Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Síða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Síða 23
3.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Franski hönnuðurinn Philippe Starck hefur hannað húsgagna- línu fyrir hinn þekkta ítalska framleiðanda Cassina. Húsögnin eru öll úr efni sem kallast „Apple Ten Lork“, nýju efni sem búið er til úr eplahýði og kjarna úr eplum og á að koma í stað leðurs. Hingað til hefur þetta efni verið úrgangur en ítalska fyrirtækið Frumat hefur verið að þróa það. Alls eru 16 húsgögn í nýju lín- unni. Þau fást í takmörkuðu magni í hvítu, appelsínugulu og svörtu. Húsgögnin fást í takmörkuðu magni í hvítu, appelsínugulu og svörtu. Veganhúsgögn frá Philippe Starck Skoska hönnunarfyrir- tækið Timorous Beast- ies hefur sett á markað einstaklega litríkt og óvenjulegt veggfóður. Mynstrið er margþætt og sett upp í súlum. Það er að mörgu leyti nútímalegt þó það eigi líka vel heima á herra- görðum. Veggfóðrið kallast „Totem Da- mask“ og fæst í níu litatónum. Innblást- urinn fengu hönn- uðirnir m.a. frá þeim munstrum sem notuð eru á mottum frá Mið- Austurlöndum. Litríkt veggfóður frá Skotlandi Barbie fagnar 60 ára afmæli í ár sem er ágætis árangur í síbreyti- legum heimi leikfanga. Lengst af hefur hún mest sést í ljóskumynd og verið gagnrýnd fyrir það en eins og meðfylgjandi mynd sýnir hefur Barbie mörg andlit. Á myndinni er að finna prótótýpur og ekki er víst að þær fari allar í framleiðslu. Þrátt fyrir mikla samkeppni í leikfangaiðnaðinum selur Mattel fleiri en 58 milljón Barbie-dúkkur á ári í alls 150 löndum. Alls hafa selst fleiri en einn milljarður Barbie-dúkka frá því að hún var fyrst kynnt til sög- unnar á alþjóðlegri leikfangasýn- ingu í New York 9. mars 1959. Hugmyndasmiður dúkkunnar er Ruth Handler, sem hannaði hana með hjálp verkfræðingsins Jack Ryan. Handler fékk hugmyndina eftir að fylgjast með Barböru, dóttur sinni, leika sér með papp- írsdúkkur í hlutverki fullorðinna. Á þessum tíma voru flestar barnadúkkur í mynd smábarna. AFP Sívinsælt leikfang Einstaklega fallegt slör á ítölsku fyrirsætunni Vittoriu Ceretti á sýningu Chanel. Baðföt eru óvenjuleg brúðarklæði. Draumkennt og svífandi frá Jean Paul Gaultier.Plíseraður kjóll frá Zuhair Murad í fallegum litum. Bæði stutt og sítt frá Givenchy. AFP Fyrirsætan Kaia Gerber var sem engill í sýningu Givenchy en listrænn stjórnandi er Clare Waight Keller. Dásamlega léttur og fallegur sumarkjóll frá Chanel. Lady Gaga klæddist þessum sama kjól frá Dior á SAG- verðlaunahátíðinni, örfáum dögum eftir að hann var sýndur á hátískuviku í París. Það þarf ekki að vera í kjól til að skína skært. Hönnun Zuha- ir Murad.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.