Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 52
Elsku hjartans eiginkona mín
og móðir okkar,
Engilbjört Auðunsdóttir
lést á hjartagjörgæslu
Sahlgrenska-sjúkrahússins í
Gautaborg fimmtudaginn 11. apríl.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Ólafur Teitur Guðnason
Guðni Þór Ólafsson
Kári Freyr Ólafsson
Elskulegur eiginmaður minn,
Gunnar Kristinn Hilmarsson
ljósmyndari,
lést að morgni þriðjudagsins 16. apríl.
Útför verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ingibjörg H. Hjartardóttir
Faðir minn, tengdafaðir,
afi og ástvinur okkar,
Rúrik Kristjánsson
verslunarmaður,
Gautlandi 11,
lést á öldrunardeild Landspítalans þann
11. apríl. Útför fer fram frá Garðakirkju
miðvikudaginn 24. apríl klukkan 13. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hjartaheill.
Kristján Vilhelm Rúriksson Rosminah Lisbeth Adelina
Gabríella Ragnheiður Demak Kristjánsdóttir
Rúrik Elnathan Halomoan Kristjánson
Þórhanna Guðmundsdóttir
Ásdís Herborg Ólafsdóttir Kim Leunbach
Jóhann Bessi Ólafsson Aðalheiður Björg Kristinsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Örn Egilsson
fulltrúi,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
laugardaginn 13. apríl. Útför hans fer
fram frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn
23. apríl klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er
bent á að styrkja Alzheimer-samtökin eða önnur
mannúðarmálefni.
Lonni J. Egilsson
Gunnhildur Elsa Arnardóttir Hansen
Egill Örn Arnarson Hansen Anna Silfa Þorsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Vera Aðalbjörnsdóttir
lést 31. mars síðastliðinn á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar.
Aðstandendur þakka starfsfólki Eirhamra í
Mosfellsbæ og Skógarbæjar einstaka umönnun og alúð.
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Rósa Ragnarsdóttir Sigurður Valur Sigurðsson
Björn Ragnarsson
Gunnar Ragnarsson
Elísabet Ragnarsdóttir Jóhann Jóhannsson
Lilja Ragnarsdóttir Ívar A. Rudolfsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Gerðar Guðvarðardóttur
Möller
Brekatúni 2, Akureyri.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar og starfsfólks á
Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri fyrir hlýja
og góða umönnun.
Páll Geir Möller
Friðný Möller Hákon Jóhannesson
Arna Möller Klas Rydenskog
Alfreð Möller
ömmu- og langömmubörn.
Pétur Heimisson hefur unnið ötullega að því síðustu miss-eri að efla áhuga karla á hand-prjóni og hvetja þá til að þora að prjóna víðar en heima hjá
sér. Eða eins og hann orðar það sjálfur:
„Ég hef leitað leiða til að hvetja karl-
menn almennt til að prjóna – og prjóna
á almannafæri. Fengið stráka sem
kunna ekki að prjóna til að læra það og
mæta á prjónakvöld.“
Árangurinn er ágætur, að sögn Pét-
urs. „Ég hef verið með prjónakvöld á
Kex Hosteli, í hverjum mánuði síðan í
janúar, það mættu 50 manns á fyrsta
kvöldið, svo hafa verið 30 á hverju
kvöldi síðan. Meirihlutinn er konur
en þó alltaf sjö til átta karlar. Fyrsta
kvöldið mætti strákur sem hafði lært
að prjóna í grunnskóla og dustaði
rykið af kunnáttunni. Í framhaldinu
keypti hann sér band og er að prjóna
teppi heima – en heldur líka áfram að
mæta á prjónakvöldin. Þangað hafa
komið karlar með mikla reynslu, sem
prjóna allt upp í 15 peysur á ári. Einn
karl mætti á fyrsta kvöldið sem hefur
prjónað í fimmtíu ár en aldrei utan
heimilisins fyrr en þetta kvöld.“
Nú ætlar Pétur að standa fyrir
prjónakvöldi fyrir karlmenn í Tjarnar-
bíói 23. apríl, þá nýkominn heim frá
því að syngja með Bachkór Hollands
í Mattheusarpassíunni og taka þátt
í söngferðalagi með írska kórnum
Anúna. „Það stendur til að gera heim-
ildarmynd um prjónamenningu á
Íslandi, með áherslu á karlmenn sem
prjónara. Ég verð hluti af þeirri mynd.
