Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 10
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! FRAKKLAND Hundruðum milljóna evra hefur verið heitið til endur- uppbyggingar hinnar 856 ára gömlu Notre Dame kirkju í París, höfuðborg Frakklands. Mikill elds- voði stórskemmdi þessa sögufrægu byggingu á mánudaginn. Þótt langt og erfitt verkefni sé fyrir höndum er það langt frá því að vera óyfirstígan- legt. Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO) hefur sagst reiðubúin til aðstoðar við end- urreisnina. Þá hefur Francois-Henri Pinault, forstjóri Kering Group, fyr- irtækisins sem á Gucci og Yves Saint Laurent, heitið hundrað milljónum evra og fjölskylda Bernard Arnault, sem á meðal annars Louis Vuitton og Sephora, hefur heitið 200 millj- ónum og franska olíufyrirtækið Total hundrað milljónum. Franska þjóðminjastofnunin ætlar að setja af stað alþjóðlega söfnun svo fjár- magn verður væntanlega ekki af skornum skammti. Í raun virðist gjörvallt Frakk- land til þjónustu reiðubúið enda er þjóðin harmi slegin vegna brunans. Verktakafyrirtækið Vinci sagðist í gær tilbúið til að bjóða fram krafta sína. Fyrirtækið skoraði svo á sam- keppnisaðila sína að taka þátt sömuleiðis. „Þessi eyðilegging hluta Notre Dame er mikill harmleikur. Aldrei verður hægt að endurheimta bjálkana frá þrettándu öld sem héldu þakinu uppi en við þurfum að standa vörð um þá hluta Notre Dame sem ekki urðu eldinum að bráð,“ sagði í tilkynningu frá Vinci. Annað verktakafyrirtæki, Bouygu- es, sagðist sömuleiðis reiðubúið til að ljá krafta sína og gáfu forstjórinn Martin Bouygues og fjölskylda hans tíu milljónir evra til verkefnisins. Sér fræðiaðstoð mun einnig reynast gagnleg við endurreisn kirkjunnar. Gianfranco Ravasi, kardináli og menningarmálaráð- herra Páfagarðs, sagði í gær að Páfagarður væri reiðubúinn til að ljá Frökkum aðstoð sína. „Ég held að helsta framlag Páfagarðs verði tæknileg þekking okkar enda búum við yfir miklu safni.“ Donald Insall Associates, arki- tektarnir sem sáu um endurupp- byggingu Windsor-kastala eftir mikinn bruna árið 1992, eru sömu- leiðis tilbúnir til að aðstoða Frakka. „Notre Dame verður glæst á ný,“ sagði Francis Maude, einn arki- tektanna. Hann vísaði sömuleiðis til þess að Varsjá hefði verið byggð aftur upp eftir síðari heimsstyrjöld sem og Frúarkirkjan í Dresden. Einnig má búast við því að sá gríðarlegi f jöldi ljósmynda og Stórt og flókið verkefni bíður Frakka Miklu fé hefur verið heitið til enduruppbyggingar Notre Dame eftir brunann á mánudag. Sérfræðingar frá Páfagarði og arkitektar sem endurreistu Windsor-kastala bjóða aðstoð sína. Þrívíddarskannanir til af kirkjunni. Miklu tókst að bjarga úr eldsvoðanum. SIMBABVE Brauðverð tvöfaldaðist í Harare, höfuðborg Simbabve, á einum degi í gær. Reuters greindi frá en Afríkuríkið hefur átt við mikla efnahagsörðugleika og óðaverð- bólgu að stríða á þessari öld. Brauð- verð jafngilti í gær í um 17,5 pró- sentum af meðallaunum í landinu. Ástandið má einnig rekja til mik- illa þurrka sem hrjá landið og þess að hitabeltislægðin Idai olli miklu tjóni í austurhluta landsins í mars. „Brauð er