Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Side 26
Gamli bærinn Lamu á Lamu-eyju, sem
liggur rétt fyrir utan strandlengju Kenía,
er á heimsminjaskrá UNESCO og er
einn elsti og best varðveitti Swahili-bær í
Austur-Afríku. Eyjan er enn nokkuð laus
við fjöldaferðamennsku og eru rólegheit
þar í fyrirrúmi. Allt er í hægagangi og
segja heimamenn gjarnan: „polepole“,
sem þýðir í raun hægt eða hægar.
Þarna er gott að rölta eftir ströndinni,
sigla á sjónum og skoða gamla bæinn
sem er alveg einstakur. Mjóar götur lið-
ast milli húsa sem byggð eru úr kóral-
steini. Það eru afar fáir bílar á eyjunni en
mun fleiri asnar. Það er svolítið eins og
að fara aftur í tímann að heimsækja eyj-
una. Á Lamu eru haldnar stórar
múslímahátíðir en aðaltrúin þarna er
múslímatrú.
LAMU, KENÍA
Aftur í tímann
Getty Images/iStockphoto
Öðruvísi
áfangastaðir
Heimurinn er stór og möguleikarnir endalausir. Í kulda-
tíðinni er gott að láta sig dreyma um frí og ekki er verra að
byrja að skipuleggja sig. Hvernig væri að fara út fyrir
þægindarammann og prófa óvenjulega staði þetta árið?
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019
FERÐALÖG
Andaman-eyjar, sem eru afar
afskekktar, tilheyra Indlandi en
eru þó þúsund kílómetra frá
meginlandinu, í Bengal-flóa í
Indlandshafi. Eyjarnar eru yfir
500 talsins en 38 af þeim eru
byggðar. Dásamlegar strandir
er þar að finna þar sem hægt er
að liggja og sleikja sólina svo
um munar, fjarri ys og þys hins
vestræna lífs. Ef þig þyrstir í æv-
intýri er hægt að fara í göngu og
kanna regnskóginn. Þarna er
líka ósnortin paradís kafarans
en sjórinn er tær og fullur af lit-
ríkum kóral og hitabeltis-
fiskum. Til að glöggva sig á
hversu afskekktar eyjurnar eru
má nefna að þarna býr ætt-
bálkur fólks sem lifir án sam-
bands við umheiminn. Þeir
veiða sér til matar og lifa nánast
eins og á tímum steinaldar, en
ekki er hægt að komst í tæri við
þetta fólk.
Fyrir þá sem vilja komast eins
langt og hægt er í burtu frá nú-
tímalífi er þetta staðurinn!
ANDAMAN-EYJAR
Ósnortin paradís