Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 44
 Verðhækkanir vegna samráðs voru á bilinu 10-40% í 7 af hverj- um 10 tilvikum og námu að meðaltali um 20%. Þorsteinn Friðrik Halldórsson SKOÐUN Skotsilfur Glaðir fjármálaráðherrar á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Bill Morneau, fjármálaráðherra Kanada, sjást hér taka „sjálfu“ á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem haldinn var í Washington-borg um liðna helgi. Forsvarsmenn stofnan- anna vöruðu á fundinum við aukinni verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum og sögðu heimshagkerfinu standa ógn af tollastríðum. NORDICPHOTOS/GETTY Á liðnum vikum og m á nuðu m he f u r umræðan á Íslandi að töluverðu leyti snúið að því hversu mikið svigrúm sé til launahækkana. Samtök atvinnulífs- ins og nokkur stéttarfélög, m.a. VR og Efling, hafa komist að samkomu- lagi sem kveður m.a. á um 17 þús- und króna hækkun á kauptaxta og föstum mánaðarlaunum fyrir dag- vinnu frá og með 1. apríl sl. Mark- mið verkalýðsfélaga er m.a. að efla og styðja hag sinna félagsmanna með því að semja um kaup og kjör. Í tengslum við kjarasamningana hefur hins vegar minna verið fjallað um það hvernig virk samkeppni getur bætt hag launafólks. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má ætla að einstæðir for- eldrar hafi verið með að meðaltali 581 þúsund krónur í heildarlaun í desember 2018. Hækkun launa um 17 þúsund krónur á mánuði ætti því að skila einstaklingum í þessum hópi tæplega 10 þúsund króna aukningu ráðstöfunartekna. Í sama mánuði námu mánaðarleg útgjöld einstæðra foreldra til matar og drykkjar að meðaltali um 56 þúsund krónum, eða um 14% af ráð- stöfunartekjum. Af því má ráða að verðlag á mat og drykkjarvöru hafi umtalsverð áhrif á hag launafólks og að hversu miklu leyti umsamdar launahækkanir skili sér í veski þess. Stuðlar að auknum kaupmætti Þekkt er að virk samkeppni stuðlar að lægra verði, betri gæðum auk meira vöruúrvals og nýsköpunar á mörkuðum. Samkeppnishindr- anir hafa þveröfug áhrif og skaða þar með neytendur. Fræðimenn og samkeppnisyfirvöld víða um heim, auk ýmissa alþjóðastofnana, hafa rannsakað ítarlega áhrif samkeppn- ishindrana, meðal annars  áhrif samráðs og samkeppnishamlandi regluverks á verðlag. Rannsókn sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins árið 2009, og byggði á samantekt rannsókna á áhrifum verðsamráðs, leiddi meðal ann- ars  í ljós að verðhækkanir vegna samráðs voru á bilinu 10-40% í 7 af hverjum 10 tilvikum og námu að meðaltali um 20%. Það að halda mörkuðum opnum fyrir samkeppni getur einnig haft umtalsverð áhrif. Verð á áströlskum f jarskipta- markaði lækkaði til að mynda um 17-30% á árabilinu 1996 til 2003, á sama tíma og stjórnvöld réðust þar í aðgerðir til þess að auka sam- keppni. Hér á landi lækkaði verð á f lugi um allt að 50% með aukinni samkeppni frá fyrst Iceland Express og síðar WOW air. Samkeppnishindranir og kjara- bætur Séu skaðleg áhrif samráðs borin saman við þann kjarasamning sem nýlega var undirritaður má sjá að 20% hækkun á matar- og drykkj- arútgjöldum einstæðra foreldra myndi leiða til 11 þúsund króna útgjaldaaukningar en eins og fram hefur komið tryggir kjarasamning- urinn um 10 þúsund króna hækkun á ráðstöfunartekjum á fyrsta árinu. Með öðrum orðum myndi skaði þessa hóps vera meiri en vænt kaup- máttaraukning vegna nýgerðra kjarasamninga ef ekki væri tryggt að virk samkeppni ríkti í sölu á mat- og drykkjarvörum. Þessu til viðbótar má ætla að slíkar hækkanir myndu leiða til 2,3% hækkunar á vísitölu neyslu- verðs. Sú hækkun myndi hafa þær af leiðingar að 25 milljón króna verðtryggt lán hækkaði um 750 þúsund krónur og verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hækkuðu um 30 milljarða. Hér eru mat- og drykkjarvörur einungis nefndar sem dæmi en sam- bærileg áhrif mætti finna á flestum öðrum mikilvægum mörkuðum. Ef nýlega umsamdar launahækk- anir eiga að skila sér til launafólks er mikilvægt að virk samkeppni ríki á íslenskum neytendamörkuðum. Tjón neytenda vegna samkeppnis- hindrana getur verið umtalsvert og því þurfa verkalýðshreyfingin, atvinnulífið, stjórnvöld og sam- tök neytenda að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja virka samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur og íslenskt atvinnulíf. Virk samkeppni er kjaramál  Valur Þráinsson