Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 8
Þegar maður er lítill, þá er mjög sársaukafullt og erfitt að finna æðar. Hún var stungin ansi oft í fyrra skiptið en það gekk betur í seinna skiptið. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir Sóllilju Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Virkar niður í -30°C Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Wifi búnaður fylgir með öllum varmadælum meðan birgðir endast Umhverfisvænn kælimiðill HEILBRIGÐISMÁL Plássleysi á gjör- gæslu Landspítalans verður til þess að sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð þangað til í lok mánaðarins. Foreldrar Sóllilju Ásgeirsdóttur eru ekki sáttir við að þurfa að bíða, verið sé að setja óþarfa álag bæði á þau og dóttur þeirra. Hyggjast þau skrifa heil- brigðisráðherra bréf vegna málsins. „Það kemur upp strax þegar hún er í móðurkviði að það er þrenging í þvagleiðara við annað nýrað sem gerir það að verkum að nýrað nær ekki að starfa almennilega. Það er hætta á því að það muni skemmast f ljótlega ef þessi þrenging er ekki skorin í burtu,“ segir Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir Sóllilju. Sóllilja þótti of lítil við fæðingu til að framkvæma aðgerðina strax og var hún bókuð í aðgerð í mars síðastliðnum. „Hún varð veik nótt- ina fyrir aðgerðina og það var ekki við neinn að sakast að aðgerðinni var frestað,“ segir Ásgeir. Þegar þau voru komin á spítalann á mánudag- inn var þeim svo vísað frá þar sem ekki var pláss á gjörgæslu. Það er hægara sagt en gert að fara í svona aðgerð, Sóllilja þarf að vera alveg frísk og koma nokkrum dögum áður í blóðprufu. „Þegar maður er lítill, þá er mjög sársauka- fullt og erfitt að finna æðar. Hún var stungin ansi oft í fyrra skiptið en það gekk betur í seinna skiptið.“ Fyrir aðgerðina þarf Sóllilja að fasta um nóttina. „Það er hægara sagt en gert fyrir ungbarn, þetta er mjög erfiður tími og óþarfi að gera þetta oftar en einu sinni.“ Eftir aðgerðina mun hún svo þurfa að liggja inni á gjörgæslu undir eftirliti. Fjölskyldan stendur frammi fyrir mikilli óvissu. „Við spurðum að því þegar þetta var útskýrt fyrir okkur, hvort það mætti fresta þessu um tvo mánuði og hvers vegna aðgerðin var þá ekki bókuð í lok apríl. Þeir segja á sama tíma að það þurfi að fara í þetta sem fyrst, svo segja þeir á móti að það breyti ekki öllu. Við höfum ekki fengið skýr svör við þessu.“ Fjölskyldan býr í Borgarfirði og þarf að keyra til og frá Reykjavík til að sækja sér þjónustu. Ásgeir segir þau heppin að hafa aðgang að gistingu á höfuðborgarsvæð- inu. „Burtséð frá kostnaðinum við að keyra frá Borgarfirði og gista í bænum með tilheyrandi vinnutapi, þá er það andlegi þátturinn. Það er Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið. Sóllilja Ásgeirsdóttir er sjö mánaða gömul. MYND/ÁSGEIR YNGVI ÁSGEIRSSON mjög erfitt fyrir foreldra með lítið barn að standa í þessu. Auðvitað var ekki hægt annað en að fresta þessu í fyrsta skiptið, en að þurfa að fresta þessu aftur vegna plássleysis á spítal- anum, þetta er orðið mjög erfitt.“ Foreldrarnir hyggjast skrifa Svan- dísi Svavarsdóttur heilbrigðisráð- herra bréf vegna málsins. „Starfs- menn spítalans hvöttu okkur til að skrifa ráðherra bréf, því þetta er viðvarandi vandamál inni á spítal- anum.“ Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum við vinnslu fréttarinnar um hversu mörgum aðgerðum hefur verið frestað. Ásgeir segir að ekki sé við starfs- fólk Landspítalans að sakast. „Þegar við förum með hana í aðgerðina næst, þá verður það sjötta Reykja- víkurferðin til að fara í aðgerðina. Fyrir utan allar rannsóknirnar á undan til að staðfesta að hún þurfi að fara í aðgerðina. Þetta er mikið álag og alveg ömurlegt. Að trilla barninu langa ganginn, það er ekki skemmtilegt. Hvað þá að gera það í þriðja skiptið.“ arib@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Bóluefni við ebólu sem notað hefur verið í tilrauna- skyni til að bæla niður faraldur sem nú geisar í Kongó hefur borið afar jákvæðan árangur. Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin hefur birt bráðabirgðaniðurstöður athug- unar á virkni efnisins og gefa þær til kynna að efnið verndi fyrir ebólu í 97,5 prósentum tilfella. Bóluefnið, sem framleitt er af Merck & Co, er talið hafa skipt sköp- um í baráttunni við faraldurinn nú, en hann er nú þegar orðinn einn sá versti í sögunni. Alls hafa 1.264 greinst með ebólu síðan í ágúst, þar af hafa 814 látist. