Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Blaðsíða 17
veldur ruglingi á áætlunartímum flugvéla í millilandaflugi og er bæði flugfélögum og farþegum til ama. 2. Tvisvar á ári verður að endur- stilla allar stimpilklukkur og móður- klukkukerfi á landinu. Þetta verður að gerast á skömmum tíma og er mikið verk. 3. Breytingarnar valda sífelldri rangtúlkun á hvers kyns tímatöflum svo sem flóðtöflum, sem út eru gefnar í almanökum. 4. Ýmsar rannsóknir og mælingar, þar á meðal veðurathuganir, verða að fara fram á óbreyttum tímum árið um kring. Færsla klukkunnar raskar því vinnutilhögun á rannsóknarstofnun- um og athugunarstöðvum og veldur stundum mistökum, jafnvel hjá æfð- um starfsmönnum. 5. Færsla klukkunnar raskar svefnvenjum margra, sérstaklega ungbarna. Eru kvartanir um þetta mjög algengar.“ Hvað varðar sögu klukkunnar í Bretlandi var fyrst farið að nota sam- ræmda klukku þegar lestarferðir urðu algengar. Það olli skiljanlega miklum vand- ræðum að klukkan væri ekki það sama á upphafsstað ferðar og áfangastað. Árið 1840 fóru lestarfélög að hafa klukkur sínar samstilltar miðað við þann tíma sem gilti í London. Í stóru landi eins og Kan- ada sem liggur frá vestri til aust- urs eru sex tímabelti. Þar til á níunda áratug nítjándu aldar notuðu sveitar- félög staðartíma samkvæmt sólar- gangi. Ef dæmi er tekið um stað á 49. breiddargráðu þá myndu tveir bæir hafa einnar mínútu tímamismun fyrir hverja 18 km sem skildi þá að í línu milli austurs og vesturs. Allir voru sammála um þetta því 18 km ferð þótti það löng að þetta skipti ekki máli. Þar knúðu lestarferðir á um breytingar eins og í Bretlandi. Þessi tímamismunur olli vandræðum fyrir ferðalanga og einnig varð mun auð- veldara að ferðast lengri leiðir en áður. Undir lok nítjándu aldar var tekið upp samræmt tímakerfi með 24 tíma- beltum sem hvert var 15° breitt og er miðjan Greenwich-tíminn sem al- mennt er nú kallaður UTC sem stendur fyrir „samræmdur alheims- tími“ og er það tíminn sem Ísland er á í dag. 27.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Áður en klukkugangur var lögfestur hér á landi höfðu margir bændur klukku sína stundum 2-3 stundum á undan sól á sumrin og fóru þar að heil- ræði Hávamála: Ár skal rísa sá er á yrkjendur fáa og ganga síns verka á vit. Margt um dvelur þann er um morgun sefur, hálfur er auður und hvötum. Það þótti því búmannssiður að klukka væri fljót og þar af kemur nafnið búmannsklukka, segir í grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins í apríl 1958. Talað var um símaklukku til aðgreiningar við búmannsklukkuna. Í bók Ómars Ragnarssonar, Manga með svart- an vanga, frá 1993 er skrifað um búmannsklukku. „Engihlíð var nefnilega annar tveggja bæja í Langadal þar sem var svonefnd búmannsklukka. Hinn bærinn var Geitaskarð þar sem klukkan var ævinlega höfð einni stundu á undan. Þetta var talsvert tíðkað í sveitum á þessum tíma þótt eins- dæmi hljóti að hafa verið að hafa búmanns- klukkuna fjórum stundum á undan. Það má segja að það hafi verið eins og að fara í gegnum heila heimsálfu að fara bæjarleið í Langadal,“ skrifar Ómar en það var í Engihlíð sem klukkan var fjór- um tímum á undan. „Það var ógleymanlegt fyrir börnin í dalnum að koma í heimsókn inn í þennan ævintýralega bæ sem hallaðist fram á símastaur- ana og hitta þar fyrir systurnar sérkennilegu með strigasvunturnar og klukkurnar átta. Kannski höfðu þær svo margar klukkur til að tryggja að ekkert færi á milli mála hvað klukkan væri, hvað sem leið öðrum klukkum landsins og heimsins.“ Vísir birti grein um búmannsklukkuna árið 1914. Höfundur er Guðjón Sigurðsson og er hann ekki hrifinn af þessum vana. „Í stað þess að fara á fætur kl. 4-5, eða þegar hentugast þykir, hafa nokkrir bændur – líklega þeir, er erfiðast áttu með að vekja hjú sín – fundið upp búmanns- klukkuna,“ skrifar hann. „Ég er algjörlega á móti því, að þessu takmarki beri að ná, með því að gera mönnum að skyldu að hafa vitlausa klukku, og þannig auglýsa íslensku þjóðina frammi fyrir alþjóð sem þá fáráðlinga og bakkabræður sem ekki einu sinni hafi vit eða rænu til að fara í rúmið og úr því, nema þeir séu narraðir til þess með því að segja þeim að klukk- an sé annað en hún er – og að þessa vitleysu verði að löggilda.