Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019
MATUR
Getty Images/iStockphoto
Þekktir pastaréttir Ítalíu
Pasta er sígilt, einfalt og þægilegt að útbúa fyrir minni og stærri fjölskyldur. Þótt það sé víst eitthvað
málum blandið að Marco Polo hafi komið með pastað frá Kína, þar sem fyrst er vísað til þess töluvert fyrr
í sikileyskum heimildum, er það að minnsta kosti gamalt. Þannig er talað um að gríski eldsmíðaguðinn,
Hefaistos, hafi búið til einhvers konar vél sem bjó til strengi úr deigi og átti því kannski fyrstu
pastagerðarvélina. Ítalskir pastaréttir eru fjölmargir og hér getur að líta nokkra þekkta.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Pestóið er aðalatriðið í þess-
um pastarétti en pestó rek-
ur uppruna sinn til Genúa í
Lígúría-héraði á Norður-
Ítalíu. Fyrir utan pestóið
setja Ítalir gjarnan kartöflur
og grænar baunir saman við.
500 g kartöflur, skrældar og
skornar í grófa bita
500 g linguine eða aðrar
pastalengjur
200 g strengjabaunir
Pestó
1 hvítlauksrif
1 msk. furuhnetur
40 g basilíka
smávegis salt
4 msk. rifinn parmesan-ostur
4 msk. jómfrúarolía
Setjið kartöflubitana í stór-
an pott, með það miklu
vatni að það geti einnig
rúmað pastað á eftir, saltið
og hitið upp suðu. Sjóðið
kartöflurnar í um 10-15
mínútur (lengur ef pastað er
ferskt) og bætið þá pastanu
út í og sjóðið samkvæmt
leiðbeiningum, þegar fjórar
mínútur eru eftir af suðu-
tíma pastans setjið þið
strengjabaunirnar út í. Ef
þið notið ferskt pasta er
suðutími þess styttri og það
þarf að setja baunirnar fyrr
út í.
Útbúið pestóið meðan
kartöflurnar sjóða með því
einfaldlega að setja allt hrá-
efnið í matvinnsluvél og
mauka vel saman.
Þegar kartöflurnar, pasta
og baunir eru soðnar skuluð
þið hella vatninu af en
geyma ½ bolla af vatninu.
Setjið svo kartöflurnar,
baunirnar og pastað aftur á
þurra pönnu, blandið pest-
óinu og soðvatninu sem þið
geymduð saman við og
blandið varlega saman. Ber-
ið samstundis fram.
Pasta alla Genovese
Þessi uppskrift er talin vera
frá miðri síðustu öld og
margar kenningar um upp-
runa réttarins og heiti hans. Í
seinni tíð er uppskriftin
stundum eignuð ítalska arki-
tektinum Sandro Petti sem
rak vinsælan veitingastað á
þessum tíma. Puttanesca vís-
ar til að eitthvað sé klúrt,
druslulegt og stundum hefur
rétturinn verið kallaður
pastaréttur gleðikonunnar
en félagi Petti á að hafa beðið
hann um að gera pastarétt
og sagt honum að rusla bara
einhverju upp og vísaði til að
fátt var orðið um fína drætti
eftir annir kvöldsins og ís-
skápurinn frekar lúinn. Orðið
vísar því frekar til „druslu-
legs“ pastaréttar út frá því að
hann er upphaflega gerður úr
afgöngum og fáum hráefnum
en áður samanstóð hann af
tómötum, ólífum, capers,
hvítlauki, ólífuolíu og oreg-
anó. Í dag er þessi uppskrift
oftast einnig með ansjósum,
rauðum chili og steinselju.
4 msk. jómfrúarolía
4 hvítlauksrif, fínt söxuð
800 g tómatar í dós
3-4 ansjósur, skornar í bita
svartur pipar
½ bolli svartar ólífur
smávegis af þurrkuðum rauð-
um chili-pipar
2 msk. kapers
800 g linguine eða aðrar
pastalengjur
salt og pipar eftir smekk
1 búnt ferskt oregano, flöt
steinselja eða aðrar kryddjurtir
Sjóðið pastað í vel söltu
vatni eftir leiðbeiningum á
pakka. Mýkið hvítlaukinn og
ansjósurnar í 2 msk. olíu á
pönnu við miðlungshita,
hrærið öðru hverju, þar til
hvítlaukurinn er gylltur.
Hellið vökvanum af tómöt-
unum og merjið þá með
gaffli. Bætið tómötunum á
pönnuna, saltið og piprið.
Hitið upp að suðu og látið
malla í um 10 mínútur.
Hrærið þá ólífunum, kapers
og chili-pipar saman við og
látið malla áfram í nokkrar
mínútur. Setjið pastað út í
sósuna þegar það er tilbúið
og hellið 2 msk. til viðbótar
af jómfrúarolíu saman yfir.
Stráið ferskum kryddjurtum
yfir og berið fram.
Spaghetti alla Puttanesca