Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 4
Mikið af umræðu sem hefur skapast byggir á ýmsum misskiln- ingi sem mikilvægt er að fá á hreint. Áslaug Arna- Sigurbjörnsdóttir, formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis Efling-stéttarfélag • Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík • Sími 510 7500 Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf - Önnur mál Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu Eflingar Guðrúnartúni 1, frá og með 23. apríl nk. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórn Eflingar-stéttarfélags Aðalfundur Eflingar 2019 verður haldinn mánudaginn 29. apríl kl. 20:00 í Austurbæ, Snorrabraut 37. Aðalfundur Eflingar–stéttarfélags STJÓRNMÁL „Ég geng út frá því að nefndin muni nálgast málið með þeim hætti sem almenningur gerir kröfu til, við fáum gesti og sérfræð- inga til að fara yfir málið þannig að f lestir fái heildarsýn að nefndar- störfum loknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utan- ríkismálanefndar. Fyrri umræðu um þriðja orku- pakkann lauk í síðustu viku og er nú á borði nefndarinnar. Óskað er eftir umsögnum frá 127 aðilum, sem er talsvert meira en við aðrar þingsályktunartillögur. Áslaug Arna gerir ráð fyrir að málinu verði lokið á nokkrum vikum. Það er ljóst að um er að ræða mikið hitamál og hafa andstæð- ingar þriðja orkupakkans meðal annars sagt það stærra en IceSave- málið. Það mál leiddi til mikilla deilna innan fjárlaganefndar á sínum tíma. Áslaug Arna á þó ekki von á mikl- um átökum innan nefndarinnar. „Mikið af umræðu sem hefur skap- ast byggist á ýmsum misskilningi sem mikilvægt er að fá á hreint inni í nefndinni.“ Logi Einarsson, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í nefndinni, segir ríkis- stjórnina hafa mætt óundirbúna til leiks. Hann á ekki von á því að átök verði í nefndinni. Ljóst sé að Mið- flokkurinn, ásamt hópnum Orkan okkar, ætli að gera mikið mál úr þriðja orkupakkanum. „Við erum búin að fá álit færustu sérfræðinga á þessu, þannig að í mínum huga snýst upphlaupið um eitthvað allt annað. Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur, en hér er eitt- hvað allt annað, ég hef miklu meiri trú á því að málf lutningur Mið- flokksins snúi að EES-samningnum sjálfum,“ segir Logi. – ab Á ekki von á átökum í nefndinni um þriðja orkupakkann VIÐSKIPTI Sala á íslensku neftóbaki jókst um 19 prósent í fyrra. Fram kemur í ársskýrslu ÁTVR að 44.671 kíló af neftóbaki hafi selst í fyrra. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti land- læknis, segir að aukning sé í notkun neftóbaks í vör hjá yngri konum. Verð á dollu af neftóbaki hefur hækkað um nokkur hundruð pró- sent á áratug, var það gert til að sporna við notkun þess í vör meðal ungs fólks. Hann segir verðstýringu áhrifaríkustu leiðina til að draga úr tóbaksnotkun. Samkvæmt nýjustu tölum land- læknis hefur notkun ungra karla staðið í stað, er nú um fimmtungur karla á aldrinum 18 til 34 ára sem notar neftóbak í vör ýmist daglega eða reglulega. Það séu hins vegar nýmæli að hlutfallið sé að aukast hjá konum, en í fyrra var hlutfallið komið upp í sjö prósent. Viðar segir þessa þróun ekki einskorðaða við Ísland. „Norðmenn hafa verið að sjá aukningu í notkun á tóbaki í vör á meðal ungra kvenna og hafa lýst áhyggjum af því, meðal annars með því að kalla eftir auknum viðvör- unarmerkingum á munntóbaki.“ – ab Sala á neftóbaki hefur aukist um fimmtung Alls seldist 44.671 kíló af neftóbaki í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK GÆLUDÝR „Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endur- skoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjög- urra vikna einangrun,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hunda- ræktarfélags Íslands (HRFÍ), um nýja skýrslu um áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins. Niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í byrjun vikunnar en það var Preben Willeberg, fyrrver- andi yfirdýralæknir Danmerkur, sem vann áhættumatið. Þar segir meðal annars að skynsamlegt væri að endurskoða reglur á Íslandi með hliðsjón af reglum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það séu einangruð lönd líkt og Ísland þar sem gildi strangar reglur um innf lutning gæludýra. Þar er gerð krafa um tíu daga einangrun en hérlendis er tíminn fjórar vikur. Herdís bendir á að í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sé gerður greinar- munur á því hvaðan dýrin séu að koma. Þannig væri hægt að hafa reglurnar hér slakari við innflutn- ing frá svæðum eins og Norður- Evrópu þar sem ekki sé talin mikil hætta á smiti. „Það var líka boðað að nú yrðu hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu og við ætlumst til þess að sú yfir- lýsing standi og þetta loforð sé efnt.