Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Page 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Page 25
27.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Einn þekktasti pastaréttur Sikileyjar er pasta alla Norma. Upprunalega uppskriftin samanstendur af makkarón- um, eggaldini, tómötum, ri- cotta salata-osti og basilíku. Nafn réttarins er talið til- komið þannig að þegar ítalski rithöfundurinn Nino Martog- lio á að hafa smakkað þessa samsetningu hafi hann líkt henni við Normu – óperu Vin- cenzo Bellini. 1 kg penne-pasta eða makka- rónur 4 msk. jómfrúarolía 4 hvítlauksrif, þunnt skorin 1 eggaldin, í stærra lagi, skorið í litla bita hvítlauk og mulinn chili- piparinn í um 5 mínútur. Bætið eggaldini við á pönn- una, saltið vel og piprið og kryddið með oregano ef vill, steikið í um 8 mínútur, bætið nokkrum msk. af vatni á pönn- una ef grænmetið fer að brenna. Blandið tómötum, tómat- þykkni og ¼ bolla af vatni sam- an við, náið upp suðu og látið malla áfram í um 5 mínútur. Blandið þá basilíkunnni og sós- unni saman við pastað í pott- inum og hitið örlítið ef þarf. Setjið ricotta-ost yfir hvern skammt og skreytið með bas- ilíku. 2 msk. tómatþykkni 1 bolli ricotta-ostur salt og pipar eftir smekk 1 miðlungsstór laukur, þunnt sneiddur ½ tsk. mulinn þurrkaður chili- pipar (má vera meira) oregano, þurrkað (má sleppa) 600 g plómutómatar, kjarn- hreinsaðir og skornir í litla bita 1 bolli fersk basilíkublöð og smá- vegis aukalega til að skreyta með Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka í sölt- uðu vatni. Hellið vatninu af og skellið pastanu aftur í pottinn. Hitið olíu á stórri pönnu við miðlungshita og mýkið lauk, Pasta alla Norma Napólí-sósan La Geno- vese er afar vinsæl í heimalandinu en ekki eins þekkt utan þess. Nafnið á henni, hún er kennd við Genúa, telja Ítalir vísa til þess að upp- runalega, fyrir löngu, löngu síðan, gæti hún hafa verið frá borginni en uppskriftin barst til Na- pólí sem í raun „á hana“ í dag. Pastahólkar, til dæmis paccheri, eru oft notaðir í réttinn en rétt er að geta að þetta er ekki fljótgerður pasta- réttur án þess að vera fyrirhafnarmikill. Mörg- um þykir sérstakt við þennan rétt að kjötið sem eldað er er ekki endi- lega notað með pastanu sjálfu heldur í annan rétt. 12 miðlungsstórir laukar, fínt skornir 2 gulrætur, fínt skornar 1 sellerístilkur, fínt skorinn 1 kg nautakjöt, til dæmis bógur 100 hráskinka, fínt skorin 1 glas hvítvín (má sleppa og nota vatn) 2 lárviðarlauf salt og pipar ólífuolía pastahólkar, til dæmis 500- 600 g paccheri eða aðrir breiðir pastahólkar Hellið ólífuolíu yfir botn- inn á góðum djúpum ofn- potti, svo sem steypu- járnspotti, og sparið hana ekki. Setjið niðurskorinn lauk, gulrætur og sellerí í botninn, setjið lárviðarlauf ofan á og leggið nautakjöt- ið ofan á grænmetisbeðið. Raðið hráskinkunni með- fram kjötinu og hellið hvít- víninu (eða vatninu) yfir skinkuna. Saltið vel og piprið. Lokið pottinum og setjið í ofn við lágan hita, um 90-100°C, þannig að það rétt malli í pottinum, í um þrjár klst. Gott er að hræra öðru hvoru í pott- inum og bæta við vökva ef þarf. Laukurinn á að vera orðinn að hálfgerðu kremi í lokin en þá er hitinn hækkaður upp í 200°C, lokið tekið af og allt tekið út þegar laukurinn er orð- inn fallega gylltur, passið að brenna hann ekki. Fylg- ist vel með þessar síðustu mínútur í eldamennsk- unni. Fjarlægið nú kjötið af grænmetisbeðinu en laukblandan er í raun pastasósan og ekki er endilega gert ráð fyrir að hafa kjötið sjálft með pastaréttinum. Kjötið má nota sem annan rétt, eft- ir pastað eða þess vegna daginn eftir en sumir vilja sneiða það niður og snæða með pastanu. Sjóðið pastað eftir leið- beiningum og hellið sós- unni yfir. Gott er að bera fram með rifnum parm- esanosti. La Genovese SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Galdurinn við þennan einfalda rétt frá Napólí er að gera vel við sig með virkilega góðri og vandaðri jómfrúarolíu. 2-3 rauðir chili-belgir 2⁄3 bolli jómfrúarolía 4 hvítlauksrif, þunnt sneidd ¼ bolli fjallasteinselja, söxuð 500 g spaghettí sjávarsalt Kjarnhreinsið chili-belgina og sneiðið þunnt. Mýkið hvítlauk og chili í ólífuolíu í stórri djúpri pönnu, þar til hvítlaukurinn er gylltur. Bætið þá steinselju á pönnuna og takið pönn- una af hitanum. Eldið pastað samkvæmt leið- beiningum á meðan þetta er gert, þannig að það sé tæplega soðið. Hellið þá vatninu af en geymið 2 dl af soðvatninu. Setjið þá pastað út í hvítlauksolíublönduna á pönnunna ásamt soðvatninu sem þið geymduð og hitið var- lega. Saltið eftir smekk. Spaghetti aglio e olio

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.