Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 16
Nýjast Barcelona - Man. United 3-0 1-0 Lionel Messi (16.), 2-0 Messi (20.), 3-0 Philippe Coutinho (61.). Barcelona vinnur einvígi liðanna 4-0 og fer áfram í undanúrslit. Barcelona mætir Liver- pool eða Porto í undanúrslitunum. Juventus - Ajax 1-2 1-0 Cristiano Ronaldo (28.), 1-1 Donny van de Beek (34.), 1-2 Matthijs de Ligt (67.) Ajax vinnur einvígi liðanna 3-2 og fer áfram í undanúrslit. Ajax mætir Manchester City eða Tottenham í undanúrslitunum. Meistaradeild Evrópu Táningurinn sló út gömlu konuna Ajax vann 2-1 sigur á Juventus og komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 22 ár í gær. Ungstirnið Matthjis de Ligt, nítján ára, stangaði inn sigurmarkið í Tórínó í gær. NORDICPHOTOS/AFP Brighton - Cardiff 0-2 0-1 Nathaniel Mendez-Laing (22.), 0-2 Sean Morrison (50.). Enska úrvalsdeildin 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Spá Fréttablaðsins fyrir Pepsi Max-deild karla 2019 PEPSI MAX DEILDIN 2019 1. ? 2. ? 3. ? 4. ? 5. ? 6. ? 7. ? 8. ? 9. Víkingur R. 10. ÍBV 11. Grindavík 12. HK Fréttablaðið spáir því að Víkingur R. lendi í níunda sæti. Stærsta spurningarmerkið er hvort Kári Árnason leiki með liðinu í sumar. Ef Kári og Sölvi verða í vörn Víkinga verður erfitt að finna leiðina að markinu fyrir andstæðingana. Óvíst er hver á að sjá um marka- skorunina sem gæti reynst haus- verkur í Víkinni. Víkingur R. hafnar í 9. sæti Nýju andlitin Fylgstu með þessum Hinn tvítugi Atli Hrafn Andrason verður væntanlega í lykilhlutverki hjá Víkingum í sumar. Hann sýndi lipra takta á síðasta ári. Atli Hrafn Andrason frá Fulham Francisco Mancilla frá Víkingi Ó. James Charles Mack frá Vestra Júlíus Magnússon frá Heerenveen Mohamed Fofana frá Sogndal Þórður Ingason frá Fjölni Tölfræði sem skiptir máli Þetta verður mikil prófraun fyrir Arnar Gunnlaugs- son. Víkingur missti nokkra lykilleikmenn og skörðin hafa verið fyllt með ungum leikmönnum. Ef Sölvi Geir Ottesen nær að halda sér heilum stóran hluta sumarsins og Kári Árnason kemur í Foss- voginn um mitt sumar fá þeir ekki mörg mörk á sig. Það mun skila þeim þó nokkrum stigum. Áhyggjur mínar beinast meira að sóknarleik liðsins þar sem ég sé ekki í fljótu bragði hver eigi að sjá um það að hafa markaskorunina á sínum herðum. Álitsgjafinn segir Kristján Guðmundsson 18 mörk fékk Víkingur á sig í níu leikjum án Sölva í fyrra. 1 Í níu leikjum vetrarins hélt Víkingur einu sinni hreinu. KÖRFUBOLTI Keflavík tekur á móti Stjörnunni í oddaleik í kvöld þar sem sigurvegarinn tryggir sér þátt- tökurétt í úrslitum Domino’s-deild- ar kvenna. Keflavík lenti 0-2 undir í einvígi liðanna en er búið að jafna metin á ný fyrir leikinn í kvöld. Sig- urliðið mætir Val í úrslitaeinvíginu sem hefst í næstu viku. – kpt Oddaleikur í Keflavík í kvöld  fallegu bangsarnir frá fást í Appið er á Job.is Þú finnur draumastarfið á FÓTBOLTI Manchester City og Tottenham mætast í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Totten- ham leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna og er einum leik frá því að komast í undanúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins. Á sama tíma er Man- chester City einum leik frá því að komast í undanúrslitin í annað sinn í sögu félagsins. Líkt og í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester City örlögin í eigin höndum þegar lokasprettur- inn er að hefjast. Leikurinn fer fram á Etihad-vellinum í Manches- ter sem hefur verið vígi City- manna undanfarin ár. Síðan Crystal Palace vann óvætan sigur tveimur dögum fyrir jól hefur Manchester City leikið tólf leiki í öllum keppnum á heima- velli og eru tólf sigrar staðreynd. S e r g io A g u e r o rey nd ist Tot ten- ham erfiður fyrstu ár Aguero á Englandi þegar hann skoraði tíu mörk í sjö en hann hefur ekki skorað í síðustu sjö leikjum gegn Tottenham. Þetta er fyrri viður- eign liðanna í þessari viku sem mætast á ný um helgina. Á einni viku mætir Manchester City því Tottenham tvisvar og á leik gegn Manchester United eftir viku. „Ef við vinnum ekki þessa þrjá leiki þá erum við úr sögunni í t veimur keppnum. Þetta eru úrslitaleikir fyrir okkur en við erum bara að spila úrslita- leiki þessa dagana,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City í aðdraganda leiksins. Tottenham leikur án Harry Kane eftir að Kane meiddist í fyrri leik liðanna en það ætti ekki að há Spurs. Tot- tenham vann fimm leiki af sjö þegar Kane var meiddur í byrjun árs og þekkir Mauri- cio Pochettino því vel að leggja upp leiki án síns helsta markaskorara. Á sama tíma tekur Porto á móti Liverpool í Portúgal. Þegar þessi lið mættust á sama velli í fyrra vann Liverpool 5-0 sigur en Bítla- borgarmenn leiða 2-0 eftir fyrri leik liðanna. – kpt Stórt próf fyrir lærisveina Pep Guardiola í kvöld Í síðustu tólf heima- leikjum í öllum keppnum hefur Manchester City skorað 49 mörk og aðeins fengið á sig þrjú. 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 4 -7 0 B 8 2 2 D 4 -6 F 7 C 2 2 D 4 -6 E 4 0 2 2 D 4 -6 D 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.