Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Page 40
SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2019 BORGHESE model 2826 L 220 cm Leður ct. 15 Verð 489.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla SAVOY model V458 L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 305.000,- L 223 cm Leður ct. 10 Verð 435.000,- ESTRO model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 325.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,- RELEVE model 2572 L 250 cm Áklæði ct. 70 Verð 315.000,- L 250 cm Leður ct. 15 Verð 459.000,- MENTORE model 3052 L 162 cm Áklæði ct. 83 Verð 335.000,- L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 365.000,- „Í sjálfhverfu minni var ég að vona að forsetinn myndi minnast á mig í nýársávarpi sínu í sjónvarpinu en það gerð- ist ekki. Ég fyrirgef honum það hins vegar því daginn eftir barst mér bréf frá forsetanum þar sem hann bauð mér í heimsókn á Bessastaði,“ segir Valdimar Sverrisson, fislétt- ur í lund að vanda, en fundur þeirra forsetans fór fram síðastliðinn fimmtudag. Valdimar missti sjónina í kjölfar þess að góðkynja æxli var fjarlægt úr höfði hans árið 2015. Í bréfi forsetans sagði: „Kæri Valdimar. Ég þakka þér kærlega fyrir fjörlegt og skemmtilegt viðtal við þig sem ég las í Morgunblaðinu í morgun. Þú hefur greinilega tekið réttan pól í hæðina, og ert okkur hinum fyrirmynd með æðruleysi þínu, húmor og einlægni. Gangi þér vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.“ Með Valdimar í för voru móðir hans, Anna Valdimars- dóttir, dætur hans, Hildur Anna og Lára Margrét og æskuvinur hans, Bjarnfreður Ólafsson. Elsta dóttir Valdi- mars, Valdís Ingunn, komst ekki vegna veikinda. „Ég skemmti mér konunglega á Bessastöðum og við öll,“ segir Valdimar og leggur áherslu á orðið „konung- lega“. „Forsetinn er mjög alþýðlegur og viðræðugóður. Það var mikið hlegið og grínast. Við komum víða við og for- setinn minntist meðal annars á viðtalið við mig í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins og hrósaði mér fyrir það. Ég færði honum eintak af Litla prinsinum eftir Saint-Exupéry sem faðir minn, Sverrir Kristinsson, gaf út árið 2016. Ég var ekkert að hlífa forsetanum. Þegar hann spurði hvernig heyrnin væri svaraði ég að sjálfsögðu: Ha?“ Guðni Th. Jóhannesson, Lára Margrét Valdimarsdóttir, Anna Valdimarsdóttir, Hildur Anna Valdimarsdóttir, Valdimar Sverrisson og Bjarnfreður Ólafsson á Bessastöðum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Boðið á Bessastaði Valdimar Sverrissyni var boðið í heimsókn á Bessastaði eftir að forseti Íslands las viðtal við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins rétt fyrir jól. „Litlu munaði að illa færi í nýju stólalyftunni í Bláfjöllum í gær- dag er Ellert Schram alþingis- maður festist þar í stól og dróst upp með lyftunni 50-60 metra,“ sagði í frétt í Morgunblaðinu á þessum degi 1979. Þrátt fyrir tilraunir tveggja manna til að ná honum úr fest- unni tókst það ekki og losnaði Ellert ekki úr þessari prísund fyrr en lyftunni var bakkað nið- ur, en er á jafnsléttu kom tókst honum strax að losa sig. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði algjörlega verið sinn eigin klaufaskapur. Að- spurður hvort hann hefði ekkert slasast sagði hann að handlegg- urinn væri allur mjög dofinn og bætti við að hann væri á leið upp á slysavarðstofu til að láta at- huga hann. Fram kom að tildrög þessa at- viks voru þau, að Ellert ætlaði ásamt dóttur sinni í lyftuna, en stúlkan náði ekki að komast í lyftustólinn, ætlaði Ellert því einnig að fara úr lyftunni. Ekki tókst betur til en svo að hann kræktist fastur í hlið stólsins og sat fastur á handarkrikanum. Sagði hann að hæðin niður á jörð hefði verið 10-15 metrar þar sem hann hékk í lausu lofti og gat ekki hreyft sig. GAMLA FRÉTTIN Festist í stólalyftu Ellert B. Schram (annar frá hægri) á skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal ásamt Gunnari Þórðarsyni, Gylfa Guðmundssyni og Agli Jóhannssyni. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson ÞRÍFARAR VIKUNNAR Michael Fassbender leikari Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur Rúnar Unnþórsson prófessor í iðnaðarverkfræði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.