Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Síða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Síða 12
12http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 aett@aett.is nældi þar með í myndir af langalangalangalangafa og ömmu þeirra. Rakið eftir búsetu. Ég er ekta Reykvíkingur, 10. ættliðurinn í Reykjavík þar sem forfeður mínir hafa raðað sér á jarðirnar: Víkurbærinn, Bygggarður, Arnarhóll, Örfirisey, Götuhús, Skildinganes, Hlíðar- hús, Breiðholt, Bústaðir, Rauðará, Laugarnes, Kleppur, Korpúlfsstaðir, Þingholtin, Vegamót.... Fyrstu forfeð- ur mínir á svæðinu komu til Reykjavíkur fyrir miðja 17. öldina. Enda elska ég Reykjavík, þar sem faðir minn leiddi mig unga og sýndi mér og sagði. Hann var hafsjór af fróðleik. Og í dag horfa barnabörnin mín út yfir sundin blá frá ströndinni við Rauðará, labba um Laugarnesið, brosa við Breiðholtinu, skreppa út í Skildinganes og þræða Þingholtin alveg eins og for- feður þeirra. Þau eiga djúpar rætur í reykvískri mold. Þau eru 12. kynslóðin í Reykjavík. Dreifing forfeðranna eftir landshlutum. Það al- skemmtilegasta sem ég hef gert í ættfræðinni var að merkja með mislitum títuprjónum inn á Íslandskort búsetu forfeðra minna í sex ættliði aftur. Það var ótrúlegt að sjá hvað fólk hreyfði sig lítið og hélt sig á sama svæði kynslóð fram af kynslóð. Ættrakning eftir störfum. Nú er liðin sú tíð þegar allar konur urðu húsmæður og allir menn bændur. En lengst af var um fátt annað að velja. Þar er því af nógu að taka fyrir flesta. Hér má sjá hjónin í Túngarði á Fellsströnd, Björg Magnúsdóttur og Magnús Jónasson breiða ull eftir þvott og í heyskap ásamt börnum sín- um Soffíu og Gesti. Að rekja sig saman við fræga. Svo er alltaf hægt að athuga ættgöfgina með því að rekja sig saman við fræga fólkið. Ég þarf t.d. að leita með logandi ljósi að prestum í ættinni minni, en þeir voru nú skrautfjaðr- ir í ættum margra ekki síst fyrr á öldum þegar ekki var svo margt í boði. En ég uppgötvaði t.d. nýlega að ég er þremenningur við Jón Engilberts listmálara, 12. Gar ar Ingvarsson, f. 1998, nemi í Reykjavík Mó ir Gar ars er: 11. Björg Jónsdóttir f. 1972, hönnu ur, Reykjavík Mó ir Bjargar er: 10. Gu finna Ragnarsdóttir f. 1943, menntaskólakennari, Reykjavík Fa ir Gu finnu var: 9. Ragnar Jónsson f. 1912 d. 1991, ba vör ur, Reykjavík Fa ir Ragnars var: 8. Jón Kristjánsson f. 1860, d. 1925 verkama ur, Vegamótum í Reykjavík Mó ir Jóns var: 7. Rannveig Eiríksdóttir f. 1827 d. 1905, húsm. Vegamótum í Reykjavík. Maki Kristján Jónsson, tómthúsma ur á Vegamótum (sí ar Laugavegur 18) Fa ir Rannveigar var: 6. Eiríkur Hjörtsson f. 1771 d. 1846, b. Kleppi, Laugarnesi en lengst af á Rau ará v. Reykjavík. Mó ir Eiríks var: 5. Rannveig Oddsdóttir f. um 1740, húsm. Brei holti og Bústö um v. Reykjavík. Maki Hjörtur Eiríksson, f. 1744 d. 1793. Mó ir Rannveigar var: 4. Oddn Erlendsdóttir f. um 1722 d. fyrir 1801, húsm. Örfirisey og Rau ará v. Reykjavík, kona Odds Hjaltalín lögsagnara f. 1722, d. 1797. Fa ir hans var Jón Hjaltalín, lögsagnari, sí asti ábúandinn á gamla Reykjavíkurbænum „Víkurbænum”. Mó ir Oddn jar var: 3. Sesselja Tómasdóttir f. 1693, húsfr. Hrólfsskála, Seltjarnarnesi v. Reykjavík, kona Erlendar Brandssonar lögréttumanns, f. um 1692. Fa ir hans var Brandur Bjarnhé insson b. á Víkurbænum, kirkjuhaldari og lögréttuma ur í Reykjavík. Brandur endurbygg i sí ustu kirkjuna vi A alstræti. Mó ir Sesselju var: 2. Gu rún Símonardóttir f. um 1657 húsfr. Arnarhóli Reykjavík, kona Tómasar Bergsteinssonar b. Arnarhóli f. um 1652. Fa ir Gu rúnar var: 1. Símon Árnason f. um 1625 b. Hlí arhúsum og Örfirisey í Reykjavík og k.h. Helga Gunnarsd. f. um 1626 12 ættli ir 370 ár í Reykjavík 12 ættli ir í Reykjavík í 370 ár

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.