Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Side 17
skref aftur. Ofan á langtímahlýnunina fáum við
stórar sveiflur, og stöku sinnum fáum við kalda
vetur og jafnvel snjóþunga. Það koma hlýir ára-
tugir, það koma kaldir áratugir. En til lengri
tíma hlýnar og eitt árið sláum engin kuldamet
lengur. Þetta er langlíklegasta sviðsmyndin.“
Öðruvísi aftakaveður
Meðan fréttir bárust af miklum hitum í Evrópu
síðasta sumar furðuðu erlendir fjölmiðlar sig á
sérstöðu Íslands þar sem svalinn lék um sunn-
an- og vestanvert landið. Erlendir fréttamenn
höfðu samband við veðurstofuna til að spyrja
hverju sætti en líklegt er að svalur sjór suð-
vestur af landinu hafi kælt suðvestanáttirnar.
„Það er ekkert óeðlilegt að hér sé svalt þegar
hitabylgjur eru í nágrannalöndum, og reyndar
má gera ráð fyrir að við verðum oft sér á parti
hvað hitann varðar, jafnvel þó að hlýnun haldi
áfram og hitabylgjur verði tíðari víða um heim.
Kaldir vetur eru ekki heldur úr sögunni þrátt
fyrir hlýnun jarðar, þó líklega fækki þeim til
lengri tíma litið. Í hlýrra loftslagi er að jafnaði
meiri úrkoma og á síðustu áratugum jókst úr-
koma mest að sumarlagi á sömu svæðum og
hlýnuðu mest.“
Aftakaveður er ekki heldur hægt að slá út af
borðinu en þau gætu orðið talsvert öðruvísi.
„Aftakaveður munu líklega halda áfram að
valda álagi, stundum verulegu. Við erum nú
þegar búin að sjá dæmi um ákafari úrkomu, en í
september 2017 urðu mikil úrkomuveður suð-
austanlands, með skriðum og flóðum. Þessi veð-
ur mátti tengja fellibyljum á Norður-Atlants-
hafi en þegar þessir fellibylir lognast út af geta
þeir endurnýjast sem lægðir og síðan lent á Ís-
landi, Grænlandi eða Noregi með gríðarlegri
úrkomu. Við höfum lent í því að fá yfir okkur
gusur frá svona kerfum.
Þannig að þegar við spyrjum okkur hvernig
aftakaveðrum við getum átt von á að fá á okkur
næstu áratugi, má allt eins búast við lægðum
sem eru hlýrri og stundum miklu blautari en áð-
ur.“
Ef tíminn milli snjóléttra og snjóþyngri vetra
lengist á Íslandi breytist álag á vegakerfið og
ýmsa þætti í samfélaginu. Að búa við skárri að-
stæður í einhvern tíma getur gert okkur væru-
kær og við verðum verr undirbúin kuldakasti
eða snjóalögum. Að mörgu er að huga að sögn
Halldórs; til dæmis vega- og veitukerfum. Ljóst
er að það mun þurfa að grípa til aðlögunar að
áhrifum loftslagsbreytinga.
Er hægt að gera lesendur mjög súra og segja
að það séu ekkert endilega frábær sumur fram-
undan?
„Hnattrænar loftslagsbreytingar þýða ekki
að veðrið verði miklu betra á Íslandi. Sumrin
verða kannski að meðaltali hlýrri en við búumst
allt eins við því að það rigni meira. Kannski ekki
oftar, en þá ákafar. Hlutfall sumardaga yfir 15
gráðum gæti aukist en ólíklegt að þeim fjölgi
mikið dögunum sem eru yfir 20 gráðum.
En almennt erum við ekki að horfa ofan í
neitt svartnætti þótt auðvitað megi búast við
alls konar tjóni, til dæmis með aukinni flóða-
hættu í tengslum við sjávarstöðubreytingar.
Aukin náttúruvá er áhyggjuefni, hætta á
skriðuföllum eykst með þiðnun sífrera og því að
jöklar hopa. Þá getur framleiðsla goskviku und-
ir landinu aukist þegar jökulfarginu léttir, sem
kann að hafa áhrif á virkni eldfjalla.
