Morgunblaðið - 23.01.2019, Page 19

Morgunblaðið - 23.01.2019, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 Mér varð nokkuð hverft við þeg- ar ég sá að framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, blandaði undirrituðum inn í sérkennilega samsæriskenningu í Morgunblaðs- grein í gær. Það hefur kannski farið framhjá Brynjari að ég er sammála honum um aðalatriði málsins, sem sé um framgöngu Seðlabankans, eins og fram kom í þessu innleggi mínu í orðaskiptum um málið um síðustu helgi: „Það er hægt að rökstyðja ýmsar skoðanir á þessu máli öllu – bæði hvað varðar framgöngu Seðlabankans og RÚV. Sjálfur hef ég mjög ákveðna skoðun á framgöngu Seðlabankans – og það sætir mikilli furðu ef það hefur engar afleið- ingar innan bankans að allur málatilbúnaður hans hefur verið dæmdur á sandi byggður. Stendur ekki steinn yfir steini“. Bendir þetta til þess að ég hafi verið í samsæri með Seðlabankanum? Ég lýsti hins vegar þeirri skoðun minni, eftir faglega athugun á þeim Kastljóss- þætti sem hér um ræðir, að birting á viðtali við Elínu Björgu Ragnars- dóttur fæli ekki í sér fréttafölsun þar sem skýrt hefði verið tekið fram í inn- gangi að viðtalið hefði verið tekið áður en kunnugt var um rannsókn Seðla- bankans á Samherja. Af sjálfu leiðir að þar með gat Elín Björg aldrei verið að vísa til Samherja í viðtalinu. Menn geta svo haft hvaða skoðun sem er á þessum Kastljóssþætti að öðru leyti – ég var bara að tjá mig um þennan af- markaða þátt málsins. Ég er ekki viss um að þessi grein Brynjars þjóni þeim málstað sem hann ætlar þó að verja – og við erum reyndar sammála um. Eftir Pál Magnússon Höfundur er alþingismaður. Villigötur eða misskilningur Páll Magnússon »Ég er ekki viss um að þessi grein Brynjars þjóni þeim málstað sem hann ætlar þó að verja. Myndin heitir Garn sem undir- ritaður horfði á eitt kvöldið í sjón- varpinu, með aðdáun lengst af, svo kom asnasparkið frá konu sem hélt utan um íslenska þáttinn. Þetta sagði í upphafi: „Myndin er heimildarmynd um hóp alþjóð- legra listamanna sem hefur skap- að nýja bylgju nútímalistar þar sem þau umbreyta hefðbundnu handverki, hekli og prjónaskap. Í myndinni ferðumst við um undra- heima garnsins í ferðalagi sem hefst á Íslandi og nær yfir allan heiminn.“ Í lok myndarinnar varð málsvari Íslands sjálfri sér til skammar, fór rangt með og lét sitt eigið egó og pólitískar öfgar spilla annars ágætri mynd um sögu garnsins. Í gamla daga var sagt að verkfræðingarnir myndu pissa upp í vindinn. Í sveitinni var líka sagt að búfræðingarnir gætu ekki búið og hor- fóðruðu skepnurnar. Og nú þekkjum við eilíf asnaspörk fólks sem telur sig listamenn, eða „nútímalistamenn“, margir þeirra eru oft at- hyglissjúkir í orðum og gerðum til að ná athygli. Sem betur fer er þessi hópur fámennur. Enginn talar svona um verkfræðinga lengur og búfræðingarnir eru í fremstu röð bændanna. En asnaspörk koma enn frá at- hyglissjúkum listamönnum, oft til að vekja athygli á klessunni eða „gáfum“ sínum. En við Íslend- ingar megum búa við það að fari íslenskur öfgalistamaður á alþjóð- lega sýningu snýtir hann oft þjóð sinni með rauðu eða veifar fram- an í heiminn grárri dulu. List er skilgreind með þessum hætti: „List er það þegar sköpunargáfunni er gefinn laus taumurinn og myndir, tónverk, styttur eða aðrir hlutir eru búnir til, í þeim megintilgangi að varpa ljósi á fegurð og mikilfengleika heimsins, að sjá tilfinningar eða skilning listamannsins, eða að aðrir fái notið verksins.“ Nútímamyndlistarkonan flúði til Kúbu Myndin Garn hófst með glæsilegri kynningu á sauðkindinni og íslenskum bændum, fegurð landsins og þar sagði: „Það er ekki bara ullin. Það er sauðkindin sem hefur haldið í okkur líf- inu öldum saman. Bæði var hún náttúrlega borðuð eins og hún leggur sig og síðan ullin, sem var gríðarlega mikilvæg. Þegar ég hugsa um ull hugsa ég um ömmu mína og langömmu. Þær kenndu mér, langamma að hekla og amma prjónaði alla sokka á alla fjölskylduna. Þær kenndu mér ástina á ullinni og hannyrðum.