Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019
VETTVANGUR
Ímyndum okkur auðkýfing semlendir á einkaþotu sinni á Heat-hrowflugvelli í London. Hann er
fljótur frá borði í krafti forréttinda
sinna en þegar hann ætlar að kom-
ast inn í miðborgina kárnar gamanið
því einkabílstjórinn hans kemst ein-
faldlega ekkert hraðar en við hin.
Það eru ekki margir geirar sam-
félagsins þar sem svo háttar að ekki
er hægt að kaupa sig fram fyrir.
Sumir vilja heilbrigðiskerfi sem veit-
ir efnafólki forgang, að það fái alla
vega að liggja sólarmegin. Á Íslandi
hefur samfélagið sem betur fer hafn-
að slíku og er nú verið að reyna að
vinda ofan af gjaldtöku í kerfinu.
Það er í þágu jafnaðar og er vel.
En hvað með húsnæðiskerfið? Al-
mennt fór húsnæði Íslendinga batn-
andi á síðari hluta tuttugustu aldar
og er almennt gott. Settir voru staðl-
ar og reglur til að stuðla að sem
mestum gæðum, góð dagsbirta yrði
að ná inn í híbýlin, geymslurými yrði
að vera til staðar og í seinni tíð að-
gengi fyrir fatlaða. Þessa lágmarks-
staðla hefur upp á síðkastið tíðkast
að kalla reglugerðarfargan og má að
mínum dómi alls ekki rugla saman
við breytt fyrirkomulag eftirlits með
byggingum, sem hefur fært það upp
í hvítflibbann og jafnframt fjarlægt
frá þeim sem verkin vinna, og sumt í
einkavæddu formi.
Reglugerðirnar sem ég vil ekki
sjá á bak eru þær sem eiga að
tryggja tekjulitlu fólki lágmarks-
gæði í húsnæði. Á tímum Sigtúns-
húshópsins, húsnæðishreyfingar
sem spratt upp á níunda áratugnum,
brást þáverandi ríkisstjórn meðal
annars við með því að senda sér-
fræðinga til Japans til að finna hina
einu réttu lausn fyrir Íslendinga í
húsnæðismálum. Fram komu til-
lögur um agnarsmátt húsnæði, brot
af því sem hér tíðkaðist enda Jap-
anir almennt smágerðari en Íslend-
ingar. Á þessum tíma komst líka í
tísku að gera sameiginlegu rými hátt
undir höfði og voru í samræmi við
það teiknaðir stúdentagarðar með
smáum híbýlum en þeim mun stærri
sölum með pálmatrjám og borðtenn-
isborðum. Á daginn kom að fáir
reyndust vilja sitja undir pálmunum
eða spila borðtennis með sambýl-
ingum sínum, flestir vildu hafa
rýmra í kringum sig í eigin íbúð.
Á undanförnum árum hafa tals-
menn stúdenta
verið fyrirferðar-
miklir í húsnæð-
isumræðunni og
er það ágætt fyrir
hönd þeirra sem
þurfa á tíma-
bundnu smáhús-
næði að halda
eins og náms-
menn, þar er jap-
anska lausnin ef-
laust ágæt.
Þegar okkur er
hins vegar sagt
að fátækt fólk
þurfi ekki
geymslur eða
stæði fyrir bílinn þá hljóta talsmenn
lágtekjufólks að sperra eyrun, hvað
þá þegar ekki á að gera ráð fyrir að í
ódýrari íbúðarhverfum sé fatlað fólk
á ferðinni, hvort sem er til búsetu
eða í heimsóknum.
En gleymum ekki að þótt almennt
sé húsnæði gott, þá er nú komið til
sögunnar raunverulegt neyðar-
ástand. Stór hópur fólks býr í óvið-
unandi, ósamþykktu húsnæði og
sýnir verkalýðshreyfingin þá lofs-
verðu ábyrgð að vilja leysa vanda
þessa fólks.
En það má ekki gera með því að
fórna ávinningum undangenginna
áratuga um lágmarks lífsgæði í hús-
næði. Þarna þurfa því að koma
nokkrir milljarðar frá ríki og sveit-
arfélögum sem eiga sjálf að axla
ábyrgðina en útvista henni ekki.
Og þá aftur að bílaumferðinni í
London eða kannski bara í Reykja-
vík. Þar er umferðin orðin býsna
þung. Hvernig á að leysa þann
vanda? Með enn fleiri akreinum og
umferðarslaufum eða með betri al-
menningssamgöngum? Ég vel síðari
kostinn, vil sætta mig við tíma-
bundnar tafir í umferðinni eins og
gerist í öllum borgum heims, vel vit-
andi að þessar
tafir munu smám
saman hrekja
okkur upp í
strætisvagninn á
álagstímum, óháð
efnahag okkar.
Það mun einfald-
lega gerast vegna
þess að við verð-
um fljótari í för-
um í almennings-
vagni með
forgang en við er-
um á einkabíln-
um.
Þriðja lausnin
er náttúrlega líka
til og hún er að taka bílinn af fátæka
fólkinu. Hafa engin bílastæði við hí-
býli þess og síðan rukka svo ræki-
lega á vegunum að tekjulítið fólk
hafi ekki efni á að aka um þá.
Þetta myndi eflaust kæta ein-
hverja sem búa við góð efni og gætu
fyrir vikið ekið greiðar á fáfarnari
vegum. Þeim kynni að finnast bíl-
leysið ágætt – það er að segja fyrir
alla hina.
Geymslulaus hús og
bílalausar götur
’Á tímum Sigtúns-húshópsins, húsnæð-ishreyfingar sem sprattupp á níunda áratugn-
um, brást þáverandi
ríkisstjórn meðal annars
við með því að senda
sérfræðinga til Japans til
að finna hina einu réttu
lausn fyrir Íslendinga í
húsnæðismálum. Fram
komu tillögur um agnar-
smátt húsnæði.
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
Morgunblaðið/Eggert
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Skinnhúfa kr. 19.800
Vargur kr. 37.000
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Hálsmen kr. 13.900
Glæsilegir skartgripir
innblásnir af íslenskri sögu
G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R
Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is
Rithöfundurinn Þórdís Gísladótt-
ir tísti: „Ég í sundklefa áðan (lít ofan
í tösku): Ahh já, þessi marokkóska
arganolía er örugglega mjög góð fyr-
ir hárið í þessum brunagaddi (klíni
henni í blautt hárið).
Ég núna: Þórdís, þú lyktar eins og
skunkur og hárið á þér er eins og þú
hafir dýft því í pott með kleinusteik-
ingarfeiti.“
Í tilefni frétta um að hand-
boltamaðurinn Guðjón Valur Sig-
urðsson hefði
gert samning við
París Saint-
Germain tísti
Einar Örn Jóns-
son íþrótta-
fréttamaður:
„Sko, yfirleitt tjái ég mig ekki um
minn fyrrverandi herbergisfélaga
(kenndi honum allt
sem hann kann)
en … þetta er
stærra en fólk átt-
ar sig á. Hann
verður fertugur og
er ennþá betri en allir aðrir í sinni
stöðu. Il phenomenon er réttnefni
og það er vægt orðað.“
Berglind Pét-
ursdóttir, jafnan
kennd við Festival,
tísti: „Samstarfs-
félagar mínir voru
allir að stinga sig
með einhverjum ketómæli með
sömu nálinni. Sinnir Frú Ragnheiður
svona tilfellum?“
AF NETINU