Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Qupperneq 27
var fjórir dagar og þrjár nætur og gist var í tjöldum. „Við fengum alltaf hádegismat á leiðinni þar sem var búið að dúka borð og skreyta diskana. Þeir lögðu sig svo fram við að bera fram fallegan og ofboðslega góðan mat,“ segir Anna. Fyrstu nóttina sem sofa átti í tjaldi var svefnpokum útdeilt til hópsins. „Brynjólfur fékk alltof lítinn svefn- poka,“ segir hún og hlær. „Ég var eins og múmía,“ segir hann hlæjandi. „Svefnpokinn var góður en ég var ofvaxinn fyrir pok- ann,“ segir hann og þau nefna að Ís- lendingarnir hafi gnæft yfir lágvöxnu heimamennina. Á öðrum degi göngunnar fóru þau úr 3000 metra hæð í 4.200 og svo aft- ur niður um 600 metra. „Við hugs- uðum bara ég skal, ég skal, eitt skref í einu. Og þá vorum við gamlingjarnir bara oftar en ekki í forystu og göngu- félagarnir sögðu: „follow the Ice- landers“,“ segir Anna og skellihlær, en þess má geta að Íslendingarnir voru töluvert eldri en Bretarnir. „Þetta tók aðeins á en þetta var ekki erfitt í sjálfu sér,“ segir Brynj- ólfur. „Við keyptum kókalaufspoka í Cuzco. En burðarmennirnir eru allir með stóra kúlu af laufum í kinnunum sem þeir sjúga á leiðinni. Þannig að við fengum okkur litla kúlu og gerð- um eins. Ég er sannfærð um það, af því að ég er með asma, að þetta hafi hjálpað,“ segir Anna. Þriðja daginn var gengið í gegnum regnskóg alsettan litlum orkídeum og segja þau það hafa verið mikið ævin- týri. Orkídeurnar voru litlar og fín- legar og undurfagrar í öllum regn- bogans litum. „Þessa nótt vorum við vakin klukk- an fimm um morguninn til þess að horfa á sólarupprásina sem var því- líkt sjónarspil að ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Anna og útskýrir að í Perú séu 37 tindar sem ná yfir sex þúsund metrum, og sumir þeirra eru jöklar. „Þegar geislar sólarinnar kíktu yfir fjöllin var svo mikil endurspeglun á jökla og tinda allt í kring að það var eins og að sólin væri að koma upp bæði úr austri og vestri; endurkast geislanna var þvílíkt. Þetta var alveg magnað,“ segir hún. Brynjólfur segir að þrennt hafi staðið upp úr í ferðinni. „Það var þeg- ar við komum upp í skarðið og fund- um að við vorum ekkert sérlega þreytt. Upplifunin var æðisleg og við vorum í sigurvímu. Svo var sólarupp- rásin stórkostleg. Og það þriðja var þegar við komum í sólarhliðið fyrir of- an Machu Picchu og horfðum niður á Machu Picchu og fjallið fyrir aftan sem gnæfir yfir.“ Dýrin í forgangi Eftir magnaða daga í Perú var kom- inn tími á seinni hluta ferðarinnar. Það tók um sólarhring með einni næturgistingu að komast til Galapa- gos-eyja. Þar áttu þau pantaða hótel- gistingu á Puerto Ayora-eyju en þar má finna Darwin-safnið og risaskjald- bökur. Þarna er ekki mikið af ferða- mönnum því aðeins tilteknum fjölda ferðamanna er hleypt á eyjarnar í einu. Ferðamenn fá ekki að dvelja nema takmarkaðan tíma á Galapagos og það er langt ferli að sækja um dvalarleyfi og því er gott að skipu- leggja ferðina með árs fyrirvara. Íslensku ferðalangarnir eyddu dögunum í siglingar um eyjarnar og dýralíf og náttúran skoðuð. Einnig fóru þau á Darwin-safnið sem þau segja stórkostlegt. Þau notuðu líka tímann til að snorkla í tærum sjó og var það helst dýralífið sem vakti áhuga þeirra. „Dýrin þarna eru algjörlega óhrædd við mannfólkið og þau koma alveg upp að manni, en það er bannað að klappa þeim. Þarna eru fuglar, skjaldbökur, sæljón og eðlur sem bara brosa framan í mann,“ segir Anna og hlær. „Náttúran þarna er algjörlega ósnortin og manni líður eins og mað- ur sé komin í dýralífsmynd hjá Atten- borough. Mér fannst fuglarnir sér- staklega heillandi, það var magnað að vera svona nálægt þeim,“ segir Anna. „Dýrin hafa þarna allan forgang,“ segir Anna og þau nefna að stundum komi fyrir að risaskjaldbaka ákveði að rölta út á veg og draga inn höfuð og fætur. Þá þurfi sex manns með þrjú prik sem rennt er undir hana til þess að færa hana af veginum. Eftir sextán daga ferð var haldið heim á leið og Anna og Brynjólfur al- sæl. „Þetta voru tveir gjörólíkir heim- ar og báðir mjög áhugaverðir,“ segir Brynjólfur og segist geta mælt með svona ferð fyrir alla. Anna tekur undir það. „Þetta er ekki eins erfitt og látið er af og það er hugsað rosalega vel um mann, en maður þarf auðvitað að undirbúa sig vel og vera í þokkalegu formi til þess að geta notið þess betur.“ Á Galapagos-eyjum var undursamlegt að vera að sögn þeirra hjóna. Þar voru dýrin spök og óhrædd við mannfólkið. Brynjólfur, Anna og Kristín stilla sér upp hjá nokkrum fallegum eðlum á ströndinni sem létu ekki trufla sig. Á göngunni var boðið upp á frábæran mat og oftar en ekki voru diskarnir skreyttir fallega fyrir svanga ferðalanga. Perú-búar eru vingjarnlegt fólk og klæðast afar litríkum fötum. ’Dýrin þarna eru al-gjörlega óhrædd viðmannfólkið og þau komaalveg upp að manni, en það er bannað að klappa þeim. Þarna eru fuglar, skjaldbökur, sæljón og eðlur sem bara brosa framan í mann. Risaskjaldbaka á Galapagos heilsar. Anna og Kristján Már gnæfa yfir heimamenn og upplifðu sig sem risa í Perú. 27.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bókaðu núna og tryggðu þér pláss FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl verð á mann frá ÍSK 16.600 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl verð á mann frá ÍSK 30.750

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.