Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Side 22
Hönnuðir frá Kína eru í sviðsljósinu á sýningunni í ár. Þetta hliðarborð fær nafn sitt frá svíni og er hönnun Mario Tsai Studio. Gott geymslupláss fyrir tímarit er innan í borðinu. Úr nýju línunni Swirl eftir Tom Dixon. Í henni má finna bókastoðir, vasa og kertastjaka. Útlitið minnir á blað með marmaraáferð en það er vigt í þessu. Efniviðurinn er litur, resín og endurunnar restar úr marmaraiðnaðinum. Zaha Hadid Design tók þátt í sýningunni í ár með gripum sem einkennast af þeim sveigjum og mjúku línum sem Hadid sjálf var þekkt fyrir en hún lést árið 2016. Glamúr og gim- steinar Sýningunni Maison & Objet er nýlokið í París en þar er jafnan hægt að sjá margt það nýjasta og ferskasta í hönn- unarheiminum. Hér verða sýndir nokkrir gimsteinar sýningarinnar í ár. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hönnunarfyrirtækið Design By Us kynnti nýjan fylgihlut fyrir New Wave Optic-veggljós sitt sem hefur notið vinsælda. Snúran selur nú í forsölu þenn- an aukahlut, sem skrúfaður er inn í glerkúpulinn og breytir birtunni, á 13.500 kr. Þýski hönnuðurinn Sebastian Herk- ner fékk verðlaun sem hönnuður árs- ins á Maison & Objet-sýningunni í París. Hann er 27 ára og á síðasta ári vann hann að 21 verkefni með framleið- endum á borð við Moroso, Dedon, Thonet og Lintello. Þetta hliðarborð kallast bell eða bjalla. Chai-glös og olíulampar eru á meðal þeirra gripa sem er hægt að finna í nýrri línu frá Ikkis, nýju indversku hönnunarfyrirtæki. Alls er 21 gripur í línunni en „ikkis“ þýðir einmitt 21 á hindí. Ef einhverjum tekst að gera svefnsófa glæsilegan, þá er það Ligne Roset. Fyrirtækið kynnti fallegan sófa, í einum af litum ársins, sem hægt er að breyta í rúm með einu handtaki. Hönnuðir eru Léo Dubreil and Baptiste Pilato. FÓLK tók þátt og sýndi m.a. hluti úr línunni Living Objects sem er hönnun Ólínu Rögnudóttur. FÓLK fékk góð viðbrögð við vörum sínum og verður spennandi að sjá hvað kemur útúr því. Jonathan Adler er vel þekktur hönnuður í Bandaríkjunum en vinnur nú að því að kynna sína uppskrift að nútíma bandarísk- um glamúr fyrir evrópskum neytendum. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019 HÖNNUN OG TÍSKA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.