Morgunblaðið - 23.01.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 23.01.2019, Síða 30
Samband Emma Stone og Olivia Colman í bresku myndinni The Favourite í leikstjórn Yorgos Lanthimos. Kvikmyndirnar The Favourite og Roma hlutu flestar tilnefningar, eða tíu hvor, þegar tilkynnt var í gær hvaða kvikmyndir væru til- nefndar til Óskarsverðlaunanna í ár. Fast á hæla þeirra komu myndirnar A Star is Born og Vice með átta tilnefningar hvor mynd. Black Panther hlaut sjö tilnefn- ingar, BlacKkKlansman með sex og Bohemian Rhapsody og Green Book voru hvor um sig með fimm tilnefningar. Allar framangreindar myndir eru tilnefndar sem besta mynd ársins. Fyrir leikstjórn eru tilnefndir, í stafrófsröð myndanna, Spike Lee fyrir BlacKkKlansman, Paweł Pawlikowski fyrir Cold War (upp- runalegur titill er Zimna wojna), Yorgos Lanthimos fyrir The Favo- urite, Alfonso Cuarón fyrir Roma og Adam McKay fyrir Vice. Bæði pólska myndin Cold War og mexí- kóska myndin Roma eru til- nefndar sem besta erlenda kvik- mynd ársins ásamt Capernaum frá Líbanon, Never Look Away (Werk ohne Autor) frá Þýskalandi og Shoplifters (Manbiki kazoku) frá Japan. Fyrir bestan leik í aðalhlutverki eru tilnefndar leikkonurnar Ya- litza Aparicio í Roma, Glenn Close í The Wife, Olivia Colman í The Favourite, Lady Gaga í A Star is Born og Melissa McCarthy í Can You Ever Forgive Me? og leik- ararnir Christian Bale í Vice, Bradley Cooper í A Star is Born, Willem Dafoe í At Eternity’s Gate, Rami Malek í Bohemian Rhapsody og Viggo Mortensen í Green Book. Fyrir bestan leik í auka- hlutverki eru tilnefndar Amy Adams í Vice, Marina de Tavira í Roma, Regina King í If Beale Street Could Talk, Emma Stone og Rachel Weisz í The Favourite og leikararnir Mahershala Ali í Green Book, Adam Driver í BlacKkKlansman, Sam Elliott í A Star is Born, Richard E. Grant í Can You Ever Forgive Me? og Sam Rockwell í Vice. Fyrir besta frumsamda handrit ársins eru tilnefnd Deborah Davis og Tony McNamara fyrir The Favourite, Paul Schrader fyrir First Reformed, Nick Vallelonga, Brian Currie og Peter Farrelly fyrir Green Book, Alfonso Cuarón fyrir Roma og Adam McKay fyrir Vice. Fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu efni eru tilnefnd Joel Coen og Ethan Coen fyrir The Ballad of Buster Scruggs, Charlie Wachtel, David Rabinowitz. Kevin Willmott og Spike Lee fyrir BlacKkKlansman, Nicole Holofce- ner og Jeff Whitty fyrir Can You Ever Forgive Me?, Barry Jenkins fyrir If Beale Street Could Talk og Eric Roth and Bradley Cooper og Will Fetters fyrir A Star is Born. Fyrir kvikmyndatöku eru til- nefndir Lukasz Zal fyrir Cold War, Robbie Ryan fyrir The Favourite, Caleb Deschanel fyrir Never Look Away, Alfonso Cuar- ón fyrir Roma og Matthew Libati- que fyrir A Star is Born. Í flokki teiknimynda í fullri lengd eru tilnefndar Incredibles 2, Isle of Dogs, Mirai, Ralph Breaks the Internet og Spider-Man: Into the Spider-Verse. Óskarsverðlaunin verða afhent í 91. sinn við hátíðlega athöfn í Dolby-leikhúsinu í Los Angeles 24. febrúar. The Favourite og Roma með 10 hvor  Tilnefningar til Óskarsins kynntar Hugsi Yalitza Aparicio er tilnefnd fyrir leik sinn í mexí- kósku myndinni Roma í leikstjórn Alfonso Cuarón. 