Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 28
fyrirtækisins þann gæðastimpil að vera vottuð af Michelin sem tekur þau út árlega. Í þeirri úttekt er farið yfir alla verkferla, samskipti við viðskiptavini og tækjabúnað. Enda er það svo að það að keyra á Michelin er einnig ákveð­ inn gæðastimp­ ill. „Michelin er að öðrum ólöstuðum þekktasta dekkjamerki heims. Þeir framleiða flesta hjólbarða í heiminum – fyrir utan LEGO auð­ vitað,“ segir hann og hlær. „Fyrir utan Michelin erum við með Coop­ er, Kumho, WestLake og Mitas Taurus. Við erum að bjóða dekk í öll tæki og tól. Allt frá minnstu vélum og upp í stór landbúnaðar­ tæki og vinnuvélar, hvort sem það eru hjólbörur, reiðhjól, vinnuvélar og í raun allt sem þar er á milli. Þar sem þarf dekk er bara einn staður til að koma á og það er N1.“ Árleg gæðanámskeið N1 er með hjólbarðaþjónustu á níu verkstæðum af ellefu. Þau eru á höfuðborgarsvæðinu, í Reykja­ nesbæ, Akranesi og á Akureyri. Starfsmenn N1 hafa mjög víðtæka reynslu og þekk­ ingu enda heldur fyrirtækið reglu­ lega námskeið á vegum Michelin, Cooper, Tech og fleiri fagaðila í greininni. „Við höfum verið að fá þessa aðila hingað til að halda námskeið og gerum það árlega. Stundum þurfum við að senda starfsmenn út á námskeið en það er sjald­ gæfara.“ Dagur bendir á að dekk í dag séu mun betri en fyrir nokkrum árum. Þróunar­ vinnan sem sé unnin hjá þessum stóru aðilum sé þannig að dekkið í dag sem rúllar úr framleiðslulín­ unni sé mun betra en dekkið í gær. „Ef hugsað er til grips á vegum, vatnslosun og fleira þá eru þessir betri framleiðendur að skara fram úr. Michelin er þannig að það er ekkert fyrirtæki í hjólbarðageir­ anum sem leggur meira í þróun, enda er bíll á Michelin­dekkjum ákveðin gæðastimpill.“ Þó að nú sé komið að ákveðnum hápunkti í því sem fylgir því að reka dekkjaverkstæði segir Dagur að það skipti ekki öllu máli hvað N1 geti skipt um mörg dekk á hverjum degi. „Við viljum gera hlutina vel og fyrir okkur skiptir það ekki öllu máli hvað við skiptum um mörg dekk á dag – heldur að gera hlutina vel.“ Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Dagur Benónýsson, rekstrar­stjóri þjónustuverkstæða N1, segir að netbókunin hafi mælst vel fyrir enda voru það óskir viðskiptavina N1 að færa tímabókanir í dekkjaskipti í net­ bókun. „Við mátum það þannig að fólk gæti skipulagt sinn tíma betur en áður. Það þyrfti ekki að sitja í röðum heilu og hálfu dagana. Viðkomandi fær SMS til staðfestingar og þetta er framtíðin í dekkjaskiptum. Meðfram þessu erum við líka með kerfi fyrir þá sem renna við. Þá getum við gefið þeim númer og kallað í þá með SMS­i þegar röðin er að koma að viðkomandi. Það hefur mælst líka mjög vel fyrir en netbókun er það allra vinsælasta hjá okkur.“ Eyða minna á sumardekkjum Dagur segir að fram undan sé álagstími þar sem fólk skiptir úr vetrardekkjunum yfir á sumar­ dekk. „Þetta er rétt að byrja. Það er búið að vera brjálað að gera und­ anfarið og verður þannig næstu vikurnar. Það er betra að keyra um á sumrin á sumardekkjum en á svokölluðum heilsársdekkjum. Þau kalla fram betri aksturseigin­ leika og stytta hemlunarvegalengd töluvert. Bílar eyða líka almennt minna á góðum sumardekkjum, sérstaklega á þessum betri dekkjum sem við erum að bjóða upp á eins og Michelin og Cooper.“ Vinsælt dekkjahótel Dekkjahótel N1 eru á öllum hjól­ barðaverkstæðum fyrirtækisins og hafa fjölmargir nýtt sér þau enda sparar það bæði pláss og fyrirhöfn. Það getur nefnilega verið svolítið basl að burðast með dekkin inn og út úr bílskúrnum eða geymslum í skottið og aftur heim með gömlu dekkin. Dagur segir að þegar hjól­ barðar eru skráðir inn á hótelið sé ástand, heiti, eigandi og staðsetn­ ing skráð og þegar líður að dekkja­ skiptum, hvort sem það er að vori eða hausti, fær viðskiptavinurinn SMS um að dekkin þeirra séu klár til undirsetningar. Hjá N1 er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð og hafa öll verkstæði Dagur Benónýsson, rekstrarstjóri þjónustuverkstæða N1. Hjá N1 er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð og hafa öll verkstæði fyrirtæk- isins þann gæðastimpil að vera vottuð af Michelin sem tekur þau út árlega. Framhald af forsíðu ➛ Þar sem þarf dekk er bara einn staður til að koma og það er N1. Það er búið að vera brjálað að gera undan- farið hjá N1 og verður þannig næstu vikurnar. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RSUMARDEKK 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 4 -A 2 1 8 2 2 D 4 -A 0 D C 2 2 D 4 -9 F A 0 2 2 D 4 -9 E 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.