Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Page 19
Elma Lísa ásamt meðleikkonum sínum; Raffaellu Brizuela Sigurðardóttur og Enid Mbabazi.
þarf að gefa konum séns, fyrr og oftar, því við
þurfum að fá að gera alls konar hluti; vondu
myndirnar líka. Eins og strákarnir þurfum við
æfinguna, fá að vera með í verkinu og sýni-
legar. Það sprettur enginn í kvikmyndagerð
fram fullmótaður – en líkt og margar konur þá
fékk ég ekki beint þetta tækifæri.“
Elma Lísa: „Mér finnst töluverð breyting
bara þessi síðustu ár eftir að Ásthildur fékk
styrkinn til að gera kvikmyndina. Það er ein-
hver kraftur í þessu núna sem er frábært.“
Ásthildur: „Já, ég er sammála því. Eftir að
við Eva Sigurðardóttir, meðframleiðandi hjá
Askja Films, fengum styrk fyrir Tryggð hafa
nokkrar kvikmyndir í leikstjórn kvenna komið
fram, sumar ósýndar, þótt þær séu kannski
ekki margar. Ísold Uggadóttir frumsýndi
mynd sína á síðasta ári en þar áður var svolítið
langt dautt kvennatímabil. Hlutur kvenna er
vonandi að aukast en það þarf miklu meira til.“
Ásthildur hefur gert heimildarmyndir,
stuttmyndir og leikið sjónvarpsefni en eins og
fyrr segir er þetta hennar fyrsta kvikmynd í
fullri lengd en hún er nýkomin á hinn formlega
ellilífseyrisaldur. Heldur hún sjálf að það sé
ekki hvetjandi fyrir aðra að sjá að slíkt stór-
virki getur orðið til á besta aldri?
Ásthildur: „Það er nefnilega málið, ég hef
fundið það og ég er mjög ánægð með það. Það
þarf ekki að hafa neinn þröskuld á aldur ef fólk
er heilsugott, þá er hægt að gera hvað sem er.
En ég segi það ekki – það hefði verið gaman ef
þetta hefði verið mynd númer tvö eða þrjú! En
þær eru bara á dagskrá, í alvöru, ég held
áfram.“
Ásthildur og Elma Lísa segja báðar að
minningin um tökutímann muni alltaf standa
hjarta þeirra nærri. Hópurinn hafi verið lítill,
þéttur og samstilltur en 70 prósent af mynd-
inni voru tekin upp í húsi í gamla Vest-
urbænum og segja má að framleiðsluhættir
myndarinnar hafi á margan hátt verið nýstár-
legir. Þannig fékk myndin, fyrst íslenskra
kvikmynda, græna vottun frá BAFTA Albert í
Bretlandi og Hamburg Film Institute í Þýska-
landi, þar sem hópurinn passaði til dæmis að
nota ekki plastflöskur og einnota pappamál og
stór hluti hópsins kom hjólandi í vinnuna.
Kynjahlutföll hópsins voru jöfn og það sama á
við um hóp aukaleikara, en þetta var allt gert
með meðvituðum hætti.
Elma Lísa: „Ég vil líka gjarnan skjóta því
inn í að fyrir utan Ásthildi mína þótti mér ákaf-
lega vænt um að kynnast þarna Rögnu Foss-
berg sminku. Sminkan hefur nefnilega oft svo
mikið að segja fyrir leikarana. Það er mann-
eskjan sem maður situr hjá áður en maður fer
á sett og það myndast oft svo sterkt samband
þar á milli og gerði það sérstaklega hjá okkur
Rögnu en við erum mjög nánar eftir þetta.
Ragna er líka hreinskilin og óvægin þannig að
ég gat leitað til hennar af fullu trausti um að
það sem hún sagði væri satt.“
Ásthildur: „Á sama hátt var ég með yndis-
lega skriftu, Helgu Rakel Rafnsdóttur, sem
var alltaf við hlið á mér, horfði í gegnum lins-
una með mér og var mín trúnaðarvinkona
þarna. Það er svo ómetanlegt að hafa góða
skriftu.“
Hvað haldið þið að muni tala sterkast til
áhorfenda í myndinni?
Ásthildur: „Ég er að vona að fólk rífist um
hana. Hún veki þörf hjá fólki til að tala um
hana og hún kveiki eitthvað í því.“
Elma: „Að fólk jafnvel fari að skoða sjálft
sig, líti sér nær og hvernig það vilji koma fram.
Lífið er ekki á einn veg.“
Ásthildur: „Við verðum að reyna að koma
okkur út úr því að hugsa: Við og svo hinir.
Myndin býður eiginlega upp á smá rifrildi.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Elma Lísa og Ásthildur á tökustað og ráðfæra sig við Claire Hörpu Kristinsdóttur sem fer með
hlutverk Lunu. Ásgrímur Guðbjartsson sá um kvikmyndatöku, Helga Jóakimsdóttir um búninga,
Stígur Steinþórsson var leikmyndahönnuður og Andri Steinn Guðjónsson klippti.
Aðsent/Julie Rowland
Aðsent/Lilja Jónsdóttir
27.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19