Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Side 18
V eður sem breytti mjög miklu fyrir okkur fyrir 100 árum skiptir engu máli í dag en líka öfugt og það er vegna breyttra þjóðfélagshátta,“ segir Trausti Jónsson, sérfræð- ingur í veðurfarsrannsóknum. „Ef við tökum vetur eins og í fyrra sem dæmi, með stöðugum vandræðum á Hellisheiðinni, þá er samgöngukerfið okkar orðið miklu viðkvæm- ara fyrir veðurfarsveiflum einfaldlega því fólk notar það miklu meira. Sama veður fyrir 80 ár- um hefði litlu máli skipt, menn voru þá ekkert að fara hvort eð var eða vika til eða frá skipti engu. En nú þegar klukkustundir eða jafnvel mínútur skipta máli er óþolið orðið miklu meira enda er fólk kannski að sækja vinnu lengra en áður og allur tími mældur í peningum. Fyrir 60-70 árum voru fréttir um vikulangar lokanir eða meira á meginleiðum milli landshluta nánast neðanmálsgreinar, aðaláhyggjur voru mjólkurflutningar. Vetur eins og í janúar, febr- úar í fyrra [2018] hefði varla þótt neitt leiðin- legur á þeim tíma.“ Trausti er hér með góðan punkt um hvernig viðhorf okkar til veðurs breytist. Um leið og nokkur góð sumur eða snjólétta vetur ber upp í röð og við verðum góðu vön aðlögum við líf okkar að nýja veðrinu og látum breytileika veðursins koma í bakið á okkur, steinhissa á að veðrið geti ekki haldist eins ár eftir ár. Trausti sættist á að setjast niður og fara yfir sína sýn á hugsanlegt framtíðarveður á Íslandi. Hann tekur fram að veðurfarsbreytingar og loftslagsmál séu erfið mál og flókin og margt sem geti breytt spám. Allur sé varinn góður. „Þrátt fyrir ýmsar breytur bendir þó ekkert til annars en heimshlýnunin sem við höfum fylgst með muni bara halda áfram og þegar horft er til langs tíma verður hún kannski talsvert meiri hér en annars staðar í heiminum af því hún á sér stað í þrepum, sem tengjast viðbrögðum lands og sjávar. Þannig að þó að breytileiki veðurfars frá ári til árs sé víða meiri verður áratugabreytileikinn meiri hérna,“ segir Trausti Jónsson veðurfræð- ingur og bendir á að til dæmis ef Finnar fái ofsa- lega kalt ár hafi það minna að segja um næsta ár en hér. Ef Íslendingar fái kalt ár sé ekki ólíklegt að þeir fái annað innan fárra ára. „Mesta breytingin hér er hversu norðanátt- irnar eru miklu hlýrri en þær voru áður og þar spilar sennilega inn í að það er lengra í hafísinn en var. Fyrir 150 árum vorum við nær heim- skautasvæðunum og hafísheimsóknir mun al- gengari. Síðustu 20 árin hefur hafís minnkað enn frekar á norðurslóðum, og veldur því að norð- lægu áttirnar eru hlýrri en áður en á móti kemur að þær suðlægu hafa hlýnað talsvert minna. Sjórinn í kringum landið tefur hlýnun, sem og kólnun ef hún ætti sér stað, og því eru veður- sveiflur töluvert öðruvísi en á meginlöndunum þar sem þessir miklu hitar geta orðið.“ Veðrið okkar er líka háð vindáttum og ef til dæmis norð- anáttum fækkar gagnast okkur ekkert þær hlýju norðanáttir sem Trausti minntist á. „Ef Ameríka hlýnar meira en Evrópa á vet- urna, eða öfugt, hefur það áhrif á vindáttir hér. Og satt best að segja er mjög erfitt að segja fyrir um það. Ef áttirnar hérlendis verða vestlægari verðum við meira í skjóli frá Grænlandi og það verður þurrara hérna og við höfum séð dæmi um slíkt. En hvað sem verður þar er yfir það heila lík- legast að það muni haldi áfram að hlýna hérna, og í þessum þrepum. Á tveimur til þremur árum hlýnar kannski töluvert mikið, önnur tvö til þrjú ár kólnar, en breytinguna upplifum við ekki jafn dramatíska og íbúar á meginlöndunum.