Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Page 27
Rúmenía, sem var undir komm-
únistastjórn til ársins 1989, trekkir
nú til sín ferðalanga sem vilja
skoða miðaldabæi og kastala, en
sá frægasti þeirra er Bran-kastali
þar sem hin uppskáldaða persóna
Drakúla er sögð hafa búið.
Í Rúmeníu er hægt að fara í al-
vöru fjallgöngur í Karpatafjöll-
unum en einnig er hægt að njóta
strandlífsins við Svartahafið.
Gaman er að skoða hinn sjarm-
erandi miðaldabæ Brasov sem er
við rætur fyrrnefndra fjalla.
Höfuðborgin Búkarest er þekkt
fyrir góðan mat og frábært nætur-
líf. Þarna blandast arkitektúr frá
gamla kommúnistatímanum sam-
an við art nouveau.
RÚMENÍA
Á heima-
slóðum
Drakúla
3.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
Ekki láta nágrannana í norðri
stöðva þig að fara til Suður-
Kóreu þar sem má finna þjóð-
garða, fjöll og eyjar. Þarna eru
líka skíðasvæði á heimsmæli-
kvarða enda voru haldnir vetrar-
ólympíuleikar þarna á síðasta ári.
Ef þú vilt borgarstemningu er
nóg um að vera í höfuðborginni
Seoul og þar er hægt að versla
enda búðir og markaðir á hverju
strái. Nauðsynlegt er að skoða
Changdeokgung-höllina í Seoul,
en hún er frá 15. öld og er á
heimsminjaskrá UNESCO.
Í Seoraksan-þjóðgarði er fal-
leg náttúra en þar má finna
þriðja hæsta fjall Suður-Kóreu
en einnig heitar náttúrulaugar
og óvenjulegar steinamyndanir.
Á landamærunum við
Norður-Kóreu er að finna hlut-
lausa svæðið (The Demilitarized
Zone) sem er 257 kílómetra
langt og 4 kílómetra breitt.
Þessi landamæri eru best
vörðu landamæri heims og vin-
sæll ferðamannastaður.
Ferðamenn þurfa að hafa sig
hæga þarna og bannað er að
benda í norður eða draga að sér
athygli á nokkurn hátt.
SUÐUR-KÓREA
Ekki benda í norður
Kókoseyjar, sem eru undir yfirráðum Ástralíu, liggja
í Indlandshafi. Þær eru 27 talsins en aðeins tvær
þeirra eru byggðar og aðeins búa um 600 manns á
eyjunum. Eyjarnar eru sannkölluð paradís en þarna
er hægt að stunda ýmsar vatnaíþróttir eins og köf-
un, snorklun, siglingar og veiði og einnig er hægt að
fara bæði á brimbretti og flugdrekabretti (kitesurf-
ing).
Svo er notalegt að njóta lífsins á fámennri strönd
eða sigla á kanó til eyðieyjanna í kring. Þarna er
mikið fuglalíf sem hægt er að skoða og einnig er
þarna golfvöllur.
Fólkið þarna sem kallast Cocos Malay hefur verið
einangrað frá umheiminum lengi, en fyrstu íbúarnir
komu árið 1826 og hafa síðan myndað sína eigin
siði, langt fjarri öðru byggðu bóli.
KÓKOSEYJAR
Á brimbretti við eyðieyjar
Fyrir þá sem kjósa ekki týpískar sólarlandaferðir er hægt að skella sér til
Nýfundnalands. Þar má finna tæpa þrjátíu þúsund kílómetra af óspilltri
strandlengju. Um 200 gönguleiðir er að finna við ströndina og hægt er
að sigla á kajak á milli ísjaka. Á milli maí og september má sjá þarna 22
tegundir hvala.
Landið er tilvalið fyrir náttúruunnendur og víða er hægt að kaupa sér
skoðunarferðir með bátum.
Tilvalið er að heimsækja Gros Morne-þjóðgarðinn sem liggur við
stórbrotinn fjörð. Í sjónum þar má finna neonlitaðar marglyttur.
NÝFUNDNALAND
Ísjakar í fjörðum