Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Qupperneq 4
INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019 Verðum að spyrja börn álits Útbreiddasti mannréttinda-sáttmáli í heimi, Barnasátt-málinn, var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir þrjátíu árum. Embætti umboðs- manns barna ætlar að halda upp á þetta með ýmsum hætti á árinu en hápunkturinn verð- ur barnaþing í kringum afmælið í nóvember. „Það er ánægjulegt á þess- um tímamótum, þegar nýtt ár gekk í garð, var þingið nýbúið að sam- þykkja breytingar á lögunum um umboðsmann. Þar eru ýmis atriði skýrð betur en lögin hafa ekki verið endurskoðuð síðan þau voru samþykkt árið 1994. M.a. er hlutverk embættisins við innleiðingu Barnasáttmálans orðað með skýrum hætti. Við vinnum alltaf samkvæmt Barnasáttmálanum og vinnum að því að opinberar stofnanir, sveitarfélög og allir aðrir séu meðvitaðir um hvað í honum felst,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Barnasáttmál- inn var fullgiltur á Íslandi árið 1992 en ekki lögfestur fyrr en í febrúar 2013. Eitt af því sem embættið hefur lagt mikla áherslu á síðustu ár er 12. grein sáttmálans. „Hún er um þátttöku barna og rétt þeirra til að hafa skoð- un á þeim málum sem varða þau sjálf. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um hvað í henni felst,“ segir hún og útskýrir að sumt liggi beint við að snerti daglegt líf barna en annað minna. „Við viljum að það sé alltaf hugað að því hvort á málum sé barnavinkill sem sé ástæða til að spyrja börn að. Til dæmis að börn komi að mikil- vægum ákvörðunum í sínu nær- umhverfi eða skóla. Það er eitthvað sem embættið hefur barist fyrir árum saman. Líka að börn séu spurð álits í málum sem snerta þau beinlínis eins og þegar þau eru hælisleitendur eða í barnaverndarkerfinu eða þegar deilt er um umgengni að þau séu spurð og þeirra rödd skipti máli. Það er vax- andi skilningur á því í kerfinu.“ Mikilvægt að greina stöðuna betur Er eitthvað sem stendur út af ennþá? „Það eru ýmis mál sem mega betur fara. Þegar við lítum yfir síðasta ár og umræðuna í sambandi við börn þá blasir við að það hefur tilfinnanlega skort úrræði fyrir börn með fjölþætt- an vanda og vímuefnavanda. Á þessu ári situr Ísland fyrir svörum hjá barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóð- anna um framkvæmd Barnasáttmál- ans og við erum að skoða ýmis mál þess vegna. Barnaréttarnefndin hef- ur gert ýmsar athugasemdir í þeim úttektum sem hafa verið gerðar áð- ur,“ segir hún. Meðal tilmæla nefndarinnar var nauðsyn þess að þróa heildstætt kerfi um söfnun, vinnslu og greiningu gagna. „Við hófum samstarf við Hag- stofuna á síðari hluta ársins 2017 og með lagabreytingunum á síðasta ári fær embættið það verkefni að afla og miðla gögnum um stöðu tiltekinna hópa barna hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila. Þau gögn munu liggja til grundvallar samræmdri og mark- vissri stefnu í málefnum barna hjá stjórnvöldum. Samstarfið við Hag- stofuna skiptir miklu máli því fyrsta skrefið er að halda betur utan um töl- fræði um stöðu barna til að vita hver staða þeirra er til að skoða hvort við erum á réttri leið.“ Embættið mun á afmælisárinu birta greinar um Barnasáttmálann á vef sínum í samvinnu við Barnaheill og UNICEF á Íslandi. „Við ætlum að taka fyrir tólf greinar á þessu ári, eina í hverjum mánuði. Það hefur skort ítarlegra efni um ýmsar greinar sáttmálans á íslensku þannig að þetta sé aðgengilegt efni.“ Fyrsta ítarefnið er um 3. grein sáttmálans, það sem er barninu fyrir bestu, og er að finna á barn.is. Getty Images/iStockphoto Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fagnar 30 ára afmæli síðar á árinu. Vaxandi skilningur er á því í kerfinu að börn séu spurð álits á málefnum sem snerta þau. Lög um embætti umboðsmanns barna voru endurskoðuð fyrir áramót. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is 12. grein - Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif „Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.