Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 6
BOÐUN TIL Aðalfundar ORF Líftækni hf. 2019 Stjórn ORF Líftækni hf. Kópavogi, 17. apríl 2019 Dagskrá: 1. Setning fundar, skipun fundarstjóra og fundarritara 2. Hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. • Skýrsla stjórnar og kynning á starfsemi félagsins • Kynning á reikningum félagsins • Ársreikningur lagður fram til samþykktar • Ákvörðun um meðferð rekstrarhagnaðar eða taps • Kosning stjórnar og endurskoðanda • Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna og endurskoðanda • Tillaga stjórnar að starfskjarastefnu 3. • Heimild til útgáfu hluta vegna kauprétta framlengd 4. Kynning forstjóra Tillaga um breytingu á samþykktum: 5. Kynning framkvæmdastjóra rannsókna- og nýsköpunarsviðs 6. Önnur mál Aðrar upplýsingar Endanleg dagskrá svo og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og allar tillögur, verða hluthöfum tiltæk á skrifstofu félagsins tveimur vikum fyrir aðalfund. ORF Líftækni hf., kt. 420201-3540, boðar hér með til aðalfundar félagsins fimmtudaginn 2. maí næstkomandi kl. 16:30 í höfuðstöðvum félagsins, Víkurhvarfi 7, 203 Kópavogi. Við lok fundar verður boðið upp á léttar veitingar. Hafin er sameiginleg rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjara- samning Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á almennum vinnumarkaði sem undirritaður var hinn 3. apríl 2019. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í aðildarfélögum SGS sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers aðildarfélaga SGS í janúar/febrúar 2019. Kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki sent kynningar- efnið, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í janúar/febrúar 2019. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 16.00 þriðjudaginn 23. apríl en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samn- inginn. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að nýta réttindi sín og greiða atkvæði. Ítarlegar upplýsingar eru á heimasíðu SGS, www.sgs.is og einnig á síðum einstakra aðildarfélaga – Félagsmönnum er ráðlagt að kynna sér þær vel. Reykjavík, 8. apríl 2019 Kjörstjórn SGS Nýr kjarasamningur á almennum vinnumarkaði Rafræn atkvæðagreiðsla stendur yfir LÖGREGLUMÁL Frumvarp heilbrigð- isráðherra um neyslurými felur í sér þekkingarleysi á hlutverki lög- reglu, samkvæmt umsögn lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu við frumvarpið. Umsögnin er mjög gagnrýnin á frumvarpið og tekur ríkissaksóknari undir hana í sinni umsögn um málið sem birtist á vef Alþingis í gær. Í greinargerð frumvarpsins segir að vissulega fari það eftir mati lög- reglu hverju sinni hvort gripið verði til refsivörsluaðgerða gegn einstakl- ingi sem er með efni á sér á leið til neyslurýmis, ýmist með aðvörun, haldlagningu efna, sekt eða ákæru. Lagt er til að sveitarfélög geri form- legt eða óformlegt samkomulag við lögregluna um hvernig eigi að standa að löggæslu í grennd við neyslurými. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við framangreint orðalag í umsögn lögreglustjórans. Lög- regla eigi ekkert mat um hvort hún láti yfir höfuð til sín taka þegar afskipti eru höfð af einstaklingi sem hefur á sér fíkniefni. Þannig sé aðvörun ekki formlegt úrræði sem lögregla hafi val um að beita og þess sé hvorki getið í lögum né verklagi lögreglu. Þvert á móti sé lögreglu skylt samkvæmt lögreglulögum að stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við lög um meðferð sakamála eða önnur lög. Það varði lögreglumenn refsiábyrgð að gæta ekki lögmætra aðferða við meðferð máls og á þeim hvíli skylda til að hefja lögreglu- rannsókn hvenær sem þess gerist þörf út af vitneskju eða grun um refsivert athæfi. Í umsögninni er einnig vakin athygli á því að í frumvarpinu sé ekki að finna undanþágu frá