Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 43
Það er mikið um
nýjar og breyttar
þarfir í Asíu og hefur mat-
vælaöryggi verið töluvert í
umræðunni ásamt því að
matarvenjur fólks eru að
færast nær skyndilausnum
og minni fjölskyldueining-
um.
Sterkt og gott
samband
Nánar á vodafone.is/fyrirtaeki
Eitt símtal
og málið er leyst
Vodafone sinnir tæknilegum
þörfum okkar hratt og örugglega
Ag ne s Guðmu nd s dót t i r, markaðsstjóri Icelandic Asia, tók við formennsku
Félags kvenna í sjávarútvegi á
síðasta ári. Hún segist viss um að
með f leiri konum í sjávarútvegi
geti áherslan og umræðan um
atvinnugreinina breyst.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Núna fer hún algjörlega eftir
y ngsta f jölsk yldumeðlimnum
og hvenær hún vaknar en oftast
vöknum við um áttaleytið og
fáum okkur hafragraut áður en
við skellum okkur í ræktina. Áður
en Aþena kom í heiminn var ég
vön að fara á æfingu klukkan 6.30
fyrir vinnu en nú hefur þetta færst
til 9.30 í fæðingarorlofinu. Það er
alltaf gott að byrja daginn á hreyf-
ingu til að koma sér í gang.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég er mikil félagsvera og finnst
ekkert skemmtilegra en að fá fjöl-
skyldu og vini í heimsókn í gott
matarboð. Einnig eru ferðalög
bæði hér heima og erlendis í miklu
uppáhaldi. Líkamsrækt og útivera
er stunduð af kappi á heimilinu
og er reynt að taka þátt í f lestum
skemmtihlaupum sem eru í boði á
sumrin.
Hvaða bók ertu að lesa eða last
síðast?
Áherslurnar seinustu mánuði
hafa aðeins breyst en á náttborð-
inu okkar núna er ekkert nema
uppeldis- og ungbarnabækur. En
ég var að klára bókina Samskipti
foreldra og barna eftir dr. Tho-
mas Gordon og næst á dagskrá er
Hvað á ég að gefa barninu mínu að
borða? eftir Ebbu Guðnýju Guð-
mundsdóttur.
Höfum góða sögu að segja
Hver eru sóknartækifærin fyrir
íslenskan sjávarútveg í Asíu?
Það er mikið um nýjar og breytt-
ar þarfir í Asíu og hefur matvæla-
öryggi verið töluvert í umræðunni
þar ásamt því að matarvenjur fólks
eru að færast nær skyndilausnum
og minni f jölskyldueiningum.
Markmiðin okkar eru að komast
nær neytandanum í Asíu og upp-
lýsa hann um okkar vörur og þá
kosti sem íslenskur fiskur hefur
upp á að bjóða. Við höfum góða
sögu að segja og þar liggja mikil
tækifæri.
Hvað felst í starfsemi Félags
kvenna í sjávarútvegi?
Félagið var stofnað fyrir fimm
árum með það í huga að auka
tengingu og samstarf kvenna.
Markmið félagsins er að ef la konur
í sjávarútvegi og gera þær sýnilegri
innan jafnt sem utan greinarinnar.
Við heimsækjum fyrirtæki tengd
sjávarútvegi bæði á höfuðborgar-
svæðinu og landsbyggðinni til að
kynna okkur mismunandi starf-
semi og fræðast um nýjungar
í greininni. Einnig höldum við
aðra viðburði til að kynna okkur
málefni, ræða um stöðuna og ef la
okkar tengslanet.
Allir eiga undir sjávarútvegi
Hvaða áskorunum standa konur í
sjávarútvegi frammi fyrir?
Sjávarútvegur hefur lengi verið
á forræði karla og þótt konum hafi
verið að fjölga síðustu ár þá hefur
sú þróun ekki verið jafn hröð og
við hefðum viljað sjá. Áskorun
okkar liggur í því að sýna fram á að
við eigum jafn mikið erindi í grein-
inni, gera okkur sýnilegri og taka
fullan þátt í umræðu um sjávarút-
vegsmál hvar sem þau ber á góma.
Ég er viss um að með f leiri konum
getur áherslan og umræðan um
sjávarútveg breyst. Við nálgumst
umræðuna oft með öðrum hætti
og þurfum að gæta okkur á að fjar-
lægast ekki almenning, það eiga
allir mikið undir sjávarútveginum
okkar og það er mikilvægt að við
sýnum fram á það með skýrum og
einföldum hætti.
Konur verði sýnilegri í sjávarútvegi
Agnes segir að markmið félagsins sé að efla konur í sjávarútvegi og gera þær sýnilegri innan jafnt sem utan atvinnugreinarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Nám:
BBA í Strategic Design & Manage-
ment frá Parsons School of Design.
Störf:
Markaðsstjóri Icelandic Asia en er
nú í fæðingarorlofi með nýfæddri
dóttur minni. Ég er einnig formað-
ur Félags kvenna í sjávarútvegi.
Fjölskylduhagir:
Ég er í sambúð með Lárusi Kazmi
og eigum við dótturina Aþenu
Lárusdóttur, 6 mánaða.
Svipmynd
Agnes Guðmundsdóttir
9M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 MARKAÐURINN
1
7
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
4
-A
7
0
8
2
2
D
4
-A
5
C
C
2
2
D
4
-A
4
9
0
2
2
D
4
-A
3
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
1
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K