“ Svo fór myndin á flug um víddir veraldarinnar. En í lok myndarinnar kom firran í blessaða konuna og dæmalaus fullyrðing eins og að Ís- land hefði verið tekið með hernaði og væri verr statt en „Kúba norðursins“. Hugsið ykkur talsmátann orðréttan: „Eftir andskotans kosningarnar fyrir tveimur árum síðan þegar það var bæði Ólafur Ragnar Gríms- son sem hélt áfram sem forseti, og ég er alveg brjáluð yfir, og síðan skelfilega framsóknar- martröðin var kosin yfir okkur og einhvern veg- inn þjóðin skiptist í tvennt og ég vildi bara skipta landinu líka í tvennt og fá að vera í friði fyrir þessu fólki. En það var ekki hægt og þess vegna flúði ég bara til Kúbu. Þá setti ég sem sagt upp mjög fallegt verk á Laugaveginum sem á stóð „ekki mín ríkisstjórn, ekki minn for- seti“ og ég stend við það.“ Hverlags rugl er þetta í annars ágætri mynd um garn? Allir gera sér grein fyrir að „góða fólkið“, sem vildi borga Icesave, sem vildi ekki lækka skuldir heimilanna eða taka eignir vog- unarsjóðanna, voru á móti fyrrverandi forseta og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar og Bjarna Benediktssonar. En þessir leiðtogar okkar voru lýðræðislega kosnir og unnu afrek við endurreisn Íslands. Hér var ekki framið valdarán, en það var komið í veg fyrir að við yrðum „Kúba norðursins“. Kæra myndlistarkona! Ég segi nú bara vertu sem lengst á Kúbu í friði en komirðu heim segðu okkur frá lífskjörum þar og pólitísku ástandi. Eftir Guðna Ágústsson »Hér var ekki framið valdarán, en það var komið í veg fyrir að við yrðum „Kúba norðursins“. Guðni Ágústsson Alþjóðlega myndin Garn og íslenska asnasparkið Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Lögð er áhersla á það af hálfu þeirra sem vilja að Ísland sam- þykki þriðja orkupakkann, að EES-samningurinn hafi reynst Ís- lendingum mjög vel. Jafnvel er ýj- að að því að aðild að EES hafi ver- ið forsenda mikils efnahagslegs uppgangs á árunum 1994-2002. Nú vill svo til að engin formleg, fræðileg og ítarleg athugun hefur farið fram á því hve vel EES- samningurinn hafi reynst Íslend- ingum. Margt hefur breyst á þeim tíma sem samningurinn hefur verið í gildi. Rétt er að líta til þess árangurs sem Alþjóðaviðskipta- stofnunin hefur síðan 1994 náð í viðleitni sinni til að lækka eða fella niður hindranir á viðskiptum landa í millum. Það er ljóst að EES-samning- urinn hefur haft í för með sér mikinn kostnað fyrir Ísland og mikið reglugerðafargan hefur fylgt honum, sem í mörgum tilfellum á hingað lít- ið sem ekkert erindi en getur verið skaðlegt. EES-aðild metin hlutlaust Það er full ástæða til þess að farið verði með skipulegum hætti yfir þessa sögu og reynt að komast að því með hlutlausri rannsókn hver ávinningur okkar er af þessari samningsgerð. Það nægir á hinn bóginn ekki að bregða einhvers konar Dagsbirtu á þetta mál. Það er ekki viðeigandi að fela þeim þessa at- hugun sem hafa þegar komist að þeirri niður- stöðu að samningurinn hafi reynst okkur mjög vel, svo vel að það eigi að búa honum sérstakt svigrúm með breytingu á stjórnarskrá Íslands. Hætt er við að sú ótímabæra niðurstaða leiði til þess sem við höfum hingað til nefnt fordóma og leiða af sér óhæfi til að fjalla hlut- laust um reynsluna af EES. Á þeim árum, sem samningarnir um EES voru til athugunar og um- fjöllunar á Alþingi, stóð yfir mikil vinna við að laga útgjöld íslenska ríkisins að tekjum og takast á við miklar opinberar skuldir þjóðar- innar. Það verk hvíldi á herðum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og tókst vel, svo vel að upp úr 1995 fór í hönd hagvaxtartímabil sem stóð í tæpan áratug (þótt skammærrar kreppu gætti 2001-2002). Var tímabilið notað til að