Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 26
Fólk er kynningarblað sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu
í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu
er einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@
frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr
Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Arna Sigga, eins og hún er kölluð, hefur alltaf haft græna fingur. Hún byrjaði
að vinna í gamla Blómavali og
lærði blómaskreytingar þar undir
handleiðslu Hjördísar Reykdal.
„Hjördís sá eitthvað í mér enda óð
ég bara í hlutina án þess að hika,“
segir Arna Sigga. Hún fann sig
mjög vel í starfinu en á undan-
förnum árum hefur hún verið illa
haldin af gigt og gat því ekki leng-
ur starfað við fagið í fullri vinnu.
„Ég tek að mér eitt og eitt verkefni
til að halda mér við. Það eru örar
breytingar í blómaskreytingum
og maður vill fylgjast með því
nýjasta,“ segir hún en þegar Arna
Sigga var að byrja stóð ekki til
boða nám í blómaskreytingum
hér á landi. „Blómaskreytingar er
eitthvað sem fólk hefur í sér, litir,
form og samsetning. Maður þarf
að hafa gott auga og vera listrænn.
Svo þarf maður að kunna á þær
plöntur sem finnast í náttúrunni
en þar er hægt að finna ótrúlega
margt sem hentar vel í skreyt-
ingar,“ segir hún.
Gulur ekki vinsæll
Arna Sigga segir að áður fyrr hafi
konur verið mjög duglegar að
skreyta heimili sín fyrir páskana.
Þá varð heimilið allt gult; kerti,
servíettur, skreytingar og blóm.
„Guli liturinn skiptir ekki eins
miklu máli í dag. Það er miklu
frekar að fólk fari út og klippi
trjágreinar eða lyng sem verður
fallegt í vasa. Birkigreinar eru
vinsælar og þær eru f ljótar að
laufgast þegar þær fara í vatn.
Þetta er akkúrat rétti tíminn til
að klippa og þess vegna upplagt
að nota af klippur í vasa. Það er
mjög vorlegt auk þess sem hægt er
að skreyta þær fallega með litlum
eggjum eða ungum. Kræklóttar
greinar geta verið mjög skemmti-
legar, jafnvel þótt þær laufgist
ekki. Það má nota túlipana með
þeim eða páskaliljur. Hægt er að fá
mosa í blómabúðum til að punta
enn frekar. Annars er fólk mest
með eitthvert mjög einfalt skraut
í dag og náttúrlegt. Mér finnst
bleiki liturinn til dæmis vinsæll
núna,“ útskýrir Arna Sigga.
Sveiflur í tískunni
„Ég er slæm af gigt í höndunum,
bæði starfsgeta og úthald hefur
minnkað. Það er erfiðisvinna að
starfa í blómabúð, mikill burður
með hluti, heitt og kalt vatn.
Maður vinnur mikið með hönd-
unum og ef þær klikka verður
þetta mjög erfitt. Mér finnst hins
vegar gaman að taka að mér smá
verkefni, til dæmis brúðkaup.
Það eru miklar sveif lur í tískunni
varðandi skreytingar og nauðsyn-
legt að fylgjast vel með því sem er
að gerast. Alltaf einhver ný efni og
nýjar tegundir af blómum. Þetta
er virkilega skemmtilegur heimur
að starfa í,“ segir Arna Sigga. „Ef
fólki finnst gaman að skapa, vera
í tengslum við fólk og alls kyns
tilefni þá eru blómaskreytingar
rétta vinnan. Mjög gefandi og
hressandi.“
Arna Sigga hafði sömuleiðis
gaman af garðrækt. Hún var með
fallegan garð þar sem hún bjó
áður, en eftir að hún missti mann-
inn sinn f lutti hún í blokkaríbúð.
„Núna er ég með pottaplöntur og
kryddjurtir í kringum mig. Maður
fær alltaf fiðringinn þegar byrjar
að vora að rótast í garðvinnu. Ég
vil hafa blóm í kringum mig, það
er hlýlegt og veitir bæði umhyggju
og kærleik. Sem betur fer eru
inniplöntur aftur komnar í tísku,
að minnsta kosti sumar tegundir.
Stórar plöntur eins og ryðblaðka
ásamt blaðstórum grænum
plöntum. Einu sinni voru allir
með kaktusa svo tískan breytist
stöðugt. Þetta sveif last mikið.“
Barnabarn Örnu Siggu á að
fermast í júní og hún hefur beðið
um gular skreytingar. „Það er svo
misjafnt hvað fermingarbörnin
vilja, hvort sem þau fermast um
páska eða á öðrum tíma. Þau velja
uppáhaldslitinn. Páskarnir eru
tími fjölskyldunnar til að hittast.
Þá er um að gera að hafa huggulegt
í kringum sig og vera með lifandi
blóm. Falleg blóm í vösum eru
alltaf falleg,“ segir Arna Sigga sem
ætlar að vera með fjölskylduna í
mat um páskana. „Við ætlum að
borða kalkún að þessu sinni. Mig
langaði í páskalamb en dóttir mín
borðar það ekki svo við breyttum
í kalkún. Það er alltaf gaman að
borða góðan mat á svona frídögum
og svo baka ég alltaf sérstaka
páskatertu. Mér finnst gaman að
baka og reyni að nota litlu eggin
í skreytingar,“ segir Arna Sigga
sem notar gjarnan lifandi blóm
í skreytingar á kransakökum,
skírnartertum og öðrum veislu-
tertum. Eftir páska ætlar hún að
heimsækja foreldra sína á Spáni en
þar dvelja þau mestan hluta vetrar.
„Það er gott að fá hita í kroppinn
þegar maður er með slæma gigt.“
Arna Sigga hefur starfað við blómaskreytingar frá því hún var 26 ára,
lengst af starfaði hún í Blómavali. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Einföld er falleg skreyting hjá Örnu Siggu. FRÉTTABLADID/STEFÁN
Hér er Arna Sigga að útbúa fallegan brúðarvönd með barnabarni sínu sem heldur á fallegum vendi.
Glæsilegur krans sem Arna Sigga gerði nýlega.
Aðalfundur
Aðalfundur Breiðabliks verður haldinn fimmtudaginn
2. maí n.k. kl. 17:30 í veitingasal félagsins í Smáranum.
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfanefndar
2. Formaður leggur fram skýrslu aðalstjórnar
3. Kjörbréfanefnd skilar áliti sínu
4. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til
samþykktar
5. Kosning um lagabreytingar
6. Kosning formanns
7. Kosning sex stjórnarmanna
8. Kosning löggilts endurskoðanda
9. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
10. Umræður og önnur mál
Tillögur að lagabreytingum munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R
1
7
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
4
-B
5
D
8
2
2
D
4
-B
4
9
C
2
2
D
4
-B
3
6
0
2
2
D
4
-B
2
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
1
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K