Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019 HÖNNUN OG TÍSKA eins og lítill heimur. Hugmyndin er að hringlaga formið tákni heim- inn; heim þar sem þú ferð í bestu föt þín til að sýna persónuleika þinn,“ sagði hún eftir sýninguna við Vogue. Myndin sem dregin var upp var af sirkusbúningum sem notaðir væru aftur og aftur í hringnum. Þarna var boðið upp á „handverk sem er klárað en ekki fullkomið, föt sem eru notuð aftur og aftur. Mér finnst vera fegurð í hlutum sem eru notaðir lengi.“ Þessi kjóll frá Valentino færi einhverri Hollywood-stjörnunni vel á rauða dreglinum. Pífur og plíseringar Mikið var um dýrðir á hátískuviku í París þar sem helstu tískuhús sýndu hátísku sumarsins í ár. Þar mátti sjá pífur úr efni í kílómetravís og nostrað var við hvert smáatriði. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Viktor Horsting og Rolf Snoeren stofnuðu Viktor & Rolf en það er oft húmor eða skilaboð í hönnun þeirra. Óvenjuleg lita- blanda hjá Gior- gio Armani. Iris Van Herpen kann að töfra fram hátískukjólana. Léttleikandi slá frá Dior. Maria Grazia Chiuri er listrænn stjórnandi þessa þekkta franska tískuhúss. Er þetta höfuðskraut eða hattur hjá Giorgio Armani? Víst er að það er skrautlegt. Dýrðlegt frá Dior. Ákveðin „sund- hettu“-tíska skaut upp kollinum á hátískusýningunum. Þetta slör er ekkert slor. Hönnun Stephane Rolland. Það er hvergi eins mikið umdásamlega kjóla og á há-tískuviku í París. Núna sýndu tískuhúsin það sem koma skal í vor og sumar í hátískuheim- inum en þar eru vörurnar ekki fjöldaframleiddar. Þessi fatnaður er því á færi fárra en getur veitt mörgum innblástur. Kjólarnir voru margir í bleik- um tónum en silfur, gull og hvítt passar hátískunni alltaf vel en hefð er fyrir því að sýna brúðarkjóla á hátískusýn- ingum. Höfuðföt sem minntu á sundhettur sáust í nokkrum sýningum en þá þarf að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af hárgreiðslunni. Sýningarnar voru margar hverjar mikilfenglegar, ekki síst hjá Chanel og Dior. Sýning Chanel fór fram samkvæmt hefð í Grand Palais en í þetta skipti var Karl Lagerfeld búinn að endurskapa umhverfi ítalskrar villu. Maria Grazia Chiuri kaus að hafa sirkusþema á sýn- ingu Dior. „Sirkusinn er Pierpaolo Piccioli er við stjórnvölinn hjá ítalska tískuhúsinu Valentino en hér er listræn útgáfa af blómakjól. AFP Tískuhúsið Valentino er með langa hefð í gerð pífukjóla. Listaverk frá Iris Van Herpen. Fallegt höfuðskraut með perlum og óskasteinum hjá Givenchy.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.