Svo lengi sem það kemur ekki til stórkost-
legra hamfara á Norður-Atlantshafssvæðinu þá
munu breytingar á loftslagi hafa sinn gang en
breytileiki veðurs verður áfram mikill. Með
skipulegri aðlögun að áhrifum loftslagsbreyt-
inga má draga verulega úr því tjóni sem af þeim
hlýst, en þá þarf að taka vána alvarlega. Það er
alls ekki þannig að allar veðuröfgar hér versni,
til lengri tíma hlýnar og það er til dæmis ekkert
sem segir að vindstyrkur aukist.“
’Það koma hlýir áratugir, þaðkoma kaldir áratugir. En tillengri tíma hlýnar og eitt áriðsláum engin kuldamet lengur.
„Aftakaveður munu líklega halda áfram að valda álagi,
stundum verulegu. Við erum nú þegar búin að sjá dæmi
um ákafari úrkomu, en í september 2017 urðu mikil úr-
komuveður suðaustanlands, með skriðum og flóðum.“
Morgunblaðið/Eggert
3.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Frægt hvassviðri varð í febrúar 1981
en blaðamaður Sunnudagsblaðs
Morgunblaðsins, Ásdís Ásgeirsdóttir,
sem þá var unglingur og sótti kvöld-
námskeið í myndlistarskólanum,
minnist þess þegar fólk hélt sér í ljósa-
staura á Snorrabraut þar sem hún
beið eftir strætó. Þegar komið var upp
í strætisvagninn sprungu svo rúðurnar
í honum eftir stutta ferð.
Veðrið er stundum kallað Engi-
hjallaveðrið þar sem mikið tjón varð
á bifreiðastæðum við Engihjallablokk-
irnar í Kópavogi en um allt land varð
mikið tjón og einnig varð mannskaði
af þessu veðri en tveir ungir menn lét-
ust þegar þá tók út af bát við Eyjar og
nokkur meiðsl urðu á fólki.
1981
Þök fuku víða af húsum í heilu lagi. Hér má sjá þak sem fauk af hluta Vífilsstaðaspítala en
þak fæðingardeildar Landspítala flettist einnig af.
EIN VERSTU ÓVEÐRIN
Aldrei hefur orðið meira
tjón á Íslandi í einu óveðri
en því sem gekk yfir landið
allt í byrjun febrúar 1991
en vindhraði hefur ekki
náð fárviðrisstyrk síðan í
Reykjavík.
Eignatjón á landinu nam
á annan milljarð króna. Má
nefna sem dæmi að á
landsbyggðinni fuku hús-
þök í heilu lagi af íbúðar-
húsum, langbylgjumastur
á Vatnsendahæð hrundi og
sums staðar þurfti að flytja
burt fólk úr húsum sínum,
svo sem í Keflavík og í
Vestmannaeyjum. Útihús
sprungu í tætlur, bátar og
flugvélar skemmdust og
jafnvel eyðilögðust og
aldrei höfðu orðið meiri
gróðurskemmdir í Reykja-
vík.
Klæðningar fuku af
Landspítala og Kleppsspít-
ala, rúður og jafnvel inn-
réttingar brotnuðu í versl-
unum, kyrrstæðir bílar
tókust á loft, kirkjur lyftust
frá grunni og dæmi voru
um að bæði sumarbú-
staður og útihús hafi fokið
á haf út. Er þá aðeins fátt
eitt upptalið. Á slysadeild
komu 20-30 manns vegna
áverka af völdum hvass-
viðrisins og þar af voru
fjórir lagðir inn.
Enginn þeirra slasaðist
þó lífshættulega.
Mikið tjón varð á bifreiðum við Engihjalla í Kópavogi en þessi stóri sendi-
ferðabíll fauk á hliðina í óveðrinu árið 1991.
1991
Nýreist einbýlishús á Leifsstöðum í Austur-Landeyjum tókst á loft og
fauk út í buskann.
Gróðurhús lögðust saman í veðurhamnum í Hveragerði.