Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Page 16
F lestir hugsa ekki mikið um klukkuna, að minnsta kosti ekki sem breytilega tölu heldur fremur fasta. Hún er þó ekki fasti heldur er ákveðin af mönnum og er tímareikn- ingur á Íslandi nú í samráðsgátt hjá forsætisráðuneytinu þar sem allir geta sagt skoðun sína. Starfshópur heilbrigðisráðherra mælir með því að klukkunni verði seinkað, hún leið- rétt til samræmis við gang sólar. Sér- fræðingar hafa sagt sína skoðun með sannfærandi rökum en hér verða sagan og ýmis sjónarmið sem hafa komið fram skoðuð. Þann 7. apríl árið 1968 var sumar- tími gerður að staðaltíma á Íslandi þegar klukkan var færð fram um eina klukkustund. Klukkur á Íslandi hafa síðan verið stilltar eftir miðtíma Greenwich árið um kring. Þetta var breyting frá því sem var ákveðið árið 1907 þear sett voru lög um sam- ræmdan tíma á Íslandi og klukkur fylgdu tíma sem var einni klukku- stund á eftir Greenwich-tíma. Áður var klukkan ekki sú sama á Akureyri og í Reykjavík. Sumartími meirihluta ársins Sumartíminn var upphaflega neyðar- ráðstöfun sem gripið var til í heims- styrjöldinni fyrri. Með því að flýta klukkunni fékkst betra samræmi milli vinnustunda og birtustunda og sparaðist þannig dýrmætt eldsneyti. Sumartími á Íslandi var innleiddur með lögum 1917 og var heimild þessi notuð árin 1917-18 „sökum óvenju- lega hás verðs á ljósmeti“ eins og sagði í athugasemdum ríkisstjórnar- innar við frumvarpið, og svo aftur óslitið frá 1939. Framkvæmdin var með ýmsu móti fram til ársins 1947 að ákveðið var með reglugerð að flýta klukkunni um eina klukkustund fyrsta sunnudag í apríl en seinka henni aftur fyrsta sunnudag í vetri. Sumartíminn gilti því meirihluta ársins, eða 203-210 daga á ári. „Ég held að fáar breytingar, sem hægt er að framkvæma með einu pennastriki, verði jafn vinsælar og að taka upp flýtta klukku allt árið,“ sagði dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarn- fræðingur í viðtali við Vísi um breyt- ingu á tímareikningi á Íslandi árið 1968. Hann átti ásamt dr. Trausta Einarssyni prófessor frumkvæðið að breytingum á lögum um tímareikning á Íslandi. Nú er spurning hvort annað pennastrik sem mögulega verður párað á næstunni verði jafn vinsælt. Þorsteinn sagði í þessu sama við- tali að helsti gallinn við breytinguna væri að morgnarnir í skammdeginu yrðu dimmari, sem myndi snerta sér- staklega þá sem fara snemma í vinnu og skólabörn. Hann segir að flestir virðist telja að aukin birta eftir há- degi geri meira en að vega á móti þessum ókosti. Flýtt klukka þýði að þessi börn fari heim í meiri birtu en ef vetrartíminn gilti fyrir allt árið. Þetta er eitthvað sem er mörgum ofarlega í huga núna við tilhugsunina um seink- aða klukku. Þakklát fyrir síðdegisbirtuna Á ensku kallast sumartími „daylight savings time“ sem er mun meira lýs- andi en að tala um að flýta klukkunni eða aðeins um sumartíma. Þetta orðalag þýðir að verið er að spara eina birtuklukkustund um morgun og hún flutt seinnipartinn til að hægt sé að njóta hennar þá. Steinunn Þórðardóttir læknir er þakklát fyrir síðdegisbirtuna. „Eftir að hafa búið í Svíþjóð í mörg ár þar sem birtir fyrr en hér á morgnana í skammdeginu en dimmir hins vegar mjög snemma seinnipartinn þá vel ég frekar íslensku klukkuna eins og hún er núna,“ segir Steinunn sem veit að það eru ekki allir sammála henni en eftir að hafa prófað hvort tveggja er hún á þessari skoðun. „Það munar al- veg rosalega um þessa birtu seinni- partinn fyrir geðheilsuna í svartasta skammdeginu,“ segir Steinunn, sem bjó í Stokkhólmi í sex ár. „Ég fann meira fyrir skammdeginu í Svíþjóð en hér og fann mun á mér til hins verra. Þetta myrkur dregur mann svo niður. Mér fannst gott að koma heim í frí um hávetur,“ segir hún og þó að Stokkhólmur sé sunnar og það birti fyrr hafi hún fengið meira út úr því að vera hér. „Þetta er mjög ákveðin upplifun.