Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Side 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019 Kamala Harris er lögfræð- ingur að mennt, lauk námi frá Kaliforníuháskóla árið 1989. Það gerði hún, að eigin sögn, til að geta setið við borðið þar sem ákvarðanir eru tekn- ar. Hún hóf störf hjá saksókn- araembættinu í Alameda- sýslu árið 1990. Harris var saksóknari í San Francisco frá 2004-11 og dóms- málaráðherra ríkisins frá 2011-17, að hún var kjörin á þing fyrir Demókrata- flokkinn. Nafnið Kamala er úr sanskrít og merkir lótus- blóm. Öldungadeildarþingkonan Ka-mala Harris, sem sækisteftir tilnefningu Demó- krataflokksins fyrir forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum á næsta ári, reyndi það á eigin skinni í vikunni að ekki er tekið út með sældinni að skella sér í þann auruga slag; hverj- um steini er velt við. Þannig er mál með vexti að fram er komið myndband frá árinu 2010, þeg- ar Harris starfaði sem saksóknari í San Francisco, þar sem hún ver þá ákvörðun sína að sækja foreldra barna sem skrópa í skólanum til saka. „Það að barn njóti ekki menntunar er ígildi glæps,“ segir hún í myndband- inu og bætir við að ábyrgðin liggi ekki hjá börnunum sjálfum, heldur for- eldrum þeirra. Sem má sjálfsagt í flestum tilvikum til sanns vegar færa. Í myndbandinu talar hún einnig af léttúð um atvik þegar hún sendi lög- mann af skrifstofu saksóknara til að hrella heimilislausa einstæða móður fyrir þær sakir að börn hennar létu sig vanta í skólann. Bros færist yfir andlit Harris þegar hún rifjar upp að hún hafi gefið undirsáta sínum fyrir- mæli um að „vera grimmur á svip“, þannig að móðirin myndi taka hót- unina alvarlega, það er að hún yrði send í fangelsi tæki hún ekki þétt- ingsfast á málinu hið snarasta. Í öðru myndbandi sést Harris draga dár að vinstrimönnum fyrir að vilja „byggja skóla en ekki dýflissur“ og „verja meira fé til skólamála en fangelsismála“ og gefa í skyn að fólk sem aðhyllist slík sjónarmið sé ein- faldir upphrópendur sem skilji ekki hvernig koma megi í veg fyrir glæpi. Harris hefur sætt gagnrýni fyrir þessa hörðu sýn sína á tilveruna og þykir sumum hún þörf áminning um það að saksóknarar verði sjaldnast góðir stjórnmálamenn; þá skorti hæfni og eftir atvikum vilja til að miðla málum. Í þessu sambandi hafa menn dustað rykið af gömlu klisj- unni: „Þegar allt sem þú átt er hamar sérðu ekkert nema nagla.“ Með því er átt við að þegar einhver öðlast vald til að sækja fólk til saka fari hann að sjá glæpi í hverju horni. Vildi ekki breytingar „Þegar framfarasinnar hvöttu hana til að beita sér fyrir breytingum á lagakerfinu þagði Harris ýmist eða var hugmyndunum andvíg. Hún barðist líka á hæl og hnakka til að halda röngum dómum til streitu sem komnir voru til vegna misferlis innan kerfisins,“ skrifar blaðamaðurinn Lara Bezalon í New York Times um embættisfærslur Harris meðan hún var saksóknari. Bent hefur verið á að börn fátækra og ómenntaðra foreldra séu líklegri til að skrópa í skóla en börn vel stæðra og langskólagenginna for- eldra og fyrir vikið sætir Harris gagnrýni fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Hún hefur meðal annars fengið ákúrur frá innflytjendum en sjálf er hún af indversku og jamaísku foreldri en móðir hennar og faðir settust að í Bandaríkjunum snemma á sjöunda áratugnum áður en Harris fæddist árið 1964. Ekki ólst hún