Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 42
Fyrir réttum tuttugu árum var lagður grunnur að nýju formi lífeyrissparnaðar hér á
landi sem ýmist hefur verið nefnt
séreignarsparnaður eða viðbótar-
lífeyrissparnaður. Ráðstafa má
iðgjaldi til lífeyrissparnaðarins
ýmist með samningi um fjárvörslu
við lífeyrissjóði eða banka (hefð-
bundinn viðbótarlífeyrissparnaður)
eða með kaupum á lífeyristryggingu
hjá tryggingafélagi. Umboðsaðilar
tveggja erlendra tryggingafélaga,
sem bjóða upp á lífeyristryggingar,
starfa hér á landi (Allianz og Bayern).
Við markaðssetningu og kynn-
ingu á viðbótarlífeyrissparnaði
virðist oft lítill greinarmunur gerð-
ur á hefðbundnum viðbótarlífeyr-
issparnaði og lífeyristryggingum.
Þegar betur er að gáð eiga þessi
tvö sparnaðarform hins vegar fátt
sameiginlegt. Þá virðast fjölmargir
neytendur ekki nægjanlega upp-
lýstir um eðli lífeyristrygginga og
þær skuldbindingar sem samningar
um þær fela í sér. Það má ef til vill
rekja til ófullnægjandi reglna sem
söluaðilar lífeyristrygginga starfa
eftir. Hér á eftir er fjallað um nokkur
atriði sem skilja þessi sparnaðar-
form að.
Hefðbundinn
viðbótarlífeyrissparnaður
n Samningar ótímabundnir og
uppsegjanlegir að kröfu rétt
hafa. Engin binding.
n Hægt er að taka inneign út
í heild við 60 ára aldur án
skerðinga.
n Flytja má inneign á milli
vörsluaðila með litlum eða
engum tilkostnaði.
n Sparnaðurinn, þar með talin
ávöxtun, erfist að fullu við frá
fall rétthafa.
n Inneign skerðist ekki þótt
greiðslur falli niður í lengri eða
skemmri tíma.
n Engin upphafsþóknun.
n Nýta má sparnaðinn skattfrjálst
við kaup á fyrstu íbúð í 10 ár.
n Starfsemi innlendra lífeyris
sjóða og banka lýtur eftirliti
FME.
Lífeyristryggingar
n Samningurinn er tryggingar
samningur og felur í sér lang
tímaskuldbindingu til áratuga.
n Ekki hægt að taka út inneign við
60 ára aldur í heild án skerðinga.
n Rétthafi tekur á sig mikil afföll
við flutning til annarra vörslu
aðila.
n Mikil skerðing á inneign við frá
fall rétthafa.
n Réttindi tapast ef greiðslur falla
niður í lengri tíma, t.d. vegna
atvinnuleysis eða náms.
n Á fyrstu 5 árum samningstímans
fara um 25% af iðgjaldi rétthafa í
þóknun.
n Ekki er hægt að nýta sparnaðinn
skattfrjálst við kaup á fyrstu
íbúð.
n Starfsemi söluumboða fellur
ekki undir eftirlit af hálfu FME.
✿ Samanburður
Endurskoða þarf regluverk um lífeyrissparnað
Hvað rennur til erfingja?
Einn kostur þess að greiða í hefð
bundinn viðbótarlífeyrissparnað
er að inneign rétthafans erfist og
rennur óskert til erfingja. Þannig
er enginn greinarmunur gerður
á því hvort inneignin rennur til
sjóðfélagans sjálfs eða erfingja
hans eftir fráfall sjóðfélagans.
Í lífeyristryggingasamningum
Allianz er reyndin önnur, en sam
væmt þeim er endurgreiðsla við
andlát aðeins örlítið hærri en
greidd iðgjöld allan samnings
tímann.
Ólafur Páll
Gunnarsson
framkvæmda
stjóri Íslenska
lífeyrissjóðsins
Mikill hagnaður af sölu lífeyristrygginga
Háar þóknanir vegna lífeyris
trygginga endurspeglast í
miklum hagnaði af rekstri
söluumboða hér á landi. Þann
ig námu rekstrartekjur Allianz
Ísland á árinu 2016 um 1,2
milljörðum króna. Sama ár voru
móttekin iðgjöld 6,5 milljarðar.
Hreinn hagnaður af starfseminni
árið 2016 nam 480 milljónum
króna. Samanlagður hagnaður
félagsins á árunum 2015 til 2017
nam 1,4 milljörðum króna.
Arður af starfsemi Allianz Ísland
rennur til Íslandsbanka hf. sem
er eini eigandi félagsins. Félagið
er því að fullu í eigu íslenska
ríkisins.
Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. Þetta kom fram í máli Ania Thiemann, verkefnisstjóra samkeppnis-
mats OECD á fundi ráðgjafarnefnd-
ar um opinberar eftirlitsreglur í
gærmorgun, þriðjudag. Íslenskt
viðskiptalíf hefur lengi bent á að
pottur sé víða brotinn í opinberu
eftirlitsumhverf i. Kallað hefur
verið eftir einföldun á regluverki og
eftirliti þar sem óhagræði og kostn-
aður, bæði beinn og óbeinn, hlýst af
núgildandi kerfi.
Skipun ráðgjafarnefndar um
opinberar eftirlitsreglur er því kær-
komin. Markmið nefndarinnar,
eins og því er lýst í lögum, er að
vinna að því að auka hagkvæmni
og skilvirkni í opinberu eftirliti með
það fyrir augum að opinbert eftir-
lit nái markmiðum sínum um vel-
ferð, öryggi, heilbrigði og eðlilega
viðskiptahætti en íþyngi einstakl-
ingum og fyrirtækjum eins lítið og
kostur er og að eftirlit stjórnvalda
leiði ekki til mismununar eða tak-
marki athafnafrelsi nema almanna-
hagsmunir krefjist.
Sérlega mikilvægu verkefni ráð-
gjafarnefndarinnar var ýtt úr vör
í byrjun þessa árs þegar hún lagði
fyrir könnun meðal íslenskra fyrir-
tækja um viðhorf stjórnenda til
opinbers eftirlits og eftirlitsmenn-
ingar á Íslandi – en slík könnun
hefur ekki áður verið framkvæmd
hér á landi. Óskandi er að slík stöðu-
taka verði gerð árlega héðan í frá til
þess að stofnanirnar geti fylgst með
viðhorfum í íslensku viðskiptalífi
til þeirra starfs og komið til móts
við gagnrýni eins og kostur er.
Niðurstöður könnunarinnar
Niðurstöður könnunarinnar voru
kynntar á áðurnefndum fundi.
Þar kom m.a. fram að fyrirtæki
eru ósátt við hversu mikill tími fer
í skriffinnsku og pappírsvinnu,
jafnvel sömu pappírsvinnunnar
til mismunandi aðila og að of lítið
sé um rafræna stjórnsýslu. Aftur á
móti þykja eftirlitsheimsóknir lítt
til vandræða.
Af mati á 16 mismunandi eftir-
litsstofnunum kom Samkeppnis-
eftirlitið hvað verst út og þar á
eftir Fjármálaeftirlitið. Þá er sama
hvort litið er til þátta er lúta að við-
horfi, trausti eða skilvirkni – svörin
endurspegla skýrt neikvæða stöðu
þessara eftirlitsstofnana í huga
stjórnenda íslenskra fyrirtækja,
samanborið við aðrar.
Velta má því upp hvort áherslur
þessara stofnana hafi hér áhrif en
það er áhyggjuefni að niðurstöður
könnunarinnar styðja þau langlífu
sjónarmið að skortur sé á trausti
og samvinnu milli ákveðinna eftir-
litsstofnana og íslenskra fyrirtækja.
Nefna má að stjórnendur 70% fyrir-
tækja sem tóku afstöðu töldu leið-
beinandi hlutverki Samkeppniseft-
irlitsins ábótavant. Skortur væri á
leiðbeiningum til að auðvelda fyrir-
tæki þeirra að takast á við lagalega
óvissu og afstýra brotum á reglum.
Þessi skortur á leiðbeiningum var
m.a. ástæða þess að samtök á borð
við Viðskiptaráð Íslands, Samtök
atvinnulífsins og Lögmannafélag
Íslands sáu sér ekki annað fært en
að gefa sjálf út á síðasta ári leið-
beiningar í samkeppnisrétti til að
auðvelda starfsmönnum og stjórn-
endum fyrirtækja að glöggva sig á
þeim reglum sem gilda um fyrir-
tæki og varða samkeppni.
Þótt starfsemi opinberra eftirlits-
aðila sé nauðsynleg þá er það stað-
reynd að sköpun verðmæta á sér
stað í fyrirtækjum en ekki eftirlits-
stofnunum. Það er því mikilvægt að
að gæta þess að opinbert regluverk
um viðskiptalífið hamli ekki eðli-
legri starfsemi og vexti fyrirtækja
með því að vera meira íþyngjandi
en nauðsynlegt er. Slíkt er kostn-
aðarsamt fyrir samfélagið og dregur
úr hagkvæmni íslenskra fyrirtækja
– ekki síst alþjóðlegri samkeppnis-
hæfni.
