Fréttablaðið - 17.04.2019, Side 44
Verðhækkanir
vegna samráðs voru
á bilinu 10-40% í 7 af hverj-
um 10 tilvikum og námu að
meðaltali um 20%.
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
SKOÐUN
Skotsilfur Glaðir fjármálaráðherrar á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Bill Morneau, fjármálaráðherra Kanada, sjást hér
taka „sjálfu“ á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem haldinn var í Washington-borg um liðna helgi. Forsvarsmenn stofnan-
anna vöruðu á fundinum við aukinni verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum og sögðu heimshagkerfinu standa ógn af tollastríðum. NORDICPHOTOS/GETTY
Á liðnum vikum og m á nuðu m he f u r umræðan á Íslandi að töluverðu leyti snúið að því hversu mikið svigrúm sé til
launahækkana. Samtök atvinnulífs-
ins og nokkur stéttarfélög, m.a. VR
og Efling, hafa komist að samkomu-
lagi sem kveður m.a. á um 17 þús-
und króna hækkun á kauptaxta og
föstum mánaðarlaunum fyrir dag-
vinnu frá og með 1. apríl sl. Mark-
mið verkalýðsfélaga er m.a. að efla
og styðja hag sinna félagsmanna
með því að semja um kaup og kjör.
Í tengslum við kjarasamningana
hefur hins vegar minna verið fjallað
um það hvernig virk samkeppni
getur bætt hag launafólks.
Samkvæmt gögnum frá Hagstofu
Íslands má ætla að einstæðir for-
eldrar hafi verið með að meðaltali
581 þúsund krónur í heildarlaun
í desember 2018. Hækkun launa
um 17 þúsund krónur á mánuði
ætti því að skila einstaklingum í
þessum hópi tæplega 10 þúsund
króna aukningu ráðstöfunartekna.
Í sama mánuði námu mánaðarleg
útgjöld einstæðra foreldra til matar
og drykkjar að meðaltali um 56
þúsund krónum, eða um 14% af ráð-
stöfunartekjum. Af því má ráða að
verðlag á mat og drykkjarvöru hafi
umtalsverð áhrif á hag launafólks
og að hversu miklu leyti umsamdar
launahækkanir skili sér í veski þess.
Stuðlar að auknum kaupmætti
Þekkt er að virk samkeppni stuðlar
að lægra verði, betri gæðum auk
meira vöruúrvals og nýsköpunar
á mörkuðum. Samkeppnishindr-
anir hafa þveröfug áhrif og skaða
þar með neytendur. Fræðimenn og
samkeppnisyfirvöld víða um heim,
auk ýmissa alþjóðastofnana, hafa
rannsakað ítarlega áhrif samkeppn-
ishindrana, meðal annars áhrif
samráðs og samkeppnishamlandi
regluverks á verðlag.
Rannsókn sem unnin var fyrir
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins árið 2009, og byggði á
samantekt rannsókna á áhrifum
verðsamráðs, leiddi meðal ann-
ars í ljós að verðhækkanir vegna
samráðs voru á bilinu 10-40% í 7
af hverjum 10 tilvikum og námu
að meðaltali um 20%. Það að halda
mörkuðum opnum fyrir samkeppni
getur einnig haft umtalsverð áhrif.
Verð á áströlskum f jarskipta-
markaði lækkaði til að mynda um
17-30% á árabilinu 1996 til 2003,
á sama tíma og stjórnvöld réðust
þar í aðgerðir til þess að auka sam-
keppni. Hér á landi lækkaði verð á
f lugi um allt að 50% með aukinni
samkeppni frá fyrst Iceland Express
og síðar WOW air.
Samkeppnishindranir og kjara-
bætur
Séu skaðleg áhrif samráðs borin
saman við þann kjarasamning sem
nýlega var undirritaður má sjá að
20% hækkun á matar- og drykkj-
arútgjöldum einstæðra foreldra
myndi leiða til 11 þúsund króna
útgjaldaaukningar en eins og fram
hefur komið tryggir kjarasamning-
urinn um 10 þúsund króna hækkun
á ráðstöfunartekjum á fyrsta árinu.
Með öðrum orðum myndi skaði
þessa hóps vera meiri en vænt kaup-
máttaraukning vegna nýgerðra
kjarasamninga ef ekki væri tryggt
að virk samkeppni ríkti í sölu á mat-
og drykkjarvörum.
Þessu til viðbótar má ætla að
slíkar hækkanir myndu leiða til
2,3% hækkunar á vísitölu neyslu-
verðs. Sú hækkun myndi hafa þær
af leiðingar að 25 milljón króna
verðtryggt lán hækkaði um 750
þúsund krónur og verðtryggðar
skuldir íslenskra heimila hækkuðu
um 30 milljarða.
Hér eru mat- og drykkjarvörur
einungis nefndar sem dæmi en sam-
bærileg áhrif mætti finna á flestum
öðrum mikilvægum mörkuðum.
Ef nýlega umsamdar launahækk-
anir eiga að skila sér til launafólks
er mikilvægt að virk samkeppni ríki
á íslenskum neytendamörkuðum.
Tjón neytenda vegna samkeppnis-
hindrana getur verið umtalsvert
og því þurfa verkalýðshreyfingin,
atvinnulífið, stjórnvöld og sam-
tök neytenda að gera það sem í
þeirra valdi stendur til að tryggja
virka samkeppni til hagsbóta fyrir
neytendur og íslenskt atvinnulíf.