þó upp í ör- birgð en móðir hennar var vísinda- maður sem fékkst við rannsóknir á brjóstakrabbameini og faðirinn hagfræðiprófessor við Stanford- háskóla. Einnig hefur verið bent á að fjöl- margar ástæður geti verið fyrir því að börn mæta ekki í skólann; ekki þurfi endilega að vera um áhugaleysi eða uppreisn að ræða; börn geti þurft að vinna til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum, þau glímt við andlega og/eða líkamlega van- líðan og búið við erfið skilyrði. „Með hliðsjón af fé- lagslegum veruleika þá er hugmyndin um að sekta eða fangelsa foreldra vegna fjarveru barna þeirra úr skóla bæði grimm og óskynsamleg,“ segir blaðamaðurinn Nat- han Robinson í grein í breska blaðinu The Guardian. „Hún beinist að fátæk- ustu og örvæntingarfyllstu foreldr- unum, og sneiðir alfarið hjá rót vand- ans. Enda þótt hugmyndin verði til þess að draga úr skrópi, varpar hún enn frekari byrðum á herðar þeirra sem eru verst staddir í samfélaginu. Þess utan er ekki einu sinni ljóst hvort markmiðið næst í sjálfu sér, þar sem rannsóknir benda til þess að jafnvel þótt aðgerðir af þessu tagi dragi úr skrópi barns til skemmri tíma litið er það að koma fyrir dóm- ara af þessum sökum ekki til þess fallið að hjálpa barninu að braut- skrást eða komast hjá glæpum.“ Rifjað hefur verið upp í þessu sam- bandi að árið 2014 lést móðir, Eileen DeNino að nafni, í fangelsi í Penn- sylvaníu eftir að henni var stungið í steininn fyrir að geta ekki greitt sekt vegna fjarveru barna sinna frá skóla. Fjölskyldan höfðaði í framhaldinu mál og þar kom fram að fangaverðir neituðu DeNino um lyf enda þótt fyr- ir lægi að hún þjáðist af of háum blóð- þrýstingi. Glæpur að mæta ekki í skólann? Velkomin í slaginn, Kamala Harris, voru skila- boðin frá samfélaginu í vikunni eftir að umdeild afstaða forvalsframbjóðandans til foreldra barna sem skrópa í skólanum komst í hámæli. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Harris ætlar að berjast fyrir fólkið. Lögfrótt lótusblóm AFP Spjótin standa á Kamala Harris, aðeins nokkrum dögum eftir að hún kunngjörði að hún sæktist eftir embætti forseta. RÚSSLAND Þingmaðurinn Rauf Arashukov var handtekinn í þingsal í vikunni grunaður um aðild að tveimur morðum. Þá er honum gefi ð að sök að hafa reynt að hafa áhrif á vitni og að taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi. Hann neitar sök. SÍLE Sex hafa verið dæmdir í allt að tíu ára fangelsi fyrir aðild að morðinu á fyrrverandi forseta landsins, Eduardo Frei Montalva, árið 1982. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að eitrað hefði verið fyrir Montalva meðan hann lá á spítala. Núverandi forseti Síle, Sebastian Piñera, hefur fordæmt morðið. INDLAND Bollywood-leikkonan Esha Gupta hefur beðið nígeríska knattspyrnumanninn Alex Iwobi, sem leikur með Arsenal á Englandi, velvirðingar eftir að hún líkti honum við frummann og górillu á Instagram í vikunni. Hún hefur fengið bágt fyrir hjá aðdáendum sínum og stuðnings- mönnum Arsenal en sjálf fylgir Gupta liðinu að málum. HOLLAND Guðsþjónustu, sem staðið hafði í 96 daga samfellt, lauk í vikunni eftir að yfi rvöld hættu við að vísa armenskri fjölskyldu sem fengið hafði skjól í kirkjunni úr landi. Samkvæmt lögum frá miðöldum mega innfl ytjendayfi rvöld ekki láta til skarar skríða meðan á guðs- þjónustu stendur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.