“ Búmannsklukka nokkrum tímum á undan sól Börn við heysátu. Mynd frá heyskap nærri Reykjavík, tekin á árunum í kringum 1950. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Einu sinni unnum við í takt viðárstíðirnar og það þurfti aðnota birtuna þegar hún gafst. Nú stunda börn æfingar á flóð- lýstum fótboltavöllum og göngustíg- ar sem heimili eru vel upplýst. Gömlu glóperurnar hafa verið bannaðar og nota flestir LED- perur sem eru orkusparandi og eru orðnar ódýrari en þegar þær komu fyrst fram. Mikið hefur verið rætt og skrifað um áhrif bláa ljóss- ins frá tölvuskjáum og símum en hvað með ljósin heima hjá okkur? Sævar Helgi Bragason veit sitthvað um áhrif LED-lýsingar. Hann hefur lesið sér heilmikið til um áhrif lýs- ingar, m.a. því hann langar að sjá sem mest af stjörnuhimninum hvar sem hann er. Eitt af því sem hefur verið rannsakað er áhrif blárrar birtu en hún truflar svefn. „Það hafa verið gerðar rann- sóknir í Harvard sem dæmi, svo er bandaríska læknafélagið að tala um þetta líka. Það er þessi bjarta bláa birta sem við notum og kemur frá skjám og meira að segja stund- um þegar fólk er að setja upp LED- lýsingar heima eða jafnvel útivið. Þá er oft ekki verið að velja þær perur sem gefa rétt litahitastig sem gætu haft lítil áhrif á líkamsklukkuna okk- ar og þar af leiðandi heilsu. Bláa birtan getur raskað líkamsklukk- unni í klukkutíma til þrjá í einhverjum til- vikum,“ segir hann og ítrekar mikil- vægi þess að fólk noti ekki snjallsím- ana í að minnsta kosti klukkutíma fyrir svefn og skoði þá ekki á nóttunni. „Ef fólk er að LED- væða heimili sitt ætla ég að vona að það velji perur sem gefa hlýja birtu frekar en kalda birtu. Það er þá sú birta sem hefur minni áhrif á heilsu okkur,“ segir hann en perur sem eru 2700 Kelvin eða minna gefa frá sér gulari birtu. „Í sumum borgum erlendis er verið að LED-væða og alltof bláar perur hafa verið valdar,“ útskýrir hann en það er umhugsunarefni. Stilling klukkunnar er málamiðlun „Í umræðunni hljómar oft eins og það sé bara sólargangurinn og birt- an frá sólinni sem stýri líkamsklukk- unni okkar þegar það er alveg aug- ljóst að það er svo margt í okkar nútímasamfélagi sem hefur áhrif á hana eins og koffínneysla að kvöldi til, ef við borðum of mikið of seint og að sjálfsögðu þessi raflýsing sem var ekki hjá okkur hérna lengst af þann tíma sem við höfum verið að þróast á jörðinni. Og þegar við notuðum lýs- ingu vorum við að nota frekar rauð- leita lýsingu frá eldi og olíulömpum og einhverju slíku sem er allt ann- að. Fyrir mér hljómar þetta eins og töfra- lausn, að við þurfum bara að breyta klukkunni og þá lagist allt hérna, skammdegis- þunglyndi og fleira. Ég er ekki alveg sann- færður um það,“ segir Sævar Helgi. „Stilling klukkunnar er bara málamiðlun. Það er ekki hægt að stilla hana nákvæmlega eftir sólar- gangi því jörðin ferðast mis- hratt í kringum sólina þannig að það verður alltaf sveifla sama hvað við gerum,“ segir hann og langar að minnast á eitt skemmtilegt atriði að lokum. 30 stundir í sólarhringnum! „Jörðin er að hægja á snúningi sín- um út af sjávarföllum sem koma til af tunglinu; tunglið er að hægja á jörðinni, sem þýðir að dagurinn er að lengjast. Eftir um 400 milljónir ára verða 26 klukkustundir í einum sólarhring og þá þarf nú heldur bet- ur að breyta klukkunni! Og sömu- leiðis eftir milljarð ára, þá verða um 30 klukkutímar í einum sólarhring og þá þarf aftur að breyta klukk- unni.“ Áhrif lýsingar mikil Sævar Helgi Bragason Sævar Helgi Bragason veit sitthvað um áhrif LED-lýsingar og segir mikilvægt að velja perur sem gefi hlýja lýsingu. Hvaða áhrif hefur öll þessi lýsing og hvar er hana að finna? GettyImages/iStockphoto

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.