Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Qupperneq 36
Ellen Pompeo hefur gert
ófáar sjónvarpsskurð-
aðgerðir í hlutverki
Meredith Grey.
LÆKNADRAMA Ein langlífasta læknaþáttaröð
allra tíma, Grey’s Anatomy, er komin aftur á
Stöð 2 á miðvikudagskvöldum. Þátturinn er nú í
sýningum fimmtánda árið í röð. Ellen Pompeo er
hvergi nærri hætt að leika Meredith Grey en hún
er í hópi aðeins fjögurra leikara sem hafa verið
með í þáttunum frá upphafi. Hinir eru Justin
Chambers sem leikur Alex Karev, Chandra
Wilson sem leikur Miröndu Bailey og James
Pickens Jr. sem fer með hlutverk Richards
Webber.
Auk þess að leika aðalhlutverk í þáttunum
hefur Ellen Pompeo verið einn af framleiðendum
Grey’s Anatomy frá árinu 2017. AFP
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019
LESBÓK
KVIKMYNDIR Nú þegar styttist í uppskeruhátíð kvik-
myndaiðnaðarins, Óskarsverðlaunin, bíða margir með
eftirvæntingu eftir annarri verðlaunahátíð sem er þó á
öllu neikvæðari nótum. Razzie-verðlaunin eru veitt degi
áður en Óskarinn og þar eru veitt verðlaun þeim sem
þykja hafa staðið sig allra verst í bransanum á liðnu ári,
ólíkt því sem er á Óskarnum. Tilnefningar til verð-
launanna hafa verið kunngjörðar og þar vekur athygli
ein tilnefning manns sem leikur sjálfan sig; Donald
Trump. Hann er tilnefndur sem versti leikari í aðal-
hlutverki fyrir frammistöðu sína í heimildarmyndunum
Fahrenheit 11/9 og Death of a Nation. Margir hafa spáð
Trump sigri í þessum flokki en hann keppir meðal ann-
ars við John Travolta um titilinn versti leikarinn.
Trump sigurstranglegur
Donald Trump gæti farið með sigur
af hólmi í kosningum um Razzie.
önnur smáhlutverk í myndinni.
Murphy hefur síðan gert þetta marg-
oft í sínum myndum, að fara með
fjölda hlutverka, en myndin um
prinsinn markaði upphafið á þessum
stíl leikarans. Svo vel þótti að verki
staðið með gervi og útlit í Coming to
America að myndin hlaut tvær til-
nefningar til Óskarsverðlauna á sín-
um tíma; fyrir búninga og fyrir
förðun.
Léku konung og drottningu
að nýju í Konungi ljónanna
Ekkert hefur komið fram enn um
hlutverkaval í framhaldsmyndinni
nema að Murphy leitar nú ásamt leik-
stjóranum Craig Brewer til gömlu
leikaranna um að vera með í nýju
myndinni. Murphy virðist vongóður
um að það takist að fá gamla gengið
til liðs við nýju myndina ef marka má
tilkynningu sem hann sendi frá sér á
dögunum þegar greint var frá því að
ráðist verði í gerð myndarinnar. „Við
Aðdáendur kvikmyndarinnarComing to America, eðaPrinsinn kemur til Ameríku
eins og hún hét á íslensku, geta nú
tekið gleði sína því loks er von á fram-
haldi. Árum saman hefur verið rætt
um möguleikann á því að gera aðra
mynd um Akeem prins og félaga frá
Zamunda og nú hefur Eddie Murphy
tilkynnt að framhaldsmynd verði
gerð og jafnvel gætu tökur hafist á
þessu ári.
Upphaflega myndin frá 1988 var sú
allra tekjuhæsta fyrir Paramount-
kvikmyndaverið það ár og sú þriðja
tekjuhæsta í Bandaríkjunum.
Myndin naut fádæma vinsælda og
gerir enn í dag. Eddie Murphy var
ekki aðeins í aðalhlutverki heldur lék
hann þrjú önnur hlutverk í myndinni.
Arsenio Hall lék raunar sama leik;
auk þess að vera í hlutverki hins
dygga þjóns Semmi lék hann þrjú
höfum sett saman góðan hóp sem
Craig Brewer leiðir ... og ég hlakka til
að færa allar þessar sígildu og hjart-
fólgnu persónur aftur á hvíta tjaldið.“
Myndin átti eftir að hafa margvís-
leg áhrif. Sem dæmi má nefna að þau
James Earl Jones og Madge Sinclair
þóttu svo sannfærandi í hlutverkum
sínum sem kóngur og drottning að
þau voru fengin til að ljá konungi og
drottningu ljónanna raddir sínar í
teiknimyndinni The Lion King sem
kom út árið 1994. Sinclair lést ári
eftir að sú mynd kom út en aðrir úr
hópi aðalleikara myndarinnar eru á
lífi og gætu tekið þátt í framhalds-
myndinni.
Samkvæmt því sem gefið hefur
verið út um nýju myndina á hún að
fjalla um það þegar Akeem, sem
Eddie Murphy leikur, kemst að því
að hann á son í Ameríku sem hann
vissi ekki af. Búast má við því að hann
snúi því aftur til Ameríku, til fundar
við erfingja krúnunnar af Zamunda.
Prinsinn snýr aftur
Eddie Murphy vinnur nú að því að fá gamla stjörnum prýdda leikhópinn
úr Coming to America til liðs við sig í framhaldsmynd um prinsinn
Akeem frá Zamunda. Upphaflega myndin kom út fyrir rúmum 30 árum.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Eddie Murphy hefur verið í aðalhlutverki í mörgum kvikmyndum síðan
hann brá sér í hlutverk Akeem. Shari Headley, sem lék Lisu McDowell,
hefur helst verið í aukahlutverkum í sjónvarpsþáttum og í sápuóperum.
Myndin um prinsinn í Ameríku varð stökkpallur fyrir fleiri en Murphy því
sumir aukaleikara myndarinnar skutust upp á stjörnuhimininn síðar. Þar á
meðal eru Samuel L. Jackson, sem lék manninn sem reyndi að ræna
McDowell-staðinn, og Cuba Gooding Jr. sem lék strák í klippingu.
Spítalalífið hafið á ný
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Langar þig í
ný gleraugu
Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún
hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!
Velkomin til okkar