Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Page 31
Þingið hefur þannig ekki haft burði til að aðhafast
neitt þótt endurskoðendur hafi árum saman neitað að
skrifa upp á reikninga ESB.
Búrókratarnir komust iðulega upp með það að reka
þá endurskoðendur sem neituðu að skrifa undir út-
breitt sukk og svínarí.
Þátttökuleysi í kosningum til ESB-þingsins er
frægt.
Nú er alkunna að hin vel upplýsta smáþjóð Íslend-
ingar er sífellt verr að sér um það, hverjir sitja á þingi
fyrir þá. Þannig þekkti Bára upptökustjóri að eigin
sögn Sigmund Davíð einan þegar hún hóf, í 15 mín-
útna pásu sinni, 4 tíma upptöku á 6 einstaklingum
sem sátu að sumbli!
Kannanir sýna á hinn bóginn að það heyri til
hreinna undantekninga ef einhver í löndum ESB
þekki „sína fulltrúa“ á ESB-þingum í sjón eða hafi
heyrt nokkurn þeirra nefndan. Þannig að Bára þeirra
væri nauðbeygð til að hlera alla álfuna og vona í fram-
haldinu að hún hefði hitt á ölvaða þingmenn.
En það er þó ekkert að því að línur séu teknar að
skýrast í þeim kosningum.
Hinar þjóðirnar skelkaðar
Björn segir einnig að úrsagnarraunir Breta hafi
örugglega orðið til þess að ESB-efasemdarmenn ann-
arra þjóða boði ekki lengur úrsögn úr bandalaginu.
Jafnvel efasemdarmenn myndu ekki efast um að
þetta kunni að vera rétt. Enda hefur allt verið gert af
hálfu ESB til að gera útgönguna tortryggilega, flókna
og helst ófæra og hafin var ný herferð ótta og ang-
istar í anda þess sem gert var í aðdraganda þjóðar-
atkvæðisins og óskapanna vegna Icesave á Íslandi,
þegar fjölmargar opinberar stofnanir voru misnot-
aðar og fjöldi manna gjaldfelldi sig fræðilega í þágu
málstaðar sem þjóðin hafnaði með afgerandi hætti.
Það er eitthvað stórundarlegt við það þegar stofn-
anir ESB leitast við af öllum mætti að eyðileggja að
ákvörðun þjóðar um útgöngu nái fram að ganga. Eina
sem hægt er að segja jákvætt um það framferði er að
lítt er reynt að breiða yfir það.
ESB batt vonir við að veikur breskur forsætisráð-
herra og meirihluti þingsins, sem vitað var að er og
var á móti úrsögn úr ESB, gæti notað „erfiðleikana“
sem búnir voru til, til að setja fótinn fyrir niðurstöðu
þjóðarinnar.
Og þá virðist engu breyta að þingið sjálft samþykkti
að efnt skyldi til bindandi þjóðaratkvæðis þar sem
niðurstaðan yrði fullkomlega virt.
„Brexit þýðir Brexit“ sagði forsætisráðherrann.
Líka þegar reyndasti þjóðhöfðingi í árhundruð spurði
um málið undir borðum í Balmoral. Það, að Elísabet
II. spurði, hefði átt að tryggja að May segði við sjálfa
sig: „Nú þarf að vanda sig.“
En hún ákvað að kanna hvort drottningin léti ekki
það svar duga sem BBC gerði sig hundrað sinnum
ánægt með. „Brexit þýðir Brexit,“ sagði May.
Sagan segir (sem hafa verður vara á eins og um allt
þetta samtal) að drottningin hafi muldrað við corgi-
hundinn Willow, sem átti leið hjá: Þetta er ekkert
svar. Ekki er vitað til þess að Willow hafi þá gert
ágreining við matmóður sína fremur en endranær.
Það væri betra
En það merkilega er, að þótt May hafi notað þennan
frasa sem allsherjarútgönguleið við öllum spurn-
ingum í tvö ár, hefði verið betra að hún hefði meint
það. Þá hefði hún aldrei lent í neinum vandræðum.
Ákvörðun þjóðarinnar lá fyrir. „Út vil ek“ sagði
hún, þótt merkingin væri þrengri hjá Snorra. En
hann vildi og fór út undir sömu formerkjum og gilda
um útsunnanáttina. Hefði Snorri hafið þjark við yfir-
þjóðlega valdamenn í Noregi hefði hann dáið þar en
ekki í Reykholti og menningararfleifðin borið skarðan
hlut.
Breska þjóðin sagði aðspurð að hún vildi út. Það er
ósvífið og álitshnekkir fyrir það, að nokkur þing-
maður í breska þinginu skuli staðinn að því að setja
stein í götu þess vilja með ómerkilegum brellum og
brögðum og vera studdur til þess ódæðis af umboðs-
lausum búrókrötum og andstæðingum lýðræðisins í
Brussel.
En það er þó, á hinn bóginn, einkum dapurlegt ef
hakkavélum fullveldisþjóða á þeim stað hafi tekist
með framferði sínu að draga kjark og dug úr öðrum
þjóðum sem í hjarta sínu vilja komast burt.
Það getur aldrei verið fagnaðarefni.
Það er ömurlegt, hvernig sem á það er horft.
En víti til varnaðar er það.
Það er fagnaðarefni.
Mikið.
Morgunblaðið/Eggert
’En vandinn er sá, og alkunnur, að þegarforystumenn stjórnmála telja sig knúna tilað fara í „hlusta á almenning“-ferðir hefursögnin að hlusta aðra merkingu en hjá
öðrum. Stjórnmálamenn eru nefnilega eina
dýrategundin sem hlustar með munninum.
27.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31