Smíðakennari í 1. – 6.b (100%
framtíðarstaða)
• Forfallakennari (80-100% tímabundin
staða)
• Þroskaþjálfi/sálfræðingur - námsver
(100% tímabundin staða)
• Stuðningsfulltrúar (70-90% tímabundin
staða)
• Skólaliðar (hlutastarf)
• Tónmenntakennari með skólakór (50%
framtíðarstaða)
Nánari upplýsingar um störfin er að
finna á ráðningarvef Mosfellsbæjar
www.mos.is/storf
Leikskólastjóri í Rauðaborg – Umsóknarfrestur framlengdur
Skóla- og frístundasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Rauðaborg lausa til umsóknar.
Rauðaborg er þriggja deilda leikskóli við Viðarás í Seláshverfi. Leiðarljós leikskólans eru gleði, virðing og sjálfstjórn. Leikurinn
er kjarninn í uppeldisstarfi Rauðaborgar og unnið er samkvæmt High Scope áætluninni. Hlutverk hinna fullorðnu er að hvetja og
aðstoða börnin til að læra og þroskast í gegnum leikinn. Rauðaborg er Grænfánaskóli og er staðsettur í næsta nágrenni við fjölbreytt
útivistarsvæði. Leikskólinn hefur tekið gróðurlund í fóstur og börnin fara reglulega í gönguferðir og læra að njóta og fara vel með
náttúruna. Gluggaveggir eru á alla vegu innanhúss og leiksvæðin dreifast um allt húsið, þannig að börn og starfsfólk hittast óháð
deildum. Unnið er með jóga þar sem áhersla er lögð á gleði og vellíðan og að byggja upp styrk, auka einbeitingu og jafnvægi barn-
anna. Gott samstarf er við foreldra og grenndarsamfélagið.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf í
Rauðaborg.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn
umsækjanda á starf í leikskólanum.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2019. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl 2019.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda
leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála, sími 411 1111.
Netfang: ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is
Meginhlutverk leikskólastjóra er að:
• Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu
hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu
Reykjavíkurborgar.
• Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum.
• Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og
starfsmenn.
• Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og um-
bótaáætlunum.
• Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi.
• Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
• Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskóla-
stigi.
• Reynsla af stjórnun æskileg.
• Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða.
• Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.
• Sjálfstæði og frumkvæði.
Ertu góður sölumaður?
Við leitum að sölumanni, eða sölukonu, sem býr yfir góðri
sölutækni, á auðvelt með að vinna sjálfstætt og býr yfir góðum
hæfileikum í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta
starfað skipulega með öðrum og veitt ábyrga þjónustu í starfi sínu.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af starfi á fasteignasölu
og séu löggiltur fasteignasalar.
Umsóknum skal skila til Finnboga Hilmarssonar;
finnbogi@heimili.is fyrir 25. apríl, sem jafnframt veitir
allar frekari upplýsingar.
1
3
-0
4
-2
0
1
9
1
1
:2
4
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
C
F
-E
C
1
C
2
2
C
F
-E
A
E
0
2
2
C
F
-E
9
A
4
2
2
C
F
-E
8
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K