“ Breytingar á hálendinu Hækkandi hita fylgja náttúrufarsbreytingar. Þegar hlýnar nægilega mikið til að eitthvað ger- ist á hálendinu geta orðið mjög stórar breyt- ingar á stuttum tíma þar. Það er skrýtin til- hugsun að skilyrði til skógvaxtar færist upp fyrir hálendisbrúnina en þegar það gerist getur orðið töluvert mikil breyting á stuttum tíma. „Svo er ýmislegt sem getur gerst án þess að við sjáum hitann taka stór stökk fram á við. Sí- freri, sem er miklu víðar hér á landi en maður hafði gert sér grein fyrir, gæti bráðnað, en sí- freri er jörð í meira en 800-1000 m hæð yfir sjó sem er frosin árið um kring. Með hlýindum gæti sífrerinn bráðnað og það veldur meiri óstöðug- leika og hugsanlega skriðuföllum. Skriðuföll hérlendis gætu aukist bæði vegna ákafari úr- komu, sem gæti verið í pípunum, og svo þessa sífrera sem bráðnar.“ Það hljómar eins og öfugmæli en Trausti segir að eitt af því sem væri ekki óhugsandi í hlýind- um sé að hafís eigin enn eftir að berast. Þá væri óstöðugleikinn orðinn það mikill norðurfrá og myndi slík hafískoma þá um tíma færa okkur kulda. Fáheyrð úrkomuveður og gróðureldar „Það er sennilegt að úrkoma geti orðið ákafari. Það er ekki það að það muni rigna oftar en hún verður miklu meiri í senn. Þetta gerist þegar það hlýnar fyrir sunnan okkur, á þeim slóðum sem úrkoman á uppruna sinn. Hlýnunin veldur líka breytingum á flóða- mynstri í ám og um leið og það hlýnar það mikið að snjóalög minnka að ráði á hálendinu breytist tíðni vorflóða og þá getum við lent í ýmsum óvæntum uppákomum. Þessar breytingar á hita kunna því að hafa lúmskar afleiðingar sem við eigum erfitt með að halda utan um. Jöklar halda áfram að bráðna.“ Inntur eftir lúmskum afleiðingum segir Trausti að til að mynda geti snjóléttir vetur haft alvarlegar afleiðingar. „Snjór jafnar raka í jörðu þannig að mikið snjóleysi á vetrum getur haft afleiðingar á vorin og sumrin og jörð orðið þurrari en áður. Með hækkandi hita verður gróður svo sífellt grósku- meiri sem aftur hefur í för með sér hættu á gróð- ureldum.“ Er það raunveruleg hætta og áttu þá við í fjar- lægri framtíð? „Já, það er eiginlega bara tímaspursmál hve- nær við fáum mjög slæma gróðurelda og maður er mjög órólegur yfir sumum sumarbústaða- hverfum þar sem þau eru svo þétt byggð í mikl- um gróðri. Við gætum setið uppi með að tugir ef ekki hundruð sumarbústaða brynnu bara einn daginn. Þetta er ekkert í mjög fjarlægri framtíð, þetta er bara spurning um tilviljanir. Þetta gæti gerst á næsta ári eða eftir tíu ár, en þetta er raunveruleg hætta.“ Hvað spilar inn í að slíkir brunar gætu orðið? „Það er tvennt sem spilar þar inn í. Annars vegar þessi aukna gróska vegna hlýindanna og svo að fólk vill, eins og eðlilegt er, hafa gróður í kringum sig og ýtir undir gróskuna. Hægt og bítandi hefur þessi gróður vaxið frá því að kyn- slóðin sem byggði bústaðina plantaði fyrst. Kyn- slóð númer tvö átti fullt í fangi með að halda gróðrinum í skefjum og svo kemur kynslóð núm- er þrjú og gerir e.t.v. ekkert í málinu og allt fær að vaxa. Svo kemur að því að við fáum snjóléttan og þurran vetur og þurrt vor og sumar og allt í einu sitjum við uppi með illviðráðanlegt ástand. Þurr sumur eru því að verða okkur hættulegri.