Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Síða 8
Fyrir nokkrum dögum kynntiríkisstjórnin vefinn Tekjusag-an.is, sem er ítarlegasta og að-
gengilegasta lífskjaragreining sem
gerð hefur verið hér á landi og þó
víðar væri leitað.
Ýmsu er haldið fram í umræðum
um lífskjör tiltekinna hópa. Þá er of
oft einblínt á afmarkaða þætti frem-
ur en heildarmyndina. Ráðstöfunar-
tekjur eru fremur flókið samspil
skatta, tekna, lífeyrisgreiðslna og
bóta. Tekjusagan.is gerir það auð-
veldara en nokkru sinni áður að
skoða niðurstöðu þessa samspils eft-
ir aldri, tekjum, búsetu og fleiri þátt-
um og gefur því skýrari og aðgengi-
legri heildarmynd en áður hefur
legið fyrir. Byggt er á gögnum úr
skattframtölum allra framteljenda
allt frá árinu 1991.
Verkefnið
Nú skulum við nota þetta nýja tæki
til að skoða hvernig viðkvæmum
hópum samfélagsins hefur reitt af
undanfarin ár í samanburði við aðra.
Þá liggur beint við að skoða tekju-
lága meðal yngra fólks og eldra fólks
og bera saman við annars vegar há-
tekjufólk á sama aldri og hins vegar
samfélagið allt.
Framteljendum er skipt í tíu jafn-
stóra hópa eftir tekjum. Við skulum
skoða hópa 2 og 9 , þ.e.a.s. hópana
með næstlægstar og næsthæstar
tekjur, til að taka út fyrir sviga
jaðartilvik sem eru líkleg til að
skekkja hópa 1 og
10. Af þeim aldurs-
hópum sem boðið er
upp á veljum við 25-
34 ára og eldri en 66
ára. Árleg breyting
ráðstöfunartekna er
reiknuð fyrir þrjú
sjálfgefin tímabil:
1991-2007, 2007-
2012 og 2012-2017.
Tölur eru á föstu
verðlagi þannig að
hækkun ráðstöf-
unartekna er umfram verðlag, sem
er þýðingarmikið að hafa í huga.
Ungt fólk: jöfnuður eykst
Hjá unga fólkinu er staðan sú að
tekjuhópur 2 hefur notið hlutfalls-
lega meiri kjarabóta en tekjuhópur 9
á undanförnum árum, þ.e. frá 2012-
2017. Ráðstöfunartekjur hóps 2
hækkuðu þannig að meðaltali um
3,72% á ári á þessum tíma en hóps 9
um 2,44%. Tekið skal fram að sama
mynd kemur upp þegar við skoðum
hópa 1 og 10 og þar nýtur hópur 1
reyndar ennþá meiri kjarabóta eða
4,37% á ári.
Öll þekkjum við frasann um að
hinir ríku verði ríkari og hinir fá-
tæku fátækari. Hann á svo sannar-
lega ekki við hér. Tekjulágir hafa
ekki bara notið kjarabóta heldur
meiri kjarabóta en tekjuháir. Bilið á
milli hópanna er að minnka og jöfn-
uður að aukast.
Það er athyglisvert að þessu var
öfugt farið á árunum 1991-2007. Þá
dró í sundur með hópum 2 og 9 og
líka hópum 1 og 10. Hinir ríku urðu
ríkari og hinir fátæku urðu vissulega
líka aðeins ríkari en ekki hlutfalls-
lega ríkari.
Tekið skal fram að við erum að
skoða fólk sem er í hjónabandi eða
sambúð, á 1-2 börn, hefur engar
fjármagnstekjur og er fasteignaeig-
endur. Ef við setjum nú hóp 2 út á
leigumarkaðinn kemur í ljós að hag-
ur hans vænkaðist ennþá meira eða
um 5,89% á ári.
Hópur 2 kemur líka ágætlega út í
samanburði við samfélagið í heild,
með örlítið meiri hækkun ráðstöf-
unartekna á tímabilinu. (Saman-
burðarhópurinn er allir tekjuhópar á
aldrinum 25-64 ára, sem er víðasta
aldursbilið sem boðið er upp á.)
Eldra fólk: meiri hækkun
Meðal 66 ára og eldri naut tekjuhóp-
ur 9 meiri kjarabóta en hópur 2, eða
6,28% á móti 5,78% á
tímabilinu (2012-
2017). Sú staðreynd
bliknar þó í saman-
burði við það hve báð-
ar tölurnar eru háar.