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) telur öruggt að faraldurinn hefði orðið mun verri hefði bólu- efnið ekki verið notað. Tæplega hundrað þúsund manns hafa verið bólusettir fyrir ebólu. Aðallega eru þetta einstaklingar sem eru í mikilli hættu á að smitast af veirunni auk heilbrigðisstarfs- manna. Aðeins 71 af þeim sem hafa verið bólusettir hefur greinst með ebólusmit. Þrátt fyrir að faraldurinn nú sé annar versti ebólufaraldur sög- unnar, þá telja sérfræðingar (WHO) ekki tilefni til að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi. Vonast er til að hægt verði að halda honum í skefjum með áframhaldandi bólusetningu og fræðslu um hvernig ebóla smit- ast. – khn Bóluefni við ebólu veitir mikla vernd Heilbrigðisstarfsmaður bólusetur fyrir ebólu. NORDICPHOTOS/GETTY ALÞINGI „Hún er dálítið einkennileg, satt að segja,“ segir Helgi Bernódus- son, skrifstofustjóri Alþingis, um þá tilfinningu að láta af störfum. Alþingi hefur auglýst embættið laust til umsóknar, en Helgi hefur gegnt því frá ársbyrjun 2005. Hann vinnur út ágústmánuð en í þeim mánuði verður hann sjötugur. Helgi hefur starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Spurður hvað standi upp úr svarar hann því að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á starfinu og haft mikla ánægju af því vinna með fólk- inu á þinginu; bæði þeim sem þar hafa starfað um lengri og skemmri tíma. „Það hefur verið ákaf lega þroskandi,“ segir hann. Helgi nefnir líka árin í kring um hrunið. Hann segir að sú reynsla hafi verið erfið. „Það var mikil reynsla en hún var frekar dapurleg. Sumir starfsmenn eru enn ekki búnir að bíta úr nálinni með það. Það voru þarna átök sem gengu mjög nærri starfsmönnum.“ Búsháhaldabyltingin hófst í kjöl- far efnahagskreppunnar og náði hámarki í janúar 2009, þegar ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Sam- fylkingarinnar féll. Helgi segir að hann hafi sjálfur farið óskaddaður á sálinni í gegn um þennan tíma. „En þetta tók alveg á. Maður var stund- um hræddur um sig, en líka hræddur um húsið og eignir þingsins. Á þeim bar ég ábyrgð. Sumar næturnar þarna voru eiginlega hálf skelfileg reynsla. Margt af því sem maður sá var svo ótrúlegt,“ segir hann um þá upplifun að fylgjast með mótmæl- unum innan úr þinghúsinu. Skrifstofustjóri hefur það hlutverk að stýra skrifstofu þingsins í umboði forseta Alþingis og ræður aðra starfs- menn þingsins. Hann er ráðgjafi for- seta Alþingis og forsætisnefndar um allt sem lýtur að störfum þingsins og rekstri þess. Á vefnum segir að hann sitji fundi með forsætisnefnd og fundi forseta með þingflokks- formönnum. „ Í starfinu felast mikil samskipti við þingmenn og umsjón með þeirri aðstoð sem þingmönn- um, þingnefndum og þingflokkum er látin í té. Þá sinnir skrifstofustjóri margháttuðum samskiptum við önnur þjóðþing.“ Skrifstofustjóri annast stjórnsýslu Alþingis. Hann veitir þingmönnum faglega aðstoð, aðstoðar forystu þingsins og annast almennan rekstur þess. Hann sinni upplýsinga- miðlun um hlutverk og starfsemi Alþingis. Miklar hæfniskröfur eru gerðar til starfsins. Sérstaklega er tekið fram í auglýsingunni að bæði konur og karlar séu hvött til að sækja um starfið. Ráðið verður í embættið frá 1. september. Umsóknarfrestur rennur út 6. maí. Við hrunið fjaraði undan trausti í samfélaginu til stjórnmála og lykil- stofnana. Helgi segir, spurður, hvað hægt sé að gera til að auka traust til þingsins, að munur sé á því hvort talað sé um traust til stjórnmála- manna eða þingsins sem stofnunar. Hann segist upplifa að nýir þing- menn beri mikið traust til Alþingis sem stofnunar. Stjórnmálamenn eigi hins vegar í basli með að halda traustinu. Á því sér hann þá lausn helsta að þeir standi í auknum mæli við það sem þeir lofa. Hann segir aðspurður að sam- starfsandinn á þingi sé almennt góður og að á því verði flestir hissa sem komi á Alþingi. „Auðvitað er það ekki alveg hnökralaust en almennt séð er það þannig, að fólk á gott með að vinna saman. Þeir sem eru í alþjóðlegu samstarfi þurfa að súpa súrt og sætt með öðrum, en í nefndum þingsins er afskaplega vel unnið og málefnalega.“ Hann segir að það sé helst í ræðustóli sem kast- ist í kekki. Spurður hvað taki við eftir starfs- lokin segir Helgi að hann hafi að ýmsu að hverfa. „Ég hef áhuga á að setjast við skriftir,“ segir hann um tímann sem fram undan er. – bg Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 4 -B 0 E 8 2 2 D 4 -A F A C 2 2 D 4 -A E 7 0 2 2 D 4 -A D 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.