“ Salvör Nordal Embætti umboðsmanns barna stendur fyrir barna- þingi, þingi um málefni barna, í nóvember á þessu ári. „Börn verða þar þátttak- endur til jafns við fullorðna og taka þátt í samræðum um málefni sem snerta þau,“ segir Salvör sem er mjög spennt fyrir viðburðinum. „Barnaþingið er hátíð 12. greinarinnar, að rödd barna heyrist í samfélaginu.“ Þingið fer fram í Hörpu og mun framvegis fara fram annað hvert ár samkvæmt nýjum lögum um embættið. Þar er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagn- ingu og framkvæmd þingsins og að börn verði meðal gesta og mælenda. Gera má ráð fyrir þátttöku 400-500 barna. „Embættið er að leita eftir samstarfi víða því það vill fá aðkomu barna alls staðar að af landinu,“ segir hún. „Barnaþingið mun verða fastur liður í okkar starfi og vonandi mun það hafa áhrif út í skólasamfélagið og á alla þá sem eru að vinna með börnum.“ Barnaþing í haust Á ensku er stundum sagt „Go big or go home“.Hugsaðu stórt eða slepptu því, gætum við sagt.Það hljómar bæði skemmtilega og allt að því skynsamlega. Ég meina til hvers að gera hluti ef þeir eru ekki almennilegir? Ég fæ stundum stórkostlegar hugmyndir. Hugmyndir sem virka svo frábærar að það er blátt áfram fáránlegt að enginn skuli hafa fengið þær áður. Þetta gerist iðu- lega á kvöldin þegar hugurinn reikar, en svo vakna ég morguninn eftir og átta mig á að þær eru sennilega tómt rugl. Þá reynir maður bara að gleyma þessu og brosir kannski aðeins yfir því að hafa látið sér detta þetta í hug. Akkúrat núna velti ég því fyrir mér hvort stjórnendur borgarinnar hafi átt nokkrar svefnlausar nætur. Það er þetta pálmatrjáamál. Ég skal alveg viðurkenna að fyrst þegar ég heyrði hugmyndina um pálmatré í upplýstum og upphituðum glerbúrum, þá fannst mér hún bara frekar svöl. Lifandi listaverk sem myndi færa birtu í nýtt hverfi og vera algjörlega einstakt. Hver myndi ekki fíla það? Ég get alveg sett mig í spor dómnefndar sem hefur áreiðanlega verið frekar spennt þegar hún lagði fram sigurtillöguna. Eitthvað algjörlega klikkað og skemmti- legt. Nefndin hefur varla átt von á þessum ofsalegu við- brögðum. Reiði, hneykslun og þúsund brandarar. Reynd- ar er fólk í góðri æfingu út af braggamálinu og það eitt hefði hugsanlega átt að kveikja einhver viðvörunarljós. Almenningur virðist ekkert mjög spenntur fyrir rándýr- um plöntum. Það pirrar mig líka smá að þessar milljónir sem þetta kostar eru settar fram sem „ókeypis peningar“ af því þetta er bara eitt prósent af „innviðagjöldum“ sem eru í raun bara skattur sem borgin leggur á þá sem byggja þarna og þeir sem kaupa þurfa svo á endanum að bera. Í vikunni ræddi ég í útvarpsþættinum mínum við Stef- án Pálsson sagnfræðing. Hann fór í gegnum sögu óhefð- bundinna listaverka í Reykjavík sem sjaldnast hafa virk- að. Allt frá Fyssu í Grasagarðinum til pálmatrjánna í Perlunni sem var svo í skjóli nætur skipt út fyrir gervitré. Það má sennilega eitthvað læra af þeirri reynslu. Það er eitthvað í þessu sem minnir mig á það þegar menn fengu þá stórkostlegu hugmynd að fá Keikó til Vestmannaeyja. Hugmyndin var stórfengleg. Flytja hann fleiri þúsund kílómetra og koma honum „heim“ þar sem hann gæti svamlað um og veifað til brosandi gesta í Klettsvíkinni. Það er skemmst frá því að segja að það fór kannski ekki alveg þannig. Það sem ég man helst eftir frá því ævintýri var að sitja með Gísla Marteini í framsætinu á vörubíl í beinni útsendingu daginn sem Keikó kom til landsins. Þarna sátum við, í það sem í minn- ingunni er óend- anlegur tími, og lýst- um afturendanum á bilaðri flugvél sem réð hvorki við farminn né flugvöllinn í Vestmannaeyjum. Það er án efa lengsta og vandræðalegasta stund sem ég hef átt í sjónvarpi, að því meðtöldu þegar ég sofnaði við að lýsa 30 kílómetra skíðagöngu. Reglulega spenntumst við upp og kölluðum: „Hann er að koma út! Öh … Nei, þetta er víst ekki Keikó.“ Og ein- hvers staðar þarna í óendanleikanum rann það upp fyrir mér að sennilega væri þetta ekki besta hugmynd í heimi. Þannig að ef þessi upplýstu pálmatrjáabúr í Voga- byggð verða að veruleika þá get ég lofað ykkur því að ég verð hvergi nærri. Hugsað út fyrir glerbúrið ’Það er án efa lengsta og vand-ræðalegasta stund sem ég hefátt í sjónvarpi, að því meðtölduþegar ég sofnaði við að lýsa 30 kílómetra skíðagöngu. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.