greiða niður opinberar skuldir Íslendinga, lækka skatta fyrirtækja – en við það jukust skatttekjur ríkisins – og lækka síðan skatta einstaklinga. Þáverandi samstarfmenn Sjálfstæðisflokksins minnast ekki þessa tíma með því stolti sem þeim ber. Alþýðuflokkurinn átti mikilvægan þátt í að laga útgjöld ríkisins að tekjum og taka til í rík- isfjármálum. Þeir hafa þvert á móti aðhyllst þá ranghugmynd að árangurinn hafi komið að utan og verið EES-samningnum að þakka. Þessar ranghugmyndir eru þeim mun annarlegri, sem Alþýðuflokkurinn fór út af sporinu í lok sam- starfsins, taldi EES-samninginn ófullnægjandi og hvatti til aðildar að ESB. Fyrir það frum- hlaup refsaði þjóðin flokknum í kosningum 1995. Ásælinn samningur og framsækinn Þegar aðildin að EES var rædd og undirbúin var flestum ljóst að framsal valds til evrópskra stofnana skapaði vandamál varðandi stjórnar- skrá Íslands. Á þeim tíma var talið að framsalið væri á takmörkuðu sviði og því hægt að telja það standast ákvæði stjórnarskrárinnar. Nú hefur þetta framsal aukist. Er það meginástæða þess að ákveðin öfl leitast nú við af fremsta megni að breyta stjórnarskránni á þann veg að hún heimili framsal. Aðrir vilja huga að því hvort rétt sé að styrkja stjórnvöld í þeirri viðleitni að athuga gaumgæfilega og með gagnrýnum hætti innleið- ingu reglugerða ESB og beita neitun ef mál ganga gegn hagsmunum Íslands. Enn öðrum finnst kominn tími til að hefja umræður um að endurskoða aðild að EES. Hugarfarsbreytingin er hafin Það er hins vegar fleira en lög og jafnvel stjórnarskrá, sem þarf að breyta til þess að hægt verði að laga Íslendinga betur að draumórum um Evrópustórríkið og flytja með þægilegum hætti fullveldi þjóðarinnar enn frekar til æðri staða. Það þarf hugarfarsbreytingu. Og hún er hafin. Hún felst í því að hætta að taka til í eigin ranni og bíða þess að aðrir geri það. Í stað þess að aðhafast er beðið. Sá ágæti lögfræðingur, Hilmar Gunnlaugsson, sem ég vitnaði til í fyrri grein, telur að það sé hægt að horfa með von- araugum fram til fjórða orkupakka ESB. Þar verði hugsanlega að finna lausn á orkumálum ís- lenskra garðyrkjubænda. Hvers vegna ættum við að hafa áhyggjur af slíkum málum ef úrlausn- ar er að vænta frá ESB? Lögfræðingurinn er sestur í biðstofuna. Hinn beini og breiði vegur Sjálfsagt tekur það mannsaldur að breyta hugarfari heillar þjóðar. Á hundrað ára afmæli fullveldis Íslands er ljóst að hugsjónin um full- veldi þjóðarinnar gæti verið að breytast í það ósjálfstæði og framtaksleysi að bíða eftir hjálp- ræðinu frá Evrópusambandinu. Höfum við van- ist þeirri afstöðu að samþykkja athugasemda- laust tilskipanir ESB uns við erum vaxin saman við þær? Þegar ráðherra og varaformaður Sjálf- stæðisflokksins fullyrðir (í Mbl. 18. september sl.) að ekki verði séð að innleiðing þriðja orku- pakkans feli í sér meiri háttar frávik frá fyrri stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki, og ekki sé ljóst hvert það myndi leiða yrði honum hafn- að, vaknar áleitin spurning. Erum við að troða farveg sem víkkar og þjappast með hverju minniháttar fráviki uns summa frávikanna verð- ur hinn breiði og beini vegur íslensks uppburð- arleysis í stjórnmálum og umkomuleysis í full- veldismálum? Eftir Tómas I. Olrich Tómas Ingi Olrich » Á hundrað ára afmæli full- veldis Íslands er ljóst að hugsjónin um fullveldi þjóðar- innar gæti verið að breytast í það ósjálfstæði og framtaks- leysi að bíða eftir hjálpræðinu frá Evrópusambandinu. Höf- um við vanist þeirri afstöðu að samþykkja athugasemdalaust tilskipanir ESB uns við erum vaxin saman við þær? Hinn beini og breiði vegur umkomuleysisins Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Vetrarfæri Gaman er fyrir ungviðið að fá að ferðast milli staða á sleða þegar snjórinn ríkir. Hari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.