Fréttablaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 89
Á þak húsanna eru settar rennur og rör sem leiða rigningarvatn yfir í fjögur þúsund lítra vatnstank sem reistur er við hlið húsanna. Fjölskyldurnar geta þá nýtt tímann til annars en að fara eftir vatni. Fólkinu er veitt fræðsla um hvernig koma má í veg fyrir ýmsa sjúkdóma með hreinlæti. Fólkið lærir að koma upp þurrkgrindum fyrir ílát og að strengja snúrur fyrir blautan þvott sem áður var lagður á jörðina til þerris en við það gátu skordýr verpt í fötin. Til að koma í veg fyrir sjúkdóma eru reistir kamrar sem fólkið notar í stað þess að gera þarfir sínar úti við. Fræðsla er veitt um mikilvægi handþvottar fyrir allt heilbrigði. Við hlið múrsteinshúsanna eru reistir eldaskálar með eldstæði sem sparar eldiviðinn og minnkar mengun. Mikill tími fór áður í að safna eldivið og meng- unin af völdum opins eldstæðis inni í skálum olli áður öndunarfærasjúkdóm- um. Fjölskyldurnar fá líka þrjár til fimm geitur hver og geta hafið geitarækt. Geitur fjölga sér hratt og fólkið getur selt kiðlinga á markaði og keypt lyf, mat, fatnað og skólagögn fyrir peninginn sem fæst fyrir þá. En það verður að fara sparlega með og því er komið á laggirn- ar sparnaðarhópum þar sem fræðsla er veitt um hvernig sé best staðið að rækt- uninni. Fjölskyldurnar fá líka aðstoð við að koma sér upp matjurtagarði. Þær fá fræ, áhöld og fræðslu um ræktun og mikilvægi þess að börn jafnt sem full- orðnir borði næringarríkan mat. Verkefnið er unnið í samstarfi við Lúth- erska heimsambandið í Úganda og sam- tökin Rural Action Community Based Organization, RACOBAO. Bestu þakkir fyrir stuðning við starfið! Við messu þann 16. desember síðastliðinn afhentu Jón Björnsson og Guðrún Laufey Ólafs- dóttir úr ungmennastarfi Hallgrímskirkju Bjarna Gíslasyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar rösklega sex milljónir króna til að styrkja ungmenni á Íslandi til náms og til að ungmenni í Kampala, höfuðborg Úganda, fái betra líf. Með þeim á myndinni er Ásta Bryndís Schram fulltrúi Kristniboðssambandsins sem einnig hlaut styrk. Bestu þakkir til Hallgríms- sóknar fyrir rausnarlegt framlag til starfsins! Tumusiime Janepher og börnin hennar þrjú bjuggu í moldarkofa sem var að hruni kominn, þau höfðu mjög takmarkað aðgengi að drykkjarvatni og neyttu ekki tveggja máltíða á dag. Í nóvember 2018 fengu þau múrsteinshús til að búa í ásamt rúmum með moskítóneti og teppum. Þau fengu þvottabala og vatnsbrúsa til að nota undir bununa úr vatnstankinum sem var í byggingu við hlið hússins. Hjálparstarf kirkjunnar er sjálfseignar- stofnun sem er háð framlögum frá einstaklingum, félagasamtökum, kirkju- sóknum, fyrirtækjum og opinberum stofnunum um að sinna hjálparstarfi innanlands og utan. Stuðningur við starfið kemur úr ýmsum áttum. Á hverju hausti ganga börn í fermingar- fræðslu þjóðkirkjunnar í hús í hverfi sínu og safna fé til verkefna Hjálpar- starfsins í Afríku. Haustið 2018 söfnuðu fermingarbörn alls 7.517.505 krónum en kostnaður við fjáröflunina nam 465.805 krónum. Prestar, annað starfsfólk kirkna, foreldrar og síðast en ekki síst börnin sjálf lögðu á sig mikla vinnu við söfnunina og er framlag þeirra ómetan- legt. Bestu þakkir til allra sem tóku þátt í verkefninu! Hjálparstarfið safnaði fyrir vatnsverk- efnum í Eþíópíu og Úganda með því að senda valgreiðslu í heimabanka í des- ember 2018. Heildarsöfnunarfé í des- ember og janúar að meðtaldri sölu gjafabréfa á gjofsemgefur.is nam 71 milljón króna en þar af renna 27,3 millj- ónir til aðstoðar innanlands. Öflugur hópur um 20 kvenna vinnur í sjálfboðavinnu við fatamóttöku og fata- úthlutun í viku hverri og er framlag þeirra ómetanlegt. Síðast en ekki síst ber að nefna ört stækkandi hóp Hjálp- arliða sem styrkja starfið með reglulegu framlagi. Stuðningur þeirra rennir styrkum stoðum undir starfið. Margt smátt ... – 7 1 3 -0 4 -2 0 1 9 1 1 :2 4 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C F -E 7 2 C 2 2 C F -E 5 F 0 2 2 C F -E 4 B 4 2 2 C F -E 3 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.