ákvæði í fíkniefnalöggjöfinni sem banni vörslu og meðferð fíkniefna á íslensku forráðasvæði. Samkvæmt orðanna hljóðan gerir frumvarpið ráð fyrir að neysla efnanna sé refsi- laus í neyslurými en ekkert í frum- varpstextanum sjálfum geri ráð fyrir að varsla efnanna verði refsi- laus. Vekur lögreglustjóri athygli á að til þessa hafi sjálf neysla fíkni- efna ekki verið talin refsiverð og hafi menn ekki verið sóttir til saka fyrir það eitt að neyta fíkniefna heldur hafi menn einungis verið sóttir til saka fyrir vörslu þeirra. Ekki sé gerð undanþága í frum- varpinu frá refsiheimild þess efnis sem fyrr segir. Lögreglustjóri telur að verði frumvarpið óbreytt að lögum muni það ekki hrófla við skyldu lögreglu til að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk sem skylt sé samkvæmt ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni, sem skyldi lögreglu til að gera upptæk til ríkis- sjóðs þau efni sem lögin taki til og aflað hafi verið á ólögmætan hátt eða eru á annan hátt í ólögmætri vörslu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir refsileysi starfsmanna neyslurýmis og kveðið á um að þeir verði ekki sóttir til saka látist einstaklingur undir þeirra eftirliti. Er vísað til þess að neyslurýmið eigi að vera refsilaust rými. Lögreglustjór- inn lýsir efasemdum um að texti greinargerðar um refsileysi starfs- mannanna haldi enda taki frum- varpið eingöngu til fíkniefnalög- gjafarinnar. Taka verði af tvímæli í frumvarpinu um að sérhver refsi- verður verknaður verði refsilaus í neyslurýminu enda augljóslega ekki markmiðið. Þá er ónákvæm lýsing í frumvarp- inu á hugtakinu neysluskammti einnig gagnrýnd í umsögninni en gert er ráð fyrir að neytandi megi hafa einn neysluskammt með sér í neyslurými hvert sinn. Skilgrein- ingin geti skipt máli bæði vegna fyrirhugaðs refsileysis vörslu en einnig vegna mögulegrar ábyrgðar eða ábyrgðarleysis starfsmanns í eftirliti, deyi notandi af of stórum skammti. adalheidur@frettabladid.is Lögregla veitir svarta umsögn um neyslurými Úr umsögn lögreglustjórans Það er rétt að taka fram að lögreglustjóri er ekki með umsögn sinni að hafa skoðun á réttmæti neyslurýma og sjónarmið um skaðaminnkun hafa mikið vægi. Engu að síður telur lögreglustjóri sér skylt að benda á framangreind atriði til að varpa ljósi á þá van- kanta sem eru á frumvarpinu eins og það er sett fram. Verði það óbreytt að lögum þá er réttur neytandans ekki tryggður til neyslu á neysluskammti eins og markmið fum- varpsins gerir ráð fyrir og óvíst um refsileysi starfsmanna neyslurýmis. Sigríður Björk Guðjóns- dóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta við fólk með fíknisjúkdóma hefur verið veitt af Rauða krossinum um árabil. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR. Frumvarpið lýsir skiln- ingsleysi á hlutverki lögreglu, segir í um- sögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Réttur neytandans sagður ótryggur og refsileysi starfsmanna rýmisins sömuleiðis. Ríkissaksóknari tekur undir gagnrýnina. Ríkissaksóknari veitti einnig umsögn: Ofangreint mál hefur á engum stigum verið unnið í samráði við ríkissaksóknara og var embætt- ið ekki á meðal þeirra 94 aðila sem fengu umsagnarbeiðni frá velferðarnefnd. Hins vegar telur ríkissak- sóknari rétt að taka undir þær athugasemdir við frumvarpið sem fram koma í umsögn lög- reglustjórans á höfuðborgar- svæðinu, dags. 13. apríl 2019, og koma því skýrt á framfæri að ríkissaksóknari telur ekki rétt að samþykkja frum- varpið á meðan ekki liggur fyrir hvaða breyt- ingar verða á heimildum og skyldum lög- reglu og ákæru- valds við lögfest- ingu frumvarpsins. (Dagsett 16. apríl 2019.) 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 4 -9 D 2 8 2 2 D 4 -9 B E C 2 2 D 4 -9 A B 0 2 2 D 4 -9 9 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.