Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Side 21
3.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
„Já, já, ég er allt öðruvísi manneskja í dag en
ég var þá og er búin að vinna heilmikið í mér. Ég
get alveg sett til hliðar óöryggi fólks og hvernig
það dæmir mann og ég lít frekar á sálina.
Krakkar sem leggja aðra krakka í einelti gera
það vegna óöryggis, hræðslu og vanþroska. Það
er þó sumt sem situr enn í mér.“
Vondir vilja fyrirgefningu
Sirrý segist finna hvers konar sál manneskja
hefur að geyma sem sækir tíma hjá henni.
„Þá eru það andarnir sem sýna mér það. Ég
spyr gjarnan fólk hvort það vilji vita allt og
flestir segja já. Þá bendi ég fólki oft á ákveðna
hluti í þess fari sem mætti bæta, eins og þegar
fólk er í sambúð og hlustar ekki á makann. Það
er algengast, að fólk hlusti ekki. Það koma oft
skilaboð frá framliðnum til þess að mýkja lífið
hjá viðkomandi.“
Hafa komið til þín vondir andar?
„Það hafa komið í gegn andar eða framliðnir
sem hafa verið barnaníðingar eða ofbeldis-
menn; menn sem hafa lagt hendur á konur sín-
ar eða börn. Þá er ég voðalega varkár hvernig
þeir koma í gegn. Eitt sinn kom í gegn maður
sem hafði lamið son sinn svo mikið að hann
hafði hlotið heilaskaða og var ekki heill. Mað-
urinn vildi fyrirgefningu,“ segir hún.
„Það eru nokkrir geðlæknar og sálfræðingar
í Boston sem hafa sent fólk til mín, til að hjálpa
því við sorg eða annað. Eitt sinn komu systur til
mín, og pabbi þeirra kom í gegn. Hann hafði
beitt aðra systurina kynferðislegu ofbeldi árum
saman, og hann kom í gegn grátandi, og sorg
hans og eftirsjá risti svo djúpt og hann bað um
fyrirgefningu. Líf konunnar, eftir að faðir henn-
ar viðurkenndi afbrot sín gegn henni, breyttist
algjörlega og smám saman byrjaði líf hennar að
lagast. Hún hefur komið til mín nokkrum sinn-
um eftir okkar fyrsta fund fyrir mörgum árum.
Fyrirgefningin getur verið mjög sterk, milli
okkar heims og andanna.“
Troðið ofan í ruslalúgu
Aðspurð hvaða fólk sé að koma í gegn hjá
henni í Boston svarar hún að það komi alls
konar framliðið fólk. „Ég hef samt tekið eftir
því að það er munur á að vera með miðilsfund
hér og í Boston, það er allt öðruvísi spenna.
Hér er þetta oft eðlilegra; venjulegt fólk og
venjuleg mannslát. Úti kemur fyrir að fund-
irnir séu mjög óvenjulegir; jafnvel hefur komið
fólk í gegn sem lent hefur í skotárásum og eftir
9/11 kom eitt sinn kona sem hafði verið í einni
flugvélinni. Ég lýsti konunni í smáatriðum og
konan sem var hjá mér skildi allt sem ég sagði.
Ég sá hana fyrir mér og svo heyrði ég allt í
einu þrumuhljóð. Það var óvenjulegt,“ segir
hún og bætir við að nýlega hafi kona nokkur
komið til hennar á miðilsfund sem vildi heyra
af vinkonu sinni sem hafði verið myrt.
„Ég vissi auðvitað ekkert fyrirfram; það
kom til mín þessi unga kona sem vildi hitta
mig. Mér fannst ég vera í New York og sá tvo
stóra turna og útsýnið þaðan, en ég vissi samt
að þetta voru ekki tvíburaturnarnir, því það
voru íbúðir í þessum turnum. Ég lýsi því öllu
og svo sé ég konu sem var að ganga í gegnum
krísu, eins og skilnað. Svo fann ég allt í einu
eins og þessi kona flygi fram af byggingu. Mér
fannst eins og ég væri að detta og spurði and-
ann og hún lyftir mér í huganum upp nokkrar
hæðir fyrir ofan tuttugustu hæðina. En það er
voða dimmt þar sem ég flýg niður. Konan
skildi þetta allt og sagði mér að vinkona sín
hefði verið myrt með því að henni var ýtt niður
ruslalúgu af 27. hæð,“ segir hún og útskýrir að
maður konunnar hafi látið drepa hana.