“ Steinunn á þrjú börn og finnst mikilvægt að börnin geti leikið sér í birtu seinnipartinn eftir skóla. ,,Það er líka betra að þau séu að labba í birtu í frístundir,“ segir hún. Fór ekki fyrr að sofa í Svíþjóð „Ég bjó í blokk í Svíþjóð þar sem flestir aðrir íbúar voru Svíar en það voru líka nokkrar aðrar íslenskar fjöl- skyldur þarna. Alltaf voru það ís- lensku fjölskyldurnar sem voru vak- andi til miðnættis,“ segir Steinunn, sem sá ljósin í gluggunum hjá löndum sínum. „Við fórum ekki fyrr að sofa í Svíþjóð en á Íslandi og það sama á við um flesta Íslendinga sem við þekkjum.“ Steinunn segist vera manneskja sem sé alveg til í breytingar svona al- mennt en henni hrjósi hugur við til- hugsuninni um að klukkunni verði seinkað hér. „Það er vont að fá aldrei tíma fyrir sjálfan sig í birtu.“ Einu sinni á ágústkvöldi Íslendingar halda mikið upp á síð- kvöld um sumar, ágústkvöldin geta verið dásamleg með litríkum sól- setrum og göngutúrum í kvöldbirt- unni. Ef klukkunni yrði breytt hefði það áhrif á þennan tíma líka og kvöld- göngurnar eða önnur útivist myndi styttast í annan endann. Á núverandi tíma er bjart í Reykjavík þann 13. ágúst frá kl. 4.03-22.58 skv. sólar- gangstöflum almanaks Háskóla Ís- lands. Ef klukkunni verður seinkað myndi verða dimmt um tíuleytið í staðinn. Mörgum þykir þetta dýr- mætur árstími því veðrið er oftar en ekki með besta móti og vildu gjarnan sleppa við að hafa bjart frá kl. 3.03 í stað 4.03 og fá þessa klukkustund um kvöldið í staðinn. Að sama skapi er bjart frá kl. 2.41 til 00.14 þann 14. maí en með breyttri klukku myndi birtan vara frá kl. 1.41 til 23.14. ber. Til þess að þetta verði að veru- leika verður löggjafarvaldið í ríkinu að samþykkja þetta með að minnsta kosti 2/3 atkvæða og svo verður Bandaríkjaþing að samþykkja þessa undantekningu. Baráttufólk fyrir breytingunni segir að þá njóti birtu sólarinnar lengur á sumrin og það hvetji fólk til þess að vera lengur úti og fara að hitta vini eða að hreyfa sig. Kvöldmyrkrið ýti undir að fólk haldi sig heima. Að minnsta kosti er ljóst að löndum sem kjósa að breyta klukkunni tvisvar á ári mun fækka mjög enda fylgir því mikið óhagræði. Endurstilla þurfti stimpilklukkur Áhugavert er að skoða hvaða rök fylgdu því hérlendis að hætta að skipta á milli sumar- og vetrartíma. Sumt af því á enn við á meðan nú- tímatækni ætti auðvelt með að leysa önnur vandamál. Eftirfarandi fimm atriði má lesa í umsögn Trausta og Þorsteins með lagafrumvarpinu 1968: „1. Færsla klukkunnar tvisvar á ári Munur á sólartíma og klukkunni á sumrin M yn d: W ik im ed ia C om m on s Á sumrin er klukkan: 1 klst. ± 30 mín. á eftir sólartíma 0 klst. ± 30 mín. á eftir/undan 1 klst. ± 30 mín. á undan sólartíma 2 klst. ± 30 mín. á undan sólartíma 3 klst. ± 30 mín. á undan sólartíma Steinunn Þórðardóttir ÚTTEKT 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019 Saga tímans Bretland á sumartíma allt árið? Líklegt er að lönd muni draga úr því að skipta á milli sumar- og vetrartíma en Evrópusambandið hvatti stjórn- völd til þess að ákveða ekki seinna en í apríl á þessu ári á hvaða tíma landið eigi að vera allt árið. Þetta þýðir að hvert og eitt land muni annaðhvort vera áfram á sumartíma frá og með október 2019 eða færa klukkuna aftur í síðasta sinn næsta haust og vera að staðaldri á vetrartímanum. Þegar Jean-Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, kynnti þetta í ágúst var ekki vitað hvort Bretar myndu fylgja þessu þegar landið hverfur úr ESB. Samkvæmt bréfum sem eru opinber samkvæmt upplýs- ingalöggjöf Bretlands virðast emb- ættismenn hlynntir því að landið verði á sumartíma allt árið. Ekkert hefur þó verið ákveðið enn. Ef litið er vestur um haf sam- þykktu kjósendur í Kaliforníu að vera á sumartímanum allt árið í stað þess að vera á honum frá mars til nóvem- Breyting klukkunnar er mikið rædd um þessar mundir og skoðanir eru skiptar. Hvernig hefur umræðan verið um klukkuna í gegnum tíðina, eins og þegar Ísland hætti að flakka á milli sumar- og vetrartíma? Hér er líka skoðað hvernig þessum málum er háttað í öðrum löndum. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’Á ensku kallast sumartími „daylight savingstime“ sem er mun meira lýsandi en að talaum að flýta klukkunni eða aðeins um sumartíma.Þetta orðalag þýðir að verið er að spara eina birtuklukkustund um morgun og hún flutt seinni- partinn til að hægt sé að njóta hennar þá.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.