Virk samkeppni er kjaramál
Valur
Þráinsson
aðalhag
fræðingur
Samkeppnis
eftirlitsins
Það kom f lestum fjárfestum á óvart í þarsíðustu viku þegar Icelandair tilkynnti
að það hefði náð samkomulagi við
bandaríska fjárfestingarsjóðinn
PAR Capital Management um
kaup sjóðsins á 11,5 prósenta hlut
í Icelandair. Segja má að tíðindin
hafi ekki hlotið þá athygli sem þau
verðskulduðu í f lestum fjölmiðlum.
PAR er þekktur fjárfestingar-
sjóður í f luggeiranum, mikill að
umfangi, og beitir sér með virkum
hætti þegar taka þarf til í rekstri
þeirra félaga sem hann fjárfestir í.
Sjóðurinn komst í fréttir vestanhafs
vorið 2016, skömmu eftir að hann
fjárfesti í bandaríska f lugfélaginu
United Airlines. Hann gagnrýndi
stjórn f lugfélagsins harðlega fyrir
að valda ekki störfum sínum og náði
sínum mönnum inn í stjórnina.
Það er alveg ljóst að PAR Capital
verður ekki hlédrægur hluthafi í
Icelandair. Fjárfestingin er stórt
skref í rétta átt fyrir íslenska f lug-
félagið sem hefur sárvantað öfluga
forystu í eigendahópi sínum. Í þessu
samhengi má nefna annað minna
skref sem var tekið síðasta haust
þegar Úlfar Steindórsson, stjórnar-
formaður Icelandair, f járfesti í
félaginu fyrir 100 milljónir króna.
Fjárfesting PAR Capital og hluta-
bréfakaup Úlfars eru nefnd í sömu
málsgrein vegna þess að þau breyta
hinu óáþreifanlega hvatakerfi sem
býr að baki eignarhaldi og stjórn
Icelandair.
Það leikur enginn vafi á því að
lífeyrissjóðirnir voru einn af lykil-
þáttunum í endurreisn hlutabréfa-
markaðarins eftir fjármálahrunið
en mikil umsvif sjóðanna á markað-
inum höfðu þó í för með sér ákveð-
inn vanda.
Vandinn er sá að stjórnarmenn,
sem eiga of sjaldan hlut í viðkom-
andi félagi, sitja í umboði lífeyris-
sjóða, sem hafa engan eiginlegan
eiganda, og þurfa helst að hljóta
blessu n t ilnef ningar nef ndar-
manna, sem eru enn síður líklegri
til að eiga hlut. Í sumum tilfellum
er enginn einstaklingur með neitt
að veði í þessari keðju.
„Sýndu mér hvatana og ég skal
sýna þér útkomuna,“ var haft eftir
bandarískum fjárfesti. Hann hafði
rétt fyrir sér. Eflaust eru langflestir
í keðjunni að reyna að gera vel en
staðreyndin er sú að öruggasta
leiðin til að tryggja góða ákvörð-
unartöku er sjá til þess að þeir sem
taka ákvörðunina hafi beina hags-
muni af útkomunni.
Hið óáþreifanlega hvatakerfi á
bak við eignarhald og stjórnir fyrir-
tækja skiptir öllu máli.
Félag fær hirði
Nýtt hlutverk
Umbrotatímar eru
fram undan í Seðla
bankanum því
stefnt er að sam
einingu við FME.
Ekki þarf að velkjast í
vafa um að sameining ríkisstofnana
sem telja sig vera máttarstólpa í
samfélaginu, verður krefjandi. Af því
leiðir að ráða þarf vanan stjórnanda
sem seðlabankastjóra í stað Más
Guðmundssonar en ekki endilega
færasta greinandann. Fremur mun
reyna á mannlega hæfileika en
reiknikúnstir í starfinu. Nýtt skipurit
gerir raunar ráð fyrir því enda munu
þrír varabankastjórar heyra beint
undir hann. Bráðlega mun koma í
ljós hvort hæfisnefndin taki mið af
nýjum verkefnum seðlabankastjóra.
Kári Steinn
til 66°Norður
Kári Steinn Karls-
son, sem hefur
undanfarin tvö ár
stýrt fjármálum
hugbúnaðar
fyrirtækisins OZ,
hefur fært sig um set
og tekið við stöðu fjármálastjóra
66°Norður, eins elsta framleiðslu
fyrirtækis landsins. Kári Steinn, sem
er einna þekktastur fyrir afrek sín
í götuhlaupum, mun þannig vinna
náið með Helga Rúnari Óskarssyni
forstjóra að frekari uppbyggingu
félagsins á erlendum mörkuðum
en eins og kunnugt er lagði banda
rískur fjárfestingarsjóður félaginu
nýlega til 3,2 milljarða króna í nýtt
hlutafé og tryggði sér þannig tæp
lega helmingshlut í því.
Kíkirinn fyrir
blinda augað
Það stoðar lítið að
sveifla 200 doll
urum í eyðimörk
ef ekkert er til
sölu. Þannig má
lýsa húsnæðismark
aðnum fyrir tekjulága.
Það er verið að byggja fyrir þá sem
meira hafa á milli handanna og
tekjulágir sitja eftir með sárt ennið.
Stjórnvöld brugðu á það ráð að
styðja við bakið á tekjulágum við
húsnæðiskaup en vandinn er að
það vantar húsnæði. Af fimm þús
und íbúðum á höfuðborgarsvæð
inu eru eitt þúsund í 101 Reykjavík.
„Hvaða íbúðir á fólk að kaupa fyrir
alla þessa styrki?“ spurði Sigurður
Hannesson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins. Svarið við
þeirri spurningu veit enginn.
1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN
1
7
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
D
4
-A
2
1
8
2
2
D
4
-A
0
D
C
2
2
D
4
-9
F
A
0
2
2
D
4
-9
E
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
1
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K