Svo háar að þær kalla
á nánari samanburð
eldra fólks við aðra.
Ráðstöfunartekjur
66 ára og eldri (hjón
eða sambúðarfólk,
fasteignaeigendur, án
fjármagnstekna)
hækkuðu um að meðaltali 6,14% á
tímabilinu. Sama tala fyrir fólk á
aldrinum 25-34 ára með 1-2 börn er
2,73%, hjá 35-49 ára (1-2 börn) er
hún 2,92% og hjá 50-65 ára (engin
börn) er hún 4,22%.
Niðurstaðan er afgerandi. Kjör
eldra fólks hafa á undanförnum ár-
um almennt batnað töluvert meira
en annarra. Þau hafa líka batnað
töluvert meira en þau gerðu á ár-
unum 1991-2007 þegar árleg hækk-
un var að meðaltali 2,01% saman-
borið við 6,14% nú.
Margt fleira er að finna á Tekju-
sögunni. Til að mynda er sérlega
áhugavert að skoða tölur um hreyf-
anleika fólks á milli tekjuhópa, sem
er töluvert mikill í okkar opna og lítt
stéttaskipta samfélagi. Það endur-
speglar að Ísland er land tækifær-
anna þar sem tækifæri fólks til að
bæta sinn hag eru meiri en víðast
þekkist.
Vefurinn er frábært framtak og
gefur góðan grundvöll undir umræð-
ur um lífskjarabreytingar lands-
manna og hvernig okkur miðar við
að ná markmiðum okkar.
Nokkrar góðar tekjusögur
’Öll þekkjum viðfrasann um aðhinir ríku verði ríkariog hinir fátæku fátæk-
ari. Hann á svo sann-
arlega ekki við hér.
Tekjulágir hafa ekki
bara notið kjarabóta
heldur meiri kjara-
bóta en tekjuháir.
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
Morgunblaðið/Eggert
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019
VETTVANGUR
Rithöfundurinn Birna Anna
Björnsdóttir tísti um aðfarir sjálf-
leiðréttingar-
forritsins að skila-
boðum manns:
„Kæra auto-
correct, viltu vin-
samlega hætta að
breyta loksins í kókaín. Fyrir hönd
þeirra sem nota orðið loksins
mikið.“
Kollegi Birnu Önnu, rithöfund-
urinn og bókavörðurinn Kamilla
Einarsdóttir,
tísti: „Ég missti
röddina, þar af
leiðandi er ég
núna að sjálfsögðu
alveg heltekin af
löngun í að banka
upp á hjá einhverjum og flytja þeim
45 mín. sonnettu um sannar tilfinn-
ingar mínar í þeirra garð, reykja
svo 3 pakka af camel filterlausum
og fara svo í deathmetal karíókí.“
Saga Garð-
arsdóttir leik-
kona tísti: „Það
eina sem ég vil er
viðurkenning frá
dagmömmum
barnsins míns. Mun ég aldrei hætta
að dá og dýrka kennara og læri-
mæður? Eru þessar tilfinningar til
prófs? Ég staldra alltaf við á leiðinni
út og horfi á þær og bíð eftir að
þær segi: „Svo ert þú náttúrlega
uppáhaldsmamman okkar. Alveg
ofboðslega flott alveg.““
Stefán Pálsson sagnfræðingur
tísti í tilefni mál-
verkamálsins í
Seðlabankanum:
„Fólkið sem segir:
af hverju að setja
listaverk oní
geymslu, ætti það
ekki frekar heima á safni? … hefur
augljóslega aldrei séð geymslurnar
á listasöfnum.“
AF NETINU
Saffrox |
Bætiefni sem hefur mikil áhrif á geðslag án
aukaverkana eins og
þyngdaraukningar og
kyndeyfðar
Útsölustaðir: Flest apótek.
Saffrox er 100% náttúrulegt og klínískar
rannsóknir sýna að það hefur góð áhrif
á andlega líðan og léttir lund.
Andleg vellíðan á náttúrulegan hátt
n Vinnur gegn geðsveiflum
og depurð
n Jákvæð áhrif á kynlífslöngun
n Vinnur gegn andlegri streitu
n Stuðlar að betri svefngæðum
Landslag kr. 5.400
Snúrusnilld kr. 2.000 Hreðkuskálar kr. 2.900-13.500
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17