Tillögur til úrbóta
í lífskjarasamningunum
Þessu virðist ríkisstjórnin hafa
áttað sig á en í aðgerðaplani hennar
til stuðnings lífskjarasamningun-
um er að finna tillögur til úrbóta á
grunni niðurstaðna fyrrgreindrar
könnunnar ásamt þremur öðrum
atriðum sem lúta að umbótum í
opinberu eftirliti; endurskoðun á
samkeppnislögum, samkeppnis-
mati OECD á regluverki ferða-
þjónustu og byggingarstarfsemi,
ásamt því að ráðgjafarnefndin
ljúki samantekt á yfirliti yfir laga-
ákvæði sem eru íþyngjandi fyrir
atvinnustarfsemi, og geri tillögur
að úrbótum.
Með þessu eru mikilvæg skref
tekin í átt að öflugra og heilbrigðara
atvinnulífi á Íslandi. Takist vel til
mun Ísland færast nær því að skipa
sér í fremstu röð í alþjóðlegu við-
skiptaumhverfi með því að skapa
kjöraðstæður til fyrirtækjareksturs.
Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD
Ásta Sigríður
Fjeldsted
framkvæmda
stjóri Viðskipta
ráðs Íslands
Mjög misjafnt eftirlit
Íslenskir lífeyrissjóðir og bankar
lúta virku eftirliti Fjármálaeftir-
litsins. Virkt eftirlit tekur til hæfis-
mats stjórnar og stjórnenda, skila
ársreikninga, reglulegrar skýrslu-
gjafar, meðal annars um iðgjöld og
fjárfestingar, skila á fjárfestingar- og
áhættustefnum, starfa áhættustjóra,
innra eftirlits og stjórnarhátta, svo
eitthvað sé nefnt.
Starfsemi söluumboða erlendra
lífeyristrygginga fellur ekki undir
eftirlit Fjármálaeftirlitsins hér á
landi, heldur lýtur hún eftirliti fjár-
málaeftirlits heimaríkis, þ.e. þess
ríkis þar sem viðkomandi fyrirtæki
er skráð. Vísbendingar eru um að
mun minna eftirlit sé með daglegri
starfsemi söluumboðanna hér á
landi, svo sem varðandi stjórnar-
hætti, markaðssetningu, upplýsinga-
gjöf og útreikning og framsetningu
á ávöxtun lífeyristrygginga. Margt
bendir til þess að fjarlægð eftir-
litsaðilans og takmarkað regluverk
um starfsemi söluumboðanna grafi
undan neytendavernd á íslenskum
markaði með lífeyrissparnað og að
eftirlitið sé í raun í skötulíki.
Bjóða upp á sparnað
í erlendri mynt
Sölumenn erlendra lífeyristrygginga
hafa náð töluverðum árangri við sölu
lífeyristrygginga á liðnum árum. Að
hluta til má rekja árangurinn til þess
að margir kjósa að leggja lífeyris-
sparnað í erlenda sjóði, meðal ann-
ars í þeim tilgangi að dreifa áhættu.
Eftir afnám fjármagnshafta geta
íslenskir lífeyrissjóðir og bankar
hins vegar einnig boðið upp á ávöxt-
unarleiðir sem eru að hluta eða öllu
leyti í erlendum gjaldeyri.
Tryggja þarf rétt neytenda
Yfir 100 þúsund einstaklingar hér
á landi eiga lífeyrissparnað (hefð-
bundinn viðbótarlífeyrissparnað og
lífeyristryggingar). Bein eign í þessum
sparnaði nemur yfir 500 milljörðum
króna. Til samanburðar þá eiga um
20 þúsund einstaklingar skráð verð-
bréf í kauphöll fyrir um 100 milljarða
króna. Á síðustu árum hafa stór
skref verið stigin við innleiðingu nýs
regluverks á sviði verðbréfaviðskipta
(MiFID I og II) með það að markmiði
að tryggja réttindi verðbréfaeigenda.
Ekkert sambærilegt samræmt reglu-
verk nær yfir lífeyrissparnað sem
boðið er upp á hér á landi. Til að
tryggja rétt neytenda þarf að endur-
skoða regluverk um lífeyrissparnað
og sjá til þess að öll sparnaðarform
sem kynnt eru undir merkjum við-
bótarlífeyrissparnaðar lúti sömu
reglum og sambærilegu eftirliti.
Þótt starfsemi
opinberra eftir-
litsaðila sé nauðsynleg þá er
það staðreynd að sköpun
verðmæta á sér stað í fyrir-
tækjum en ekki eftirlits-
stofnunum.
1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN
1
7
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
D
4
-B
5
D
8
2
2
D
4
-B
4
9
C
2
2
D
4
-B
3
6
0
2
2
D
4
-B
2
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
1
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K