Morgunblaðið - 23.01.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 23.01.2019, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Talíbanar til-kynntu ámánudag að fulltrúar þeirra hefðu fundað með erindrekum Bandaríkja- stjórnar í Katar. Slíkir fundir hafa átt sér stað af og til síð- ustu mánuði í þeirri von að hægt verði að binda enda á hin langvarandi átök í Afganistan, en sautján ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra steyptu talíbönum af stóli til þess að uppræta veru al Qaeda-samtakanna í landinu. Viðræðurnar hafa hins vegar gengið brösuglega, jafnvel þó að báðir aðilar segist sammála því að markmiðin séu annars vegar þau að Bandaríkjaher þurfi ekki lengur að vera í Afg- anistan og hins vegar að landið verði ekki bækistöð fyrir öfl sem muni valda usla í öðrum ríkjum. Saka talíbanar Banda- ríkjamenn um að taka ekki þátt í viðræðunum af fullum heil- indum, þar sem þeir hafi ein- hliða sett ný skilyrði fyrir brottför herliðs síns. Á móti verður að segja að af- ar lítið traust ríkir í garð talí- bana og það er ekki líklegt til að aukast í ljósi þess að sama dag og viðræðurnar fóru fram í Katar gerðu vígamenn þeirra mannskæða árás á bækistöð afgönsku leyniþjónustunnar nálægt höfuðborginni Kabúl. Mannfallstölurnar úr þeirri árás hafa verið margar og mis- vísandi, en ljóst er að í það minnsta tugir létust og tug- ir særðust. Það er ekki góð- ur grunnur að var- anlegum friði í Afganistan að stríðandi fylk- ingar geti ekki einu sinni kom- ið sér saman um vopnahlé svo að viðræður geti farið fram án þess að þær séu í skugga ömur- legra ofbeldisverka líkt og gerðist á mánudaginn. Þá hef- ur sú ákvörðun talíbana að neita að ræða beint við stjórn- völd í Kabúl, sem talíbanar segja vera leppstjórn Banda- ríkjanna, ekki hjálpað friðar- ferlinu. Það eru því litlar líkur á að friður komist á í Afganistan á næstunni. Og líkurnar á að talí- banar vilji gefa mikið eftir í samningaviðræðunum eru litl- ar þar sem Bandaríkjastjórn hefur sagst ætla að draga veru- lega úr herliði sínu í landinu á næstunni. Því miður er staðan þess vegna þannig að þrátt fyr- ir friðarviðræður er ófriðlegt um að litast í Afganistan. Ef samningar nást þrátt fyr- ir allt og Bandaríkjamenn hverfa frá landinu er þó alls óvíst að það boði gott fyrir íbúa þess. Þá er hætt við, hvað sem um verður samið í Katar eða annars staðar, að talíbanar seilist smám saman til aukinna valda. Enginn skyldi láta sér detta í hug að þeir telji sig bundna af lýðræðislegum leik- reglum í því sambandi. Talíbanar gera mannskæðar árásir á sama tíma og þeir ræða frið} Fylgir hugur máli? Emmanuel Mac-ron Frakk- landsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari undirrituðu í gær nýjan sáttmála, sem ætlað er að styrkja vináttutengsl ríkjanna tveggja á þeim miklu óvissutím- um sem nú eru uppi í Evrópu- sambandinu. Heita ríkin tvö í sáttmálanum að auka samvinnu á sviðum stjórnmála, efnahags- mála og varnarmála, ásamt því sem þau hétu bæði áframhald- andi stuðningi sínum við Evr- ópusambandið og samrunaferli þess. Táknræn merking sáttmálans var undirstrikuð með því að undirritunin fór fram í Aachen, fyrrum höfuðborg Karlamagn- úsar, stofnanda hins heilaga rómverska keisaradæmis, en veldi hans spannaði á hátindi sínum Frakkland og megnið af því sem í dag er Þýskaland. Táknrænir gjörningar geta þó átt til að líta fremur illa út þegar nánar er að gáð. Báðir leiðtogarnir sem þarna héldu á penna hafa laskast mikið á undan- förnum mánuðum. Þó að enn séu tvö ár í að Merkel hyggist láta af kanslara- embættinu er hún engu að síður á útleið eftir að flokkur hennar fór halloka í kosningum á síð- asta ári. Þá hafa boðaðar um- bætur Macrons í Frakklandi drukknað í