Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 2
settu upp hreinsibúnað, en þetta er samt of mikið. Mönnum ber reyndar ekki saman um hversu mikið, þeir gera sínar mælingar og Veitur sínar. En það er vitað að það kemur mikil fita frá þeim og þeir eru að vinna að úrbótum og reyna að finna lausn á þessu núna,“ segir Helgi. Ólöf segir almennt mikilvægt að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna. „Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðru- vísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.“ Nýja hreinsistöðin á Akranesi var formlega opnuð í maí 2018. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um átta megin útrásir, nálægt fjöruborði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrás- um og í hreinsistöð. Settir voru upp sex nýir dælubrunnar sem dæla skólpinu frá gömlu útrásunum í átt að hreinsistöðinni. Stöðin hreinsar öll gróf efni úr skólpinu auk þess að sía frá sand og fitu. Skólpinu er síðan dælt um hálfan annan kíló- metra út í sjó en það sem safnast í sand- og fituskiljur stöðvarinnar er keyrt til urðunar. mikael@frettabladid.is Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafull- trúi Veitna Veður NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOL TA Hefur þú prófað Holta drumsticks? Hlaðborð af dansi Líkt og síðustu ár var mikið um dýrðir á Vorsýningu Listandsskóla Íslands. Að þessu sinni voru sýningargestir leiddir í ferðalag um listdanssöguna þar sem nemendur dönsuðu atriði úr helstu verkum dansbókmenntanna, eins og Svanavatninu, Þyrnirós og Don Kíkóta. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Suðaustan 8-15. Vætusamt S- og V-til. Bætir í úrkomu SA-til. Úrkomulaust um landið NA-vert. Hiti að 14 stigum. SJÁ SÍÐU 20 FRÁVEITUMÁL Miklir erfiðleikar hafa verið á rekstri nýrrar skólp- hreinsistöðvar á Akranesi vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu í bænum og stíf lar ítrekað hreinsi- búnað stöðvarinnar. Stöðin var formlega opnuð fyrir tæpu ári. Framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Vesturlands segir vanda- málið vera fitu frá niðursuðuverk- smiðjunni Akraborg. „Þvottavélarnar sem þvo úrgang- inn áður en hann er urðaður stíflast ítrekað af fitu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, aðspurð um vandamálið sem vakin var athygli á í minnis- blaði til stjórnar Orkuveitu Reykja- víkur í upphafi mánaðarins. Þar er greint frá stöðu fráveitumála hjá Veitum og erfiðleikarnir á Akra- nesi sagðir komnir til „vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu á svæðinu“. Helgi Helgason, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Vestur- lands, segir það ekkert leyndarmál að þessi mikla fita komi frá niður- suðuverksmiðju sem meðal annars vinni matvæli úr þorsklifur. „Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er of boðslega mikil fita í frá- veitunni frá svona fyrirtækjum.“ Helgi segir að með tilkomu nýju hreinsistöðvarinnar og mælinga sem þar eru gerðar hafi spjótin fljótt beinst að fyrirtækinu Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heim- inum. Helgi segir að fitugildra hafi verið til staðar þar en galli í fráveitu gerði meðal annars að verkum að úrgangur fór fram hjá gildrunni. „Þeir gerðu ráðstafanir í fyrra, Niðursuðufita í skólpi veldur usla á Akranesi Miklir rekstrarerfiðleikar hafa verið hjá nýlegri skólphreinsistöð Veitna á Akra- nesi. Fita frá niðursuðuverksmiðju, þar sem unnið er með feita þorsklifur, hefur ítrekað stíflað hreinsibúnað stöðvarinnar. Unnið að úrbótum í verksmiðju. Hreinsistöðin var formlega opnuð í maí í fyrra. Erfiðlega hefur gengið að halda henni gangandi sökum mikillar fitu frá matvælavinnslu. MYND/VEITUR RÚSSLAND Frode Berg, 63 ára gamall Norðmaður, var í gær dæmdur til fjórtán ára vistar í vinnubúðum í Rússlandi. Berg var handtekinn í Moskvu fyrir tveimur árum, sak- aður um að hafa njósnað um kaf- báta rússneska sjóhersins. Berg hefur alltaf neitað sök í mál- inu. Ílíja Novíkov, lögmaður Norð- mannsins, sagði að málinu yrði ekki áfrýjað. Hins vegar myndi Berg sækjast eftir náðun frá Vladímír Pútín Rússlandsforseta. „Berg býst við því að ríkisstjórn sín taki málið upp en við sjáum ekki hvaða gagn væri að áfrýjun,“ sagði Novíkov og bætti við að Berg hefði í raun verið peð í stærri leik. Fyrir dómi játaði Berg að hafa verið sendiboði norsku leyniþjón- ustunnar. Hann hefði þó ekki vitað mikið um verkefni sitt. – þea Fjórtán ár í vinnubúðum Berg var sakfelldur. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAG Þórarinn Ævarsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmda- stjóra IKEA, lætur af störfum um mánaðamótin að eigin ósk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá IKEA. „Þórarinn hefur stýrt IKEA í 14 ár og á þeim tíma hefur vöxtur fyrirtækisins verið mikill og það notið velgengni og velvildar við- skiptavina,“ segir í tilkynningunni. „Eigendur og stjórn IKEA á Íslandi þakka Þórarni fyrir vönduð og vel unnin störf í þágu félagsins.“ Undirbúningur að ráðningu eftir- manns Þórarins er þegar hafinn og má búast við tilkynningu frá IKEA á næstu vikum. Þórarinn er þó ekki að kveðja IKEA fyrir fullt og allt, en hann tekur sæti í stjórn félagsins. Guðný Aradóttir, yfirmaður sam- skiptadeildar IKEA, vildi ekki tjá sig um á stæður uppsagnarinnar en segir Þórarin kveðja í sátt. – ilk Leitin hafin að arftaka Þórarins 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 4 -7 5 A 8 2 2 D 4 -7 4 6 C 2 2 D 4 -7 3 3 0 2 2 D 4 -7 1 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.