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Valdís Óskarsdóttir, einn þekktasti og farsælasti kvikmyndaklippari landsins, var ein þeirra sem hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálka- orðu á nýársdag og ein þriggja lista- manna en hinir voru Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórhallur Sigurðs- son, Laddi. „Þegar ég kom á Bessa- staði var Laddi fyrsti maðurinn sem ég kom auga á og svo Páll Óskar sem var við hliðina á honum og ég varð svo óheyrilega glöð að sjá þá tvo í hópnum, heiður minn jókst um helming,“ segir Valdís þegar hún er spurð að því hvort það hafi ekki ylj- að henni um hjartarætur að hljóta fálkaorðuna með þessum þjóðþekktu og dáðu listamönnum. Valdís segist ekki síður hafa verið ánægð með að Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar- lögmaður skyldi hljóta orðuna fyrir framlag sitt til mannréttindamála og réttindabaráttu. En hvernig leið henni þegar hringt var í hana og henni tilkynnt um að hún hlyti orð- una? „Það kom mér bara mjög á óvart, ég verð að segja það eins og er,“ svarar hún. – Þetta er auðvitað allt öðruvísi en að fá virt kvikmyndaverðlaun, ekki satt? „Já, mér fannst það af því verð- laun eru svo mismunandi. Þú getur fengið Eddu og Robert og guð má vita hvað, BAFTA, Óskar og svo framvegis en mér fannst fálkaorðan vera pínulítið eins og BAFTA númer 2. Nema hvað að BAFTA fæ ég fyrir Eternal Sunshine of the Spotless Mind en fálkaorðan veitir mér við- urkenningu fyrir allar mínar myndir og allt mitt starf. Hún er því eigin- lega stærri og meiri.“ Veislan vendipunktur Og allt hennar starf er ekkert smáræði, eins og sjá má m.a. á vefnum Internet Movie Database. Þar eru klippiverkefni Valdísar sögð 53 talsins, þ.e. 53 kvikmyndir og hún hefur komið að 13 myndum að auki sem ráðgjafi, umsjónar- maður eða aðstoðarmaður klippara. Þá hefur hún leikstýrt og skrifað handrit tveggja íslenskra kvik- mynda, Kóngavegar og Sveitabrúð- kaups, komið að framleiðslu einnar kvikmyndar, A Beautiful Now og klippt hljóð í annarri, Stellu í orlofi. Ferillinn er bæði langur og glæsi- legur og að öðrum kvikmyndum ólöstuðum eru fyrrnefnd Eternal Sunshine of the Spotless Mind og hin danska Festen líklega þær þekktustu sem Valdís hefur klippt. Fyrir Eternal Sunshine hlaut Valdís hin eftirsóttu og ensku BAFTA-verðlaun árið 2005 fyrir bestu klippingu. Blaðamaður spyr hvort sú kvikmynd hafi reynst vendipunktur í hennar ferli og segir hún Festen, Veisluna, frá árinu 1998, miklu heldur hafa verið það. Enda vakti sú kvikmynd leikstjór- ans Thomas Vinterberg gríðarlega athygli víða um heim og hlaut fjölda verðlauna, m.a. sjö Robert-verðlaun í heimalandinu og þeirra á meðal fyrir bestu klippingu. Leyfi til að gera hvað sem er Veislan var gerð eftir tíu reglum Dogma-sáttmálans sem Lars von Trier samdi ásamt Vinterberg og kvað m.a. á um að tökur kvikmynd- ar yrðu að fara fram á tökustað en ekki í stúdíói, að ekki mætti nota aðra leikmuni eða leikmynd en sem fyrir voru á tökustað, að ekki mætti nota annað hljóð en það sem tekið var upp samtímis myndatöku og að halda yrði á upptökuvélinni. Valdís er spurð að því hvort hún hafi gert sér grein fyrir því þegar hún var að klippa Veisluna að hún yrði merkileg kvikmynd og segist hún ekki hafa gert það. „Ég gerði það ekki. Þegar Thomas bað mig um að klippa Festen var ég að vinna í Prag og hafði ekki heyrt neitt um Dogma-fyrirbærið. Sagði bara já af því ég vildi vinna með honum aftur. Verkefnið í Prag var algert niðurrifsverkefni svo þegar ég mætti í klippiherbergið var álit mitt á sjálfri mér sem klippara í al- geru núlli og