hafsjó gulra vesta. Á sama tíma standa ríkin tvö frammi fyrir miklum vanda vegna útgöngu Breta úr Evr- ópusambandinu. Framtíð þess er í óvissu, ekki síst framtíð Evrusvæðisins, sem bæði ríkin tilheyra og hafa viljað þvinga öll önnur ríki sambandsins inn í. Vegna þessarar óvissu er meiri þörf nú en oft áður á að Frakkland og Þýskaland standi þétt saman eigi þeim að takast að láta áformin um æ nánari samvinnu Evrópusambandsríkj- anna verða að veruleika. En þó að vináttusáttmáli Macrons og Merkel kunni að hjálpa í þeim efnum er ekki líklegt að hann dugi til. Þó að viljinn virðist góður er óvíst að hann dugi til } Vináttan skjalfest Í tengslum við læknadaga sem nú standa yfir var haldið málþing í Hörpu undir yfirskriftinni Útrýming lifrarbólgu C: Íslenska forvarnar- verkefnið í kastljósi umheimsins. Var þar fjallað um samstarfsverkefni heilbrigðis- yfirvalda hér á landi og lyfjafyrirtækisins Gilead um átak til að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi. Verkefni sem ýtt var úr vör í október árið 2015 með það að markmiði að útrýma lifrarbólgu C hér á landi í samræmi við til- mæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sem skilgreinir lifrarbólgu C sem meiriháttar heilbrigðisvá. Heilbrigðisyfirvöld lögðu til fjármagn vegna framkvæmdarinnar, allt að 450 milljónir króna á þriggja ára tímabili, en Gilead lagði til lyf án endurgjalds til með- ferðar allra sjúkratryggðra einstaklinga sem smitaðir eru af lifrarbólgu C hér á landi. Yfirumsjón með verkefninu var á hendi sóttvarnalæknis en miðstöð þess var á Landspítala og var unnið í nánu samstarfi við sjúkrahúsið Vog. Átakið felur í sér að öllum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C hefur á verkefnistímanum verið boðin lyfjameðferð og hafa 95% þeirra þegið með- ferð auk þess sem boðið hefur verið upp á fræðslu. Á málþinginu kom fram að Ísland telst nú leiðandi meðal þjóða heims í því mikilvæga verkefni að út- rýma lifrarbólgu C. Til að styðja við og ljúka rannsóknarþætti verkefnisins, þ.e. úrvinnslu gagna og kynningu á niðurstöðunum, tók ég ákvörðun um að veita Landspítalanum sér- stakt framlag, samtals 23 milljónir króna. En mikilvægt er að draga lærdóm af verk- efninu í heild sinni, taka saman niðurstöður þess og miðla þeim til að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur gegn þessum skæða sjúkdómi. Þá er rétt að nefna að Heilbrigðis- ráðuneytið styrkir einnig forvarnarverkefnið Frú Ragnheiði sem Rauði krossinn rekur. Verkefninu er ætlað að tryggja þeim sem sprauta sig með fíkniefnum greiðari aðgang að hreinum áhöldum og draga þannig úr smiti. Þá bind ég vonir við að á þessu ári verði unnt að opna svokallað neyslurými í borginni en lagabreytingu þarf svo að það megi verða. Ég vil koma á framfæri þökkum til aðstandenda verk- efnisins og óska þeim til hamingju með þann góða ár- angur sem verkefnið hefur skilað. Árangur þeirra hefur skipað Íslandi í forystu á heimsvísu í baráttunni við þá heilbrigðisvá sem lifrarbólga C er. Svandís Svavarsdóttir Pistill Ísland í fararbroddi í baráttunni gegn lifrarbólgu C Höfundur er heilbrigðsráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samdráttur varð í framleiðsluá eldisfiski á síðasta ári.Aukning í laxi náði ekki aðvega upp mikinn samdrátt í eldi á regnbogasilungi. Segja má að þetta hafi verið millibilsár vegna breytinga því framleiðsla er að hefj- ast af krafti hjá tveimur nýjum fyrir- tækjum í sjókvíaeldi og fiskeldis- menn reikna með að framleiðslan fari úr 19 þúsund tonnum á síðasta ári í yfir 30 þúsund tonn á árinu 2019. Heildarframleiðslan dróst sam- an úr 20.776 tonnum árið 2017 í 19.077 tonn á síðasta ári, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu sem byggð