“ HRFÍ sendi atvinnuvegaráðu- neytinu bréf í gær þar sem ósk um samráð er ítrekuð. Þar er einnig tekið undir það sjónarmið sem fram kemur í skýrslu Willeberg, að víðtækt samráð við hagsmunaaðila í tengslum við reglur sem miða að því að takmarka áhættu við innf lutning á dýrum muni leiða til betra og skilvirkara regluverks. – sar Fullt tilefni til að endurskoða reglur HRFÍ vill breytingar á reglum um einangrun gæludýra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LAXELDI Næstum því helmingi fleiri eru neikvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en þeir sem eru jákvæðir. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir NASF, Verndarsjóð villtra laxastofna. Alls sögðust 45 prósent aðspurðra mjög eða frekar neikvæð en tæp 23 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Tæpur þriðjungur sagðist hvorki vera jákvæður né neikvæður. Friðleifur Guðmundsson, for- maður NASF, segir þessar niður- stöður ekki koma sér á óvart. „Þetta eru klárlega mjög skýr skilaboð til stjórnvalda um vilja kjósenda. Ég held að þetta sé vilji allra þegar fólk kynnir sér málin. Ég held að allir vilji að lax sé fram- leiddur í sátt við náttúruna og get ekki skilið að nokkur maður sé á móti því,“ segir Friðleifur. Hann telur herferð NASF „Á móti straumnum“ vera að skila sér í því að margir taki afstöðu. „Við erum ekki með neinn áróður heldur erum bara að reyna sýna fram á hvernig þetta raunverulega er og hvernig þetta verður ef þetta nær fram að ganga, sem allt stefnir í að muni gerast. Við höfum bara verið að kynna niðurstöður úr skýrslum sem hafa verið unnar af vísindamönnum.“ Forsvarsmenn NASF hafa í vik- unni fundað bæði með umhverfis- ráðherra og sjávarútvegsráðherra. „Við áttum ágætis samtal við þá. Það virðast allir vera allir af vilja gerðir og við vonum bara að það verði staðið við stóru orðin.“ Einar K. Guðfinnsson sem starfar að málefnum fiskeldis hjá Sam- Íslendingar neikvæðir í garð laxeldis í opnum sjókvíum Töluverð andstaða er meðal landsmanna við laxeldi í opnum sjókvíum samkvæmt nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Verndarsjóð villtra laxastofna. Formaður sjóðsins segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. Einar K. Guðfinnsson telur hins vegar spurninguna gildishlaðna vegna neikvæðrar umræðu. Deilt hefur verið um umhverfisáhrif laxeldis í sjókvíum og áhrif þess á villta laxastofninn. MYND/ERLENDUR GÍSLASON tökum fyrirtækja í sjávarútvegi segist auðvitað ekki vera ánægður með það að svona stór hópur hafi athugasemdir við það sem menn kalla laxeldi í opnum sjókvíum. „Þessi spurning er hins vegar mjög gildishlaðin í ljósi þess að umræðan um hugtakið laxeldi í opnum sjókvíum hefur verið nei- kvæð. Þannig tel ég það lita svolítið viðhorf fólks í svörum við spurning- unni,“ segir Einar. Almenn afstaða fólks til fisk- eldis sýnist honum aftur á móti vera jákvæð og stuðningur við greinina fari vaxandi í samfélaginu. „Flestum er væntanlega ljóst að vöxturinn í fiskeldi í framtíðinni verður í formi eldis í sjó.“ segir Einar. Þá segir hann niðurstöðurnar stangast á við kannanir sem áður hafi verið gerðar og birtar opinber- lega. „Við sjáum það kannski af fyrri könnunum og því hve stór hluti er hlutlaus að skoðanir fólks í þessum efnum rista kannski ekki djúpt.“ Könnun MMR var gerð 11. – 13. apríl síðastliðinn en um eitt þúsund manns voru spurðir og tóku tæp 88 prósent afstöðu. Lítill munur var á afstöðu fólks eftir kyni og aldri en meiri jákvæðni til eldisins mælist á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. sighvatur@frettabladid.is n Mjög/frekar neikvæð(ur) 45% n Hvorki né 32,1% n Mjög/frekar jákvæð(ur) 22,9% Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum? 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 4 -8 9 6 8 2 2 D 4 -8 8 2 C 2 2 D 4 -8 6 F 0 2 2 D 4 -8 5 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.