það tók mig vikur að lappa upp á sjálfstraustið. Ég las yfir Dogma reglurnar og gerði mér grein fyrir því að enginn vissi hvernig Dogma-mynd ætti að líta út og þar af leiðandi vissi enginn hvernig ætti eða mætti klippa Dogma-mynd og ég hugsaði með mér: Flott, þá má ég gera hvað sem er og það gerði ég. Forðaðist allt sem tilheyrði einhverjum venjum í klippingu og fyrsta hugsunin þegar ég byrjaði á senu var alltaf hvað ég gæti gert öðruvísi, hvernig myndi ég venjulega byrja senuna og svo gerði ég allt þveröfugt við það sem ég hafði áður gert,“ segir Valdís. Hún hafi getað gert það sem henni sýndist sem hafi bæði verið skemmtilegt og erfitt en um leið krefjandi og skapandi. Valdís segir að framleiðendur og sölufulltrúar hafi ekki haft mikla trú á myndinni eftir að hafa horft á fyrsta klipp, talið að enginn myndi vilja sjá hana. „En ég hafði alltaf trú á því að þarna væri góð mynd en mér datt aldrei í hug að hún myndi vekja svona mikla athygli. Það var fyrst þegar ég fór í verk- efni í Bandaríkjunum og hitti fólk sem sagði já vá, við sáum Festen, brjálæðisleg mynd. Þá gerði ég mér grein fyrir hvað hún hafði farið víða og haft mikil áhrif.“ Ekki svo langur tími Valdís er spurð að því hvaða kvikmyndir séu henni eftirminnileg- astar af þeim sem hún hefur klippt og segir hún að það séu Festen, Julien Donkey-Boy eftir Harmony Korine, Eternal Sunshine of the Spotless Mind, XL eftir Martein Þórsson og Bolden, bandarísk mynd um Buddy Bolden, upphafs- mann djasssveiflunnar í New Or- leans. „Allar þessar myndir kröfð- ust þess að ég hugsaði út fyrir boxið og ég lærði að það er ekkert sem setur mér takmörk í klippingu nema mitt eigið ímyndunarafl og þar fyrir utan að hafa óendanlega þolinmæði og klippa senur saman og sundur og saman aftur og aftur og aftur.“ Valdís segist kunna vel við sig í klippiherberginu. Þar sé rólegt og afslappað en stundum svolítið ein- manalegt og þess vegna sé nauð- synlegt að hafa góða aðstoðarklipp- ara sem hægt sé að tala við þegar allt gengur á afturfótunum og ekk- ert virkar því ekki tuðar klippari við leikstjórann. „Ég var svo heppin að fá Sigga Eyþórs sem aðstoðarklippara í Kóngavegi árið 2010 og hann hélt áfram að vinna með mér sem að- stoðarklippari í nokkur ár,“ segir Valdís. „Siggi klippti alltaf senur í myndunum sem við klipptum og ár- ið 2013, þegar við unnum í Lost River sem Ryan Gosling leikstýrði, var Siggi meðklippari.“ Síðan þá hafa þau Sigurður, eða Siggi, verið teymi og m.a. klippt saman sjónvarpsþættina Fanga. Hætti að fara í bíó – Kannski er þetta vonlaus spurning að svara en hvað einkenn- ir góða klippingu, að þínu mati? Valdís hlær og hugsar sig um í smástund, segir svo: „Ég myndi halda að góð klipping væri klipping sem heldur áhorfendum rígföstum alla myndina frá upphafi til enda.“ – Maður á náttúrlega ekki að taka eftir klippingunni, nema mað- ur sé klippari því þá ertu alltaf að fylgjast með henni? „Já, þess vegna hætti ég að fara í bíó, það þýddi ekkert fyrir mig því Góð klipping heldur fólki rígföstu  Valdís Óskarsdóttir klippari hefur hlotið fjölda verðlauna, m.a. BAFTA og nú síðast fálkaorðuna  „Það eru fleiri en ég sem segja að kvikmynd verði til í klippiherberginu,“ segir Valdís Morgunblaðið/Hari Í vinnunni Valdís í klippiherberginu úti á Granda. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir list sína, m.a. BAFTA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.