Mun ferðast með tökufólkinu um land-
ið og heimsækja staði sem tengjast ull
og ullarvinnslu. Það verður tekið upp
efni á prjónakvöldinu í Tjarnarbíói,
þess vegna vil ég hvetja alla karla sem
kunna að prjóna til að mæta, bæði byrj-
endur og lengra komna, svo við getum
sýnt umheiminum að prjónaskapur á
Íslandi sé ekki bara bundinn við konur,
heldur séum við karlarnir virkir líka.
Það er svo hvetjandi fyrir karla sem
eru kannski feimnir við að prjóna að
sjá aðra vera óhrædda við það.“
Sjálfur kveðst Pétur hafa iðkað
prjónaskap í rúm tíu ár. „Ég var að
vinna á Hótel Flatey á Breiðafirði en
í pásum var sest niður, oft las einhver
upphátt og sumar stelpurnar tóku upp
prjóna, þá lærði ég handbrögðin. Svo
hef ég haldið áfram af því mér finnst
það svo gaman.“
Aðallega eru það peysur sem eftir
Pétur liggja en nú kveðst hann vera að
ljúka við kósíbuxur sem félagi hans hafi
pantað hjá honum. Er það ekki mikið
verk? „Jú, það er rosa mikið verk, algert
vesen, en á sama tíma skemmtilegt.
Það eru ekki til margar uppskriftir að
buxum en ég notað bara sömu pælingu
og á ermum, nema f leiri lykkjur og jók
svo út eftir tilfinningunni og mátaði á
sjálfan mig. Mér þykir skemmtilegast
að prjóna peysur en sé samt fyrir mér
að ég muni gera f leiri buxur því nú er ég
búinn að skrifa niður formúluna. Aðal-
vesenið var af því ég gerði mynstur á
báðar skálmarnar. Er með svartan aðal-
lit og svo alls konar hvít tákn.“
gun@frettabladid.is
Með kósíbuxur á prjónum
Söngvarinn Pétur Oddbergur Heimisson stendur fyrir prjónakvöldi í Tjarnarbíói
23. apríl sem sérstaklega er ætlað körlum. Hann hvetur sem flesta til að mæta.
Pétur hefur alltaf prjónana með sér og nýtir tímann. MYND/SEBASTIAN RYBORG STORGAARD
Mér þykir skemmtilegast
að prjóna peysur en sé samt
fyrir mér að ég muni gera fleiri
buxur því nú er ég búinn að
skrifa niður formúluna.
Merkisatburðir
1895 Líknarfélagið Hvítabandið er stofnað í Reykjavík
að bandarískri fyrirmynd. Það er rekið sem sjúkrahús
við Skólavörðustíg, með aðstöðu til aðgerða. Aðalhvata-
maður að stofnun þess er Ólafía Jóhannsdóttir.
1910 Ungmennasamband Skagafjarðar er stofnað.
1913 Járnbraut á milli Öskjuhlíðar og Reykjavíkurhafnar
er tekin í notkun til grjótflutninga.
1913 Ölgerðin Egill Skallagrímsson tekur til starfa.
1939 Þjóðstjórnin, samsteypustjórn Framsóknarflokks,
Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, undir forsæti Her-
manns Jónassonar, tekur við völdum.
1961 AFRTS Keflavík fær leyfi menntamálaráðherra til
að auka útsendingarstyrk sjónvarpsútsendinga stöðvar-
innar.
1970 Appollo 13. lendir heilu og höldnu í Kyrrahafi.
1975 Rauðu kmerarnir ná höfuðborg Kambódíu, Phnom
Penh, á sitt vald.
1994 Gerðarsafn, listasafn Kópavogs, er opnað.
1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
7
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
D
4
-8
9
6
8
2
2
D
4
-8
8
2
C
2
2
D
4
-8
6
F
0
2
2
D
4
-8
5
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
1
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K