Fréttablaðið - 13.04.2019, Page 122

Fréttablaðið - 13.04.2019, Page 122
EFL A verk f r æðistof a var með svokallaða umhverfisviku nýlega og þá byrjuðu kokkurinn Ágúst Már Garðarsson og Sigurður Loftur Thor­ lacius umhverfisverkfræðingur að prufukeyra hugbúnað sem mælir kolefnisspor hverrar máltíðar í mötuneyti fyrirtækisins. „Við vorum með umhverfisviku hérna nýlega og þá byrjuðum við Sigurður að prufukeyra þetta kol­ efnisteljaraprógramm,“ segir Ágúst sem færir nú matseðil hvers dags inn í gagnagrunn. „Þetta kemur svo myndrænt upp á skjá hérna inni í sal þannig að þegar fólk kemur að borða getur það séð skýrt hversu þungt próteinið; fiskurinn, kjúklingurinn, grísinn, eða hvað sem er, vegur í kol­ efnissporum á móti heilum græn­ metisrétti.“ Ágúst segir að þótt nautakjötið sé „lang, lang mest sjokkerandi“ þá bregði fólki ekkert síður við að sjá kolefnissporin sem annað kjöt skilur eftir sig. „Þegar fólk sér muninn á til dæmis fiskréttinum á móti græn­ metisréttinum þá bregður því svo­ lítið. Þetta setur líka hlutina í sam­ hengi sem fólk skilur. Fæstir hafa tilfinningu fyrir kolefnisgrömmum á hvert kíló en í þessu samhengi fer þetta ekkert á milli mála.“ Ágúst segist strax hafa orðið var við jákvæð áhrif og að það megi merkja nokkra breytingu á neyslu­ mynstri samstarfsfólksins. „En áhrifin eru mest í umræðunni. Fólki bregður náttúrlega og það skapast umræður um þetta í matsalnum á hverjum einasta degi. Margir hafa ekkert leitt hugann að þessu, sumir eru alveg meðvitaðir en hafa ekki hugsað þetta neitt lengra,“ segir Ágúst sem er sjálfur gott dæmi um hversu mikil áhrif þessi tilraun getur haft á hugarfar fólks. „Ég er bara alvarlega að hugsa um að prófa að gerast vegan. Ég byrjaði á því í gær.“ Og það er umhverfisþátturinn sem hittir kokkinn svona hressilega í hjartastað að hann er byrjaður að prófa vegan. „Ég ólst upp í sveit og slátraði dýrum frá því ég var fimm ára þannig að dýravinkillinn hefur aldrei náð til mín. Ég er bara einn af þeim, sorrí með mig,“ segir Ágúst. Allir að tala um kolefnissporin „Umhverfisþátturinn er einmitt mjög mikilvægur og ég held að allir hugsi sig nú alveg um þegar þeir sjá hversu skýr og afgerandi munurinn er á kjötréttum annars vegar og grænmeti hins vegar. Þetta snýst um að miðla upplýsingum sem hafa ekki verið fólki mjög aðgengilegar áður,“ segir Sigurður. „Ég held líka að raunverulegar breytingar verði aldrei gerðar nema á grundvelli upplýsinga,“ bætir Ágúst við. „Það var rafvirki að borða hérna á miðvikudaginn, þegar það var einmitt naut á matseðlinum, og hann sagði mér að hann hefði heyrt orðið „kolefnisspor“ fimm sinnum á ævinni þangað til þarna í hádeginu þegar hann hefði ekki heyrt neitt annað. Umræðurnar á öllum borð­ um snerust bara um þetta,“ segir Ágúst. „Þetta er vissulega svolítill heilaþvottur eða svona sjokkmeð­ ferð.“ Sigurður segir að frumútgáfan, sem nú er notuð til heimabrúks, sé langt komin. „Þetta er bara í vinnslu hjá okkur og við viljum náttúrlega endilega að þetta fari sem víðast og auðvelda fólki þannig að taka rétt­ ar ákvarðanir í matarmálum. Hér er þá komið tól sem getur nýst fyrir­ tækjum og einstaklingum við að halda utan um þetta.“ Ágúst og Sigurður segja að í byrjun sé hugmyndin að gera reiknivélina aðgengilega á heimasíðu þar sem fólk geti slegið inn sínar forsendur og skoðað kolefnisspor sín. Allt tekið með í reikninginn Sigurður segir umfangsmikinn gagnagrunninn að baki reikni­ vélinni byggja bæði á íslenskum og alþjóðlegum gögnum. „Við styðj­ umst meðal annars við greiningar sem við höfum gert sjálf og einnig aðrar íslenskar greiningar úr opin­ berum gögnum. Við notum þannig íslensk gögn eins og við getum en það er náttúr­ lega takmarkað til af þeim þannig að við styðjumst einnig við nýlegan, stóran og mikinn gagnagrunn sem byggir á tæplega 40 þúsund býlum í meira en 100 löndum. Þar er allt ferlið tekið; landnotkun, fóður, býlið, úrvinnsla, f lutningar, umbúðir og sala. Þar sem vöruflutn­ ingar til Íslands eru alltaf áberandi í þessari umræðu bætum við sjóflutn­ ingi til Íslands ofan á,“ segir Sigurður. „Það kemur reyndar á óvart þegar maður notar þetta hversu flutning­ urinn er lítill hluti af þessu,“ segir Ágúst. „Það er eiginlega það sem maður verður einna mest hissa á.“ „Já, það kemur á óvart, en þetta er í samræmi við aðrar greiningar sem við höfum gert,“ tekur Sigurður undir og bætir við að þetta sé sér­ staklega sláandi þegar nautakjötið er skoðað. „Þá vegur framleiðslan svo miklu þyngra heldur en flutningurinn. Það eru svo mikil áhrif fólgin í ræktun á þessu dýri. Bara vatnið, orkan og bensínið sem fer í hvert kíló af nauta­ kjöti er ótrúlegt,“ segir Sigurður og Ágúst bendir á enn eitt veigamikið atriði: „Svo er líka metanið sem myndast í görnunum á dýrinu sjálfu. Þetta er síprumpandi.“ thorarinn@frettabladid.is Hin þungu kolefnisspor nautakjötsins Þeir félagar merkja nú þegar breytingar á fæðuvali samstarfsfólksins en mestu muni þó um umræðurnar um kolefnissporin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Munurinn á kolefnissporum grænmetisbuffsins og kjúklingaréttarins er svo sláandi að sjálfur kokkurinn er kominn yfir í vegan mataræði. Kolefnisfótspor og skaðleg áhrif þeirra á umhverfið eru starfs- fólki EFLU verkfræði- stofu ofarlega í huga ekki síst eftir að byrjað var að mæla dýpt kolefnisspora mötuneytismat- seðils fyrirtækisins. Kokkurinn segir fólki bregða illilega þegar það stendur til dæmis andspænis sporþunga nauta- steikarinnar. ÉG ER BARA ALVAR- LEGA AÐ HUGSA UM AÐ PRÓFA AÐ GERAST VEGAN. ÉG BYRJAÐI Á ÞVÍ Í GÆR. 1 3 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R62 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 1 3 -0 4 -2 0 1 9 1 1 :2 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 C F -9 3 3 C 2 2 C F -9 2 0 0 2 2 C F -9 0 C 4 2 2 C F -8 F 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.