“ Trausti telur mjög mikilvægt að trygginga- samfélagið sé tilbúið að taka á móti þeim breyt- Lúmskar afleiðingar Trausti Jónsson hefur fylgt Íslendingum í gegnum óteljandi spákort síðustu áratugi. Hann segir framtíðarveðrið geta haft lúmskar afleiðingar. ingum sem verða í tengslum við hlýnun, eins og afleiðingum gróðurelda, en hann hefur áhyggjur af að svo sé ekki; hluta af háum fasteignagjöld- um sumarbústaða ætti að eyða í einhvern trygg- ingasjóð. Sama óveður, meiri gróður Flestir borgarbúar komnir yfir þrítugt eða fer- tugt geta rifjað upp óveður frá því þeir voru börn; kyrrstæðir bílar ultu við fjölbýlishús, allt varð rafmagnslaust og mikið tjón varð í höfnum og víðar. Erum við laus við þetta? „Það er mikill munur á hvernig veðrið hefur áhrif á okkur á höfuðborgarsvæðinu frá því sem var. Ég flutti í bæinn 1979, bjó þá í Hátúni og lít- ill gróður í kring og sá sem var var mjög lágur. Það var alltaf mjög hvasst á planinu en svo smám saman lagaðist þetta vegna hækkandi og meiri gróðurs. Það er kannski sama veðrið í dag, jafnhvasst, en við finnum bara ekki eins fyrir því vegna gróðursins sem tekur svo mikið. Borgin er öll gróskumeiri og það er ekki nema komið sé út í jaðar borgarinnar, þar sem ég bý nú, að veðrið er eins og það var fyrir löngu í miðri Reykjavík. Hef fundið það á eigin skinni. Fyrir fjörutíu árum var líka gengið í að laga hafnamálin. Veður sem áður ollu miklu tjóni í höfnum gera það ekki í dag því bæði var höfnum fækkað og þær gerðar mun betri. Að auki færist ófærðin í bænum alltaf utar og utar. Skafrenningur stöðvast að miklu leyti í gróðri í byggð úthverfanna og snjórinn safnast þar fyrir, innri hlutar bæjarins eru varðari en var. En við erum ekkert laus við óveðrin með loftslagsbreytingunum, þau koma rétt eins og áður.“ Trausti bendir á að eitt af því sem helst getur ógnað öryggi okkar sé að ganga út frá einhverju sem vísu. Slæm kuldaköst geta líkað komið í mjög hlýju veðurfari og hann bendir á rannsókn frá síðasta ári sem sýndi að alvarleg áhrif slæmra kuldakasta á vorin í Mið-Evrópu eru síst minni en áður, jafnvel þótt veður hafi hlýnað. Er það vegna þess að menn eru farnir að sinna vor- verkunum fyrr, mun nær vetrinum, og þegar kuldaköstin koma hafa þau því síst minni áhrif en áður. „Ég held að afleiðingarnar hér á landi verði mest óbeinar; afleiðingar af því að það verða breytingar annars staðar. Alvarlegar afleiðingar sjávarborðshækkunar koma ekki alveg strax fram en éta sig áfram og munu valda röskun. Það er mikil pressa í dag að byggja fasteignir úti við sjó sem við vitum þó að endar með hækkandi sjávarborði, og þótt það sé tími í það finnst manni það óþarfi og skrýtið. Við notum hlýindi til að rækta meira, sem við teljum æskilegt auðvitað, en köllum þá yfir okk- ur viðbótarhættu. Ég er síður en svo á móti ræktun en ég vil að við tökum á skipulaginu og tryggingamálunum þannig að þegar sumar- bústaðahverfi eru skipulögð sé ljóst að það séu alltaf undankomuleiðir. Ég veit aðeins um einn stað í dag þar sem er verið að spá í þetta. Það er kannski ekki mitt að úttala mig um það en sóunin í dag er gegndarlaus og hún er mesta vandamálið. Ég er svo hræddur um að við séum að reyna að kaupa okkur frá vandamálunum; við skiptum yfir í rafbíla í stað þess einfaldlega að keyra minna. Við viljum komast jafnhratt og langt í stað þess að minnka notkun. Við teljum okkur góð því við við getum stundað sóun með afláts- bréf upp á vasann; en sóun samt. Við lifum á ferðamönnum og í ferðamennsk- unni felst líka gríðarleg sóun. Það er óþægileg tilfinning að vera svona háður einhverju sem hefur svona vond áhrif á umhverfið. Ég á engar lausnir á lager, en ef menn ætla að gera alla hluti eins og þeir hafa alltaf nákvæmlega gert heldur sóunin áfram og vandamálin halda áfram að hrúgast upp. Unga kynslóðin finnur vonandi lausnir við hæfi.“ ’ Já, það er eiginlega bara tíma-spursmál hvenær við fáummjög slæma gróðurelda og maðurer mjög órólegur yfir sumum sum- arbústaðahverfum þar sem þau eru svo þétt byggð í miklum gróðri. VEÐUR 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.