„Svo hefur sá yngsti sem lést í brunanum í
næturklúbbnum The Station í Rhode Island,
Nick O’Neil, komið í gegn, en í þeim bruna dóu
hundrað manns. Það var mjög sérstök tilfinning
að upplifa í gegnum hann að vera fastur í þessum
tónleikasal umvafinn eldglæringum og engin leið
út. Eftir að ég kynntist honum kynntist ég for-
eldrum hans og hef verið með nokkra stóra fundi
með þeim að safna peningum til góðgerðarmála.“
Fann týnda hringinn
Fólk er gjarnan forvitið að vita eitthvað um
framtíð sína og segir Sirrý marga vilja vita
hvenær næsti elskhugi muni birtast.
„Ég lít á það þannig að það er meira í lífinu
heldur en það og mér finnst það ekki eiga að
vera númer eitt, tvö og þrjú. En ég vinn þann-
ig að ég nefni hluti sem hafa nýlega gerst í for-
tíðinni og lýsi þeim atburðum frekar vel. Svo
fer ég í núið og ef fólk skilur það veit ég að ég
er tengd. Það er hægt að spá í hvað sem er en
nú á dögum tala ég bara. Það er hægt að spá í
matardiska, kaffibolla, spil, lyklakippur, ljós-
myndir. Það skiptir ekki máli hvað það er, allir
hlutir hafa orku af okkur í sér,“ segir hún.
Sirrý er einnig oft beðin um að finna hluti
sem fólk hefur týnt.
„Ég hef fundið demantshringa, mikilvæg
bréf, erfðaskrá og allt milli himins og jarðar,“
segir hún.
„Eitt sinn bað kona mig um að finna hring;
giftingarhring mömmu sinnar. Ég fór með henni
í hús móður hennar og gekk um húsið en settist
svo í eldhúsið og sagði; hann er einhvers staðar
hérna. Svo vildi hún fara með mig á næstu hæð
fyrir ofan en ég fann strax að hringurinn væri
beint fyrir neðan mig í eldhúsinu, og fór aftur
niður. Svo fékk ég vitrun og stóð upp, opnaði
skáp og þar blasti hringurinn við á nagla inni í
skápnum. Ég sá það, fann og vissi,“ segir hún.
Hjálpar fólki í sorg
Sirrý er nú farin aftur til Boston en hefur not-
að tímann í janúar til þess að vera með
skyggnilýsingar og námskeið hér á landi og
unnið með öðrum íslenskum miðlum.
Eftir hverju er fólk að leita sem kemur til
þín?
„Það er svo margt í þessu. En ég er aðallega
að hjálpa fólki í sorginni. Þegar fólk missir ein-
hvern mjög nákominn fer hjartað í mikla sorg
og þá getur mjög oft hjálpað ef miðill lýsir hin-
um látna og sambandi þeirra,“ segir hún.
Sirrý ferðast oft víða um heim og sækir ráð-
stefnur en segir að það besta við starfið sé allt
fólkið sem hún hittir.
„Og að sjá sorgina lyftast.“
Hvað segirðu við fólk sem trúir ekki á miðla
eða líf eftir dauðann?
„Það er allt í lagi, ég hef verið í þeim spor-
um,“ segir hún og hlær. „Ég er aldrei að reyna
að sannfæra einn né neinn.“
Morgunblaðið/Ásdís
’Ég var eitilharður guðleys-ingi. Ég trúði ekki á guð,ekki á líf eftir dauðann. Égtrúði bara að maður fæddist
og dæi og ekkert meir.