Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 43
Það er mikið um nýjar og breyttar þarfir í Asíu og hefur mat- vælaöryggi verið töluvert í umræðunni ásamt því að matarvenjur fólks eru að færast nær skyndilausnum og minni fjölskyldueining- um. Sterkt og gott samband Nánar á vodafone.is/fyrirtaeki Eitt símtal og málið er leyst Vodafone sinnir tæknilegum þörfum okkar hratt og örugglega Ag ne s Guðmu nd s dót t i r, markaðsstjóri Icelandic Asia, tók við formennsku Félags kvenna í sjávarútvegi á síðasta ári. Hún segist viss um að með f leiri konum í sjávarútvegi geti áherslan og umræðan um atvinnugreinina breyst. Hvernig er morgunrútínan þín? Núna fer hún algjörlega eftir y ngsta f jölsk yldumeðlimnum og hvenær hún vaknar en oftast vöknum við um áttaleytið og fáum okkur hafragraut áður en við skellum okkur í ræktina. Áður en Aþena kom í heiminn var ég vön að fara á æfingu klukkan 6.30 fyrir vinnu en nú hefur þetta færst til 9.30 í fæðingarorlofinu. Það er alltaf gott að byrja daginn á hreyf- ingu til að koma sér í gang. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er mikil félagsvera og finnst ekkert skemmtilegra en að fá fjöl- skyldu og vini í heimsókn í gott matarboð. Einnig eru ferðalög bæði hér heima og erlendis í miklu uppáhaldi. Líkamsrækt og útivera er stunduð af kappi á heimilinu og er reynt að taka þátt í f lestum skemmtihlaupum sem eru í boði á sumrin. Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Áherslurnar seinustu mánuði hafa aðeins breyst en á náttborð- inu okkar núna er ekkert nema uppeldis- og ungbarnabækur. En ég var að klára bókina Samskipti foreldra og barna eftir dr. Tho- mas Gordon og næst á dagskrá er Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? eftir Ebbu Guðnýju Guð- mundsdóttur. Höfum góða sögu að segja Hver eru sóknartækifærin fyrir íslenskan sjávarútveg í Asíu? Það er mikið um nýjar og breytt- ar þarfir í Asíu og hefur matvæla- öryggi verið töluvert í umræðunni þar ásamt því að matarvenjur fólks eru að færast nær skyndilausnum og minni f jölskyldueiningum. Markmiðin okkar eru að komast nær neytandanum í Asíu og upp- lýsa hann um okkar vörur og þá kosti sem íslenskur fiskur hefur upp á að bjóða. Við höfum góða sögu að segja og þar liggja mikil tækifæri. Hvað felst í starfsemi Félags kvenna í sjávarútvegi? Félagið var stofnað fyrir fimm árum með það í huga að auka tengingu og samstarf kvenna. Markmið félagsins er að ef la konur í sjávarútvegi og gera þær sýnilegri innan jafnt sem utan greinarinnar. Við heimsækjum fyrirtæki tengd sjávarútvegi bæði á höfuðborgar- svæðinu og landsbyggðinni til að kynna okkur mismunandi starf- semi og fræðast um nýjungar í greininni. Einnig höldum við aðra viðburði til að kynna okkur málefni, ræða um stöðuna og ef la okkar tengslanet. Allir eiga undir sjávarútvegi Hvaða áskorunum standa konur í sjávarútvegi frammi fyrir? Sjávarútvegur hefur lengi verið á forræði karla og þótt konum hafi verið að fjölga síðustu ár þá hefur sú þróun ekki verið jafn hröð og við hefðum viljað sjá. Áskorun okkar liggur í því að sýna fram á að við eigum jafn mikið erindi í grein- inni, gera okkur sýnilegri og taka fullan þátt í umræðu um sjávarút- vegsmál hvar sem þau ber á góma. Ég er viss um að með f leiri konum getur áherslan og umræðan um sjávarútveg breyst. Við nálgumst umræðuna oft með öðrum hætti og þurfum að gæta okkur á að fjar- lægast ekki almenning, það eiga allir mikið undir sjávarútveginum okkar og það er mikilvægt að við sýnum fram á það með skýrum og einföldum hætti. Konur verði sýnilegri í sjávarútvegi Agnes segir að markmið félagsins sé að efla konur í sjávarútvegi og gera þær sýnilegri innan jafnt sem utan atvinnugreinarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nám: BBA í Strategic Design & Manage- ment frá Parsons School of Design. Störf: Markaðsstjóri Icelandic Asia en er nú í fæðingarorlofi með nýfæddri dóttur minni. Ég er einnig formað- ur Félags kvenna í sjávarútvegi. Fjölskylduhagir: Ég er í sambúð með Lárusi Kazmi og eigum við dótturina Aþenu Lárusdóttur, 6 mánaða. Svipmynd Agnes Guðmundsdóttir 9M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 MARKAÐURINN 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 4 -A 7 0 8 2 2 D 4 -A 5 C C 2 2 D 4 -A 4 9 0 2 2 D 4 -A 3 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.