Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Qupperneq 16
Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson
Veður framtíðarinnar
Í fyrirsögn þessa hefði ef til vill átt að skeyta fremst orð-
inu „mögulegt“. Veðurspár kallast „spár“ af gildri
ástæðu. Það er ekkert öruggt. Vísindin komast þó oft
býsna nærri og ef þau hafa rétt fyrir sér er íslenskt fram-
tíðarveður ekkert endilega betra en það hefur verið,
bara öðruvísi, og frekar ástæða til að hafa áhyggjur af
óbeinum afleiðingum af því en veðrinu sem slíku. Má
þar nefna náttúruvár svo sem skriður, flóð og það sem
mörgum finnst hljóma undarlega; skógarelda.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Ekki er ólíklegt að framtíðarsumur séu svolítið
lituð af hlýrra slagviðri.
Morgunblaðið/Heiddi
Hlýnunin hérlendis á síðustu áratugumsést alls staðar en hún er samt lang-mest á Suðvestur-, Vestur- og Norð-
urlandi og er tiltölulega lítil á Austurlandi. Ef
við drögum línu frá Vestmannaeyjum að Langa-
nesi þá hefur það verið vestan við þá línu sem
helst hlýnaði, sérstaklega að sumarlagi.“ segir
Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags
hjá Veðurstofu Íslands, aðspurður hvernig
hlýnandi loftslag hefur birst hérlendis.
Meðan ótal margt er á huldu um mögulegt
framtíðarveður Íslands er þó langlíklegast að
það hlýni. Og það er einnig líklegt að það rigni
meira eða ákafar þegar rignir á annað borð -
sem kann að vera ávísun á hlýrra slagveður. Or-
sakarsamhengið getur verið snúið og fátt fast í
hendi. En Halldór er þó til í að segja sitt hvað
frá möguleikunum og einn af þeim er hlýrra
slagveður. Veðrið hérlendis hefur breyst mikið
frá því að langömmur okkar og -afar voru að
alast upp, einkum með tilliti til kulda.
„Við eigum mjög erfitt með að ímynda okkur
þann mikla kulda og harðindi sem fólk var að
flýja frá Íslandi til Kanada á 19. öld. Hafísárin á
7. áratug síðustu aldar voru lítil harðindi í sam-
anburði við það sem þá gekk á. Það er gjarnan
sagt að það að verða fullvalda 1918 hafi breytt
lífi þjóðarinnar en það var ekki bara á stjórn-
málasviðinu sem ástandið batnaði heldur gerði
veðrið það líka, það hlýnaði svo mikið að lofts-
lagið fyrir og eftir fullveldið var gjörólíkt.“
Á 7. áratugnum kólnaði aftur í nokkur ár,
með hafísárunum svokölluðu frá 1965 til 1971 og
árið 1979 var svo mjög kalt. En eftir það?
„Eftir það hefur hlýnað aftur og í dag erum
við komin á þann stað að hlýjustu árin núna eru
hlýrri en nokkuð annað sem við höfum séð síðan
mælingar hófust; þótt við fáum köld ár líka inn á
milli. Niðursveiflur eru áfram mögulegar, því
jafnvel þótt hlýnun jarðar haldi áfram, þá er
náttúrulegur breytileiki við Ísland svo mikill að
við munum halda áfram að fá köld tímabil endr-
um og sinnum.
Munurinn er sá að með hverjum áratug verða
köldu tímabilin örlítið hlýrri en síðasta kalda
tímabil og heitu tímabilin verða heitari en þau
voru áður. Við munum því alltaf vera að slá hita-
met en föllum svo niður aftur. Líklegast verður
þrepagangur í hlýnuninni; tvö skref upp og eitt
Veðrið sem íbúar á Suðaust-
urlandi fengu yfir sig í sept-
ember 2017 gæti verið fram-
tíðar-aftakaveður á Íslandi,
með miklu votvirði, tilheyr-
andi flóðum og skriðuföllum.
„Með skipulegri aðlögun að
áhrifum loftslagsbreytinga má
draga verulega úr því tjóni sem af
þeim hlýst, en þá þarf að taka
vána alvarlega,“ segir Halldór
Björnsson hjá Veðurstofu Íslands.
Morgunblaðið/Hari
Loftslagsbreytingar þýða
ekki betra íslenskt veður
VEÐUR
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019