er á upplýsingum frá Matvælastofn- un. Framleiðsla á laxi eykst um tæp 1.700 tonn, meðal annars vegna þess að Fiskeldi Austfjarða hóf slátrun á laxi úr kvíum í Berufirði fyrir rúmu ári og Laxar fiskeldi hófu slátrun í nóvember. Á móti kemur að lang- stærsta laxeldisfyrirtækið, Arnarlax, varð fyrir miklu tjóni í upphafi síð- asta árs þegar lax slapp úr sjókví og einnig drapst fjöldi laxa þegar fisk- urinn var fluttur í aðra kví. Einnig stöðvaði Arnarlax framleiðslu um tíma á meðan unnið var að stækkun húsnæðis og framleiðslulínu á Bíldu- dal. Aukning í kortunum „Góðu tíðindin eru þau að þrír nýir framleiðendur hafa bæst í hóp sjókvíaeldisstöðva,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Lands- sambands fiskeldisstöðva. Arctic Fish í Dýrafirði hóf slátrun í byrjun árs 2019. Spurður um áhrif vandamála við leyfisveitingar og kærumál segir Einar að það skapi óvissu, einnig hversu veiting leyfa hefur gengið hægt fyrir sig. Auk eldis á laxi í sjókvíum voru 1.660 tonn framleidd í landeldis- stöðvum. Gísli Jónsson, dýralæknir fisk- sjúkdóma hjá Mast, segir að fram- leiðslugetan í seiðaeldisstöðvunum sé flöskuháls í sjókvíaeldi. Hann telur að reikna megi með að framleiðsla á laxi verði hátt í 18 þúsund tonn á þessu ári. Enn sé hægt að auka við en það taki tíma. Fiskeldismenn eru bjartsýnni. Ef þeirra áætlanir ganga eftir verður framleiðsla á laxi úr sjókvíum og landeldisstöðvum 24-25 þúsund tonn í ár og heildar- framleiðslan yfir 30 þúsund tonn. Mikið var framleitt af regnboga- silungi í sjókvíum á árinu 2017 en þá voru nokkrar stöðvar sem veðjað höfðu á regnbogann að skipta yfir í lax. Þetta á meðal annars við um Fiskeldi Austfjarða í Berufirði og Arctic Fish í Dýrafirði. Beytingin tekur tíma. Áfram er framleiddur regn- bogasilungur hjá smærri fyrir- tækjum. Búist er við nokkurri aukn- ingu á þessu ári. Bleikjan hefur verið í hægri en öruggri aukningu í mörg ár. Svo var einnig á síðasta ári. Samherji er lang- stærsti framleiðandinn en Matorka við Grindavík bættist í hópinn með um 600 tonna framleiðslu. Öll bleikj- an er framleidd í strandeldisstöðvum og hafa Íslendingar yfirburðastöðu á mörkuðum. Búist er við áframhald- andi aukningu í bleikjuframleiðslu og hún verði þá yfir 5.000 tonnum í ár. Framleiðsla á eldis- fiski dróst saman 12 10 8 6 4 2 0 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heildarframleiðsla í fi skeldi 2009-2018 Þúsundir tonna af óslægðum fi ski Lax Bleikja Regnbogi Þorskur 13,4 Heimild: Mast Heildarframleiðsla í fiskeldi 2017-2018 2017 2018 Aukning Lax 11.265 13.448 19,4% Bleikja 4.454 4.914 10,3% Regnbogi 4.628 295 -93,6% Þorskur 29 29 0% Senegal- flúra 400 391 -2,3% Samtals 20.776 19.077 -8,2% Tonn af óslægðum fiski Heimild: Mast „Sjúkdóma- staðan er mjög sterk. Það sést best á útflutningi laxahrogna til 17 landa. Við uppfyllum all- ar kröfur og Stofnfiskur er eina kynbóta- stöðin í heiminum sem hefur leyfi til að flytja hrogn um allan heim,“ segir Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma hjá Mast. Stofnfiskur flutti út 17 þúsund lítra af hrognum, alls nærri 100 milljón hrogn, auk milljóna hrognkelsaseiða til Færeyja. Ekki hafa komið upp nýir al- varlegir sjúkdómar. Glíman við nýrnaveikina stendur þó enn yf- ir. Tvær seiðastöðvar á Vest- fjörðum hafa unnið að því að út- rýma veikinni hjá sér og segir Gísli að útlitið sé gott. Þá hafi nýrnaveiki komið upp í stöð á Norðurlandi og sé unnið að að- gerðum til að hreinsa stöðina. Arnarlax þurfti að grípa til að- gerða vegna laxalúsar sl. vor og aftur í haust. Arnarlax og fleiri fyrirtæki nota nú hrognkelsa- seiði til að vinna gegn lús. Góð sjúk- dómastaða DÝRALÆKNIR Gísli Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.