aðalhag­ fræðingur Samkeppnis­ eftirlitsins Það kom f lestum fjárfestum á óvart í þarsíðustu viku þegar  Icelandair tilkynnti að það hefði náð samkomulagi við bandaríska fjárfestingarsjóðinn PAR Capital Management um kaup sjóðsins á 11,5 prósenta hlut í Icelandair. Segja má að tíðindin hafi ekki hlotið þá athygli sem þau verðskulduðu í f lestum fjölmiðlum. PAR er þekktur fjárfestingar- sjóður í f luggeiranum, mikill að umfangi, og beitir sér með virkum hætti þegar taka þarf til í rekstri þeirra félaga sem hann fjárfestir í. Sjóðurinn komst í fréttir vestanhafs vorið 2016, skömmu eftir að hann fjárfesti í bandaríska f lugfélaginu United Airlines. Hann gagnrýndi stjórn f lugfélagsins harðlega fyrir að valda ekki störfum sínum og náði sínum mönnum inn í stjórnina. Það er alveg ljóst að PAR Capital verður ekki hlédrægur hluthafi í Icelandair. Fjárfestingin er stórt skref í rétta átt fyrir íslenska f lug- félagið sem hefur sárvantað öfluga forystu í eigendahópi sínum. Í þessu samhengi má nefna annað minna skref sem var tekið síðasta haust þegar Úlfar Steindórsson, stjórnar- formaður Icelandair, f járfesti í félaginu fyrir 100 milljónir króna. Fjárfesting PAR Capital og hluta- bréfakaup Úlfars eru nefnd í sömu málsgrein vegna þess að þau breyta hinu óáþreifanlega hvatakerfi sem býr að baki eignarhaldi og stjórn Icelandair. Það leikur enginn vafi á því að lífeyrissjóðirnir voru einn af lykil- þáttunum í endurreisn hlutabréfa- markaðarins eftir fjármálahrunið en mikil umsvif sjóðanna á markað- inum höfðu þó í för með sér ákveð- inn vanda. Vandinn er sá að stjórnarmenn, sem eiga of sjaldan hlut í viðkom- andi félagi, sitja í umboði lífeyris- sjóða, sem hafa engan eiginlegan eiganda, og þurfa helst að hljóta blessu n t ilnef ningar nef ndar- manna, sem eru enn síður líklegri til að eiga hlut. Í sumum tilfellum er enginn einstaklingur með neitt að veði í þessari keðju. „Sýndu mér hvatana og ég skal sýna þér útkomuna,“ var haft eftir bandarískum fjárfesti. Hann hafði rétt fyrir sér. Eflaust eru langflestir í keðjunni að reyna að gera vel en staðreyndin er sú að öruggasta leiðin til að tryggja góða ákvörð- unartöku er sjá til þess að þeir sem taka ákvörðunina hafi beina hags- muni af útkomunni. Hið óáþreifanlega hvatakerfi á bak við eignarhald og stjórnir fyrir- tækja skiptir öllu máli. Félag fær hirði Nýtt hlutverk Umbrotatímar eru fram undan í Seðla­ bankanum því stefnt er að sam­ einingu við FME. Ekki þarf að velkjast í vafa um að sameining ríkisstofnana sem telja sig vera máttarstólpa í samfélaginu, verður krefjandi. Af því leiðir að ráða þarf vanan stjórnanda sem seðlabankastjóra í stað Más Guðmundssonar en ekki endilega færasta greinandann. Fremur mun reyna á mannlega hæfileika en reiknikúnstir í starfinu. Nýtt skipurit gerir raunar ráð fyrir því enda munu þrír varabankastjórar heyra beint undir hann. Bráðlega mun koma í ljós hvort hæfisnefndin taki mið af nýjum verkefnum seðlabankastjóra. Kári Steinn til 66°Norður Kári Steinn Karls- son, sem hefur undanfarin tvö ár stýrt fjármálum hugbúnaðar­ fyrirtækisins OZ, hefur fært sig um set og tekið við stöðu fjármálastjóra 66°Norður, eins elsta framleiðslu­ fyrirtækis landsins. Kári Steinn, sem er einna þekktastur fyrir afrek sín í götuhlaupum, mun þannig vinna náið með Helga Rúnari Óskarssyni forstjóra að frekari uppbyggingu félagsins á erlendum mörkuðum en eins og kunnugt er lagði banda­ rískur fjárfestingarsjóður félaginu nýlega til 3,2 milljarða króna í nýtt hlutafé og tryggði sér þannig tæp­ lega helmingshlut í því. Kíkirinn fyrir blinda augað Það stoðar lítið að sveifla 200 doll­ urum í eyðimörk ef ekkert er til sölu. Þannig má lýsa húsnæðismark­ aðnum fyrir tekjulága. Það er verið að byggja fyrir þá sem meira hafa á milli handanna og tekjulágir sitja eftir með sárt ennið. Stjórnvöld brugðu á það ráð að styðja við bakið á tekjulágum við húsnæðiskaup en vandinn er að það vantar húsnæði. Af fimm þús­ und íbúðum á höfuðborgarsvæð­ inu eru eitt þúsund í 101 Reykjavík. „Hvaða íbúðir á fólk að kaupa fyrir alla þessa styrki?“ spurði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Svarið við þeirri spurningu veit enginn. 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D 4 -A 2 1 8 2 2 D 4 -A 0 D C 2 2 D 4 -9 F A 0 2 2 D 4 -9 E 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.