Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Side 10
VETTVANGUR
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019
Kristinn
Magnússon
Máltækið „When the goinggets tough, the tough getgoing“ hefur maður heyrt
oft á lífsleiðinni. Nýjar rannsóknir á
þrautseigju sýna að það geti verið
nokkuð rétt.
Hugtakið þrautseigja (e. grit) virð-
ist eiga rætur sínar í kenningum Ar-
istótelesar (384 f.Kr.-322 f.Kr.), nem-
anda Platóns og kennara Alexanders
mikla. Aristóteles taldi að ein-
staklingar sem hefðu góða sjálfs-
stjórn og ástunduðu góðar venjur
væru líklegri til að ná árangri og lifa
góðu lífi.
Varðandi vísindi þrautseigju mætti
líta á rannsóknir Francis Galton
(1892) um sjálfsafneitun og vandlæti
sem mikilvægan áfanga. Galton, sem
var systkinabarn við Charles Darwin,
vildi vita hvaða þættir gerðu það að
verkum að einstaklingar næðu ár-
angri. Rannsóknir hans voru fyrst og
fremst á greindarvísitölu (IQ) og
hvernig hægt sé að mæla hana á
áreiðanlegan hátt. Hins vegar vantaði
kubb í púsluspilið varðandi það
hvernig megi ná framúrskarandi ár-
angri.
Bandaríski heimspekingurinn og
sálfræðingurinn William James
(1842-1910) sem hefur oft verið kall-
aður faðir bandarískrar sálfræði hélt
fram því sjónarmiði að hæfileiki ein-
staklings tengdist fleiri hlutum en
greindarvísitölu. Af hverju nota
menn aðeins brot af sínum andlegu
hæfileikum og hvers vegna ná sumir
einstaklingar árangri en ekki aðrir
sem eru með sömu greindarvísitölu.
Galton og James, auk nokkurra ann-
arra samtíma vísindamanna, komust
að því að hæfni og há greindarvísitala
er ekki nóg. Þú þarft þrautseigju,
ástríðu og vinnusemi. Samkvæmt
kenningum James er sjálfsstjórnun á
athygli/einbeitingu, tilfinningum og
hegðun, lykilatriði í bæði þrautseigju
og hugarfari. Rannsóknir á þessum
þáttum í dag snúast enn um sömu
grundvallarspurningarnar: sem sagt
hvað veldur því að fólk öðlast vel-
gengni í leik og starfi?
100 árum seinna, eða árið 2009,
kom prófessorinn Angela Duckworth
fram með hugtakið þrautseigju. Bók
hennar „Grit“ hefur selst gríðarlega
vel beggja vegna Atlantshafsins.
Hugtakið hjá henni nær yfir þraut-
seigju og dugnað yfir lengri tíma. Það
að setja sér bæði langtíma- og
skammtímamarkmið. Og ekki gefast
upp þó að á móti blási. Duckworth
hefur sagt að þrautseigja tengist að
sjálfsögðu innri áhugahvöt en lang-
tímavinna að markmiði sé mikilvæg-
ari. Þar kemur að sjálfsögðu ástríða
sterkt inn þar sem hún hefur áhrif á
stefnu okkar í lífinu. Hvaða viðfangs-
efni viljum við takast á við og nota
okkar krafta og vilja til að bæta.
Rannsóknir Angelu Duckworth hafa
sýnt fram á mikilvægi þrautseigju
fyrir bæði árangur í leik og starfi.
Þegar hún var spurð hvort og hvernig
hægt væri að þjálfa þrautseigju þá
benti hún á prófessor Carol Dweck
við Standford University og rann-
sóknir hennar á hugarfari (e. mind-
set). Gróskuhugarfar er sennilega
mikilvægur þáttur fyrir þrautseigju.
Í okkar eigin frumrannsókn finn-
um við sterk tengsl milli þrautseigju
og gróskuhugarfars. Tengslin eru
sérlega sterk hjá stúlkum. Sem þýðir
að stúlkur með sterkt gróskuhugar-
far eru með meiri þrautseigju.
Eflum þrautseigjuna í okkur.
Þrautseigja – lykill að
velgengni í leik og starfi
Vísindi og
samfélag
Hermundur
Sigmundsson
hermundurs@ru.is
’Hugtakið þrautseigja(e. grit) virðist eigarætur sínar í kenningumAristótelesar (384 f.Kr-322
f.Kr.), nemanda Platóns og
kennara Alexanders mikla.
Thinkstock
Reyktur lax
í brunchinn
Söluaðilar:
Hagkaup, Iceland verslanir,
Melabúðin, Kjörbúðir, Krambúðir,
Nettó verslanir um allt land og Pure
Food Hall í flugstöðinni Keflavík.
Með því að velja
hráefnið af kostgæfni,
nota engin aukaefni og
hafa verkhefðir fyrri tíma
í hávegum, framleiðum við
heilnæmar og bragðgóðar
sjávarafurðir.
Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is
HVOLFARARKARA
Handhægir ryðfríir karahvolfarar
í ýmsum gerðum.
Tjakkur vökvadrifinn með
lyftigetu frá 900 kg.
Halli að 110 gráðum.
Vinsælt verkfæri í
matvælavinnslum
fiski – kjöti – grænmeti