orðið lúxusvara. Hvern- ig á fólk að hafa efni á því með þessu áframhaldi? Ríkisstjórnin verður að gera eitthvað áður en það leysist allt upp í vitleysu,“ hafði miðillinn eftir Sarah Chisvo, þriggja barna móður í Harare. Verðbólga er ekki orðin jafnslæm og hún var á síðasta áratug. Árið 2009 ákváðu yfirvöld að skipta úr Simbabvedalnum yfir í Bandaríkja- dal þegar verðbólga hafði staðið í 500 milljörðum prósenta ári áður. En Bandaríkjadalir hafa verið af skornum skammti á þessu ári. Í febrúar ákvað ríkisstjórn Emmer- sons Mnangagwa forseta því að taka upp nýjan gjaldmiðil, RTGS-dal. Verðbólga heldur hins vegar áfram. Laun hækka ekki til jafns við verðbólguna og því er óánægja með stjórn Mnangagwas sögð aukast. – þea Lægðin í Simbabve dýpkar enn Matvara í Simbabve verður stöðugt dýrari og dýrari. NORDICPHOTOS/AFP Miklu bjargað Þak kirkjunnar gjöreyðilagðist í brunanum og hæsti kirkjuturninn sömuleiðis. Það gerðu einnig fjöl­ margar steindar rúður en vegna þrekvirkis slökkviliðs tókst að bjarga fjölmörgu. Altari kirkjunnar og altaris­ krossinn skemmdust ekki né heldur kirkjubekkirnir. Hinir víð­ frægu bjölluturnar standa enn og það gera steinveggirnir líka þótt þeir séu óstöðugir samkvæmt Franck Riester menningarmála­ ráðherra. Sextán koparstyttur höfðu verið sendar til viðgerðar og voru því óhultar. Þá tókst slökkviliði að bjarga fjölda merkilegra lista­ verka og minja úr kirkjunni. Til að mynda þyrnikórónu sem Loðvík níundi Frakklandskonungur keypti á þrettándu öld og er sögð hafa prýtt koll Krists. Fjallað var um bjargvætt krúnunnar í erlendum miðlum í gær. Sá heitir Jean­Marc Fournier og er prestur slökkviliðsins. Sam­ kvæmt hverfisstjóra fimmtánda hverfis hljóp Fournier inn í kirkj­ una til að bjarga minjum. Prestur­ inn hafði áður huggað særða eftir hryðjuverkaárásina á Bataclan­ tónleikahúsið í París árið 2015 og sinnt herþjónustu í Afganistan. Að minnsta kosti einn af rósargluggunum þremur sem prýddu kirkjuna bjargaðist og það gerði fjöldi ufsagrýla sömu­ leiðis. Kirkjuorgelið er sagt hafa bjargast aukinheldur. Þau lista­ verk sem bjargað var voru flutt á Louvre­safnið. Hægt var að skoða umfang skemmdanna þegar eldurinn var slokknaður. NORDICPHOTOS/AFP Þyrnikórónunni var bjargað. NORDICPHOTOS/AFP myndbanda sem til er af kirkjunni reynist vel. Tæknimiðillinn ZDNet greindi jafnframt frá því í gær að sagnfræðiprófessorarnir Andrew Tallon og Stephen Murray hefðu árið 2000 gert þrívíddarskönnun af allri kirkjunni með leysigeisla. En enduruppbyggingin er ekki eina flókna verkefnið sem Frakkar þurfa nú að leysa. Remy Heitz sak- sóknari sagði í gær að um 50 rann- sakendur ynnu nú að því að komast að því hvernig eldurinn kviknaði. Búist er við að rannsóknin verði löng og flókin en nú á upphafsstigum er helsta kenningin sú að um slys hafi verið að ræða. thorgnyr@frettabladid.is Fleiri myndir frá Notre Dame má finna á +Plús síðu Frétta­ blaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PLÚS 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 4 -A B F 8 2 2 D 4 -A A B C 2 2 D 4 -A 9 8 0 2 2 D 4 -A 8 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.