Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019 R íkisstjórn sósíalista á Spáni hefur nú formlega ákært ættjarðarvinina frá Katalóníu sem þeir hafa haldið í dýflissu í heilt ár fyrir það eitt að hafa reynt að fylgja eftir niður- stöðu þjóðaratkvæðis í héraðinu sem ákvarðaði að fólkið þráði sjálfstæði á sínum reit. Saksóknarinn krefst þess að hinir ákærðu hljóti 25 ára fangelsisdóm! Svo eru menn að bola Maduro í burtu. Enginn hreyfir legg né lið Hvernig skyldi standa á því að slíku offorsi yfirvalda skuli ekki hafa verið settar skorður? Þegar sakir voru bornar á þessa menn héldu þeir sjálfviljugir til Madríd til að tala máli sínu. Eða það héldu þeir að byðist þeim. En það var öðru nær. Þeir voru samstundis hnepptir í fangelsi og hafa verið þar síðan og ekkert færi gefist til að bera hönd fyrir höf- uð sér. Hvers vegna hafa slíkar ákvarðanir ekki verið skoðaðar á 2 eða 3 dómstigum þar sem hinir ofsóttu áttu talsmenn og fengju jafnvel sjálfir að tjá sig? Það er vegna þess að það var sjálfur Hæstiréttur landsins sem gekk frá fyrsta degi erinda stjórnvalda og útilokaði þar með aðgang annarra. Og hvers vegna í ósköpunum hefur svokallaður Mannréttindadómstóll Evrópu ekki látið málið til sín taka? Það er góð spurning. Ekki síst þar sem sá dóm- stóll er þekktur fyrir að leggjast yfir hvers konar smælki og virðist hrein tilviljun ráða því um hvað hann fjallar eða lætur sem hann hafi ekki heyrt um. Skriffinnar ESB, sem enga persónulega ábyrgð bera á einu eða neinu sem þeir gera, tjá sig alla daga um mál í einstökum ríkjum ESB. Þau afskipti hafa sýnt sig að vera hreinn dilkadráttur geðþóttans. Þaggað niður í peðunum Þau kjörnu yfirvöld í ESB-ríkjum sem hafa vogað sér að hafa efasemdir um eitthvað í „stefnu“ búró- kratanna í Brussel, eða ákvarðanir teknar í tauga- veiklun í Berlín um innflytjendamál sem tættu sund- ur sambandið, sitja undir sífelldu skensi og hótunum um að ríki þeirra verði beitt háum sektum hætti þau ekki að viðra eðlilegar athugasemdir við gerðir ábyrgðarlausu embættismannanna í Brussel, sem leitt hafa ESB í hreinar ógöngur og splundrað sam- stöðunni innan þess. Og geðþóttinn ræður líka því hvað einstökum þjóðum líðst. Banna Ítalíu en bugta sig fyrir Frökkum Seinasta dæmið var um atlögu að „ríkisstjórn lýð- skrumara“ með myndarlegan þingmeirihluta í Róm, sem þeir ókjörnu í Brussel niðurlægðu í ofríki sínu. Neitað var að samþykkja fjárlög Ítalíu, sem ekki fyr- ir svo mörgum árum leit á sig sem sjálfstætt og full- valda ríki. En hvað gerðist svo? Eftir að endurskinsmenn höfðu skotið Macron forseta skelk í bringu sneri hann við blaðinu þótt það kostaði að Frakkland braut þar með fjárlagareglur ESB. Þegar sú óvænta staða lá fyrir var samstundis haft samband við órólegu deildina í Róm og henni sagt að nú mættu þeir brjóta reglur í sama mæli og Macron og yrði þá ekkert sagt. En þetta var of seint. Ítalska ríkisstjórnin hafði þegar misst trúverðugleika heima fyrir og aftur- kippur var því kominn þá í þróun efnahagsmála og þar með traust á bankakerfinu. Forsætisráðherra Ungverjalands hafði unnið hvern stórsigurinn í kosningum á fætur öðrum og ákvað hann að fylgja því eftir sem kjósendur höfðu samþykkt varðandi landamæri í sambandi sem ljóst var orðið að væri ófært um að verja sín ytri landa- mæri. Strax hófust samhæfðar árásir á hann og ríkis- stjórn hans sem naut mikils trausts þjóðarinnar. Það sama var hvorki hægt að segja um ríkisstjórnir í Berlín eða París. Sama sagan gildir um ríkisstjórn Póllands. Þessar ríkisstjórnir eru uppnefndar lýðskrumarar í öllum ríkisfjölmiðlum. Reglan sem helst má lesa út úr þessu er sú, að þeir sem eru hægra megin við miðju og gera eða segja eitthvað sem Brussel-snúðunum hentar ekki, séu „lýðskrumarar.“ Þeir sem hafa misst traust og trún- að þjóða sinna eins og Merkel og Macron hafi þar með sannað með því, að þeir séu ekki lýðskrumarar. Engu breytir þótt að skammt sé síðan Macron rak einhverja mestu „lýðskrumara“ kosningabaráttu sem lengi hafði sést á meginlandinu. Í ESB-klaustrinu voru settir í gang sérstakir rann- sóknarleiðangrar til að sanna að Farage eða Marine Le Pen hefðu brotið flóknar reglur ESB um útgjöld þingmanna. Fullyrt er að allir þingmenn ESB þings- ins hafi brotið þær reglur enda nánast ómögulegt annað. Pótintátar geti því valið að vild þá sem skuli eina berja með reglunum! Engar slíkar rannsóknir eru hafnar gagnvart öðrum í sambandinu, sem sjálft heldur raunar þannig á fjármálum að engir sóma- kærir endurskoðendur hafa getað skrifað upp á pappírana árum og áratugum saman. Misnotkunin og mismununin gagnvart stjórnmálamönnum sem segja aldrei neitt annað en það sem stendur á tal- blöðunum sem leikskóladeild ESB afhendir þeim og hinum sem sýna vott af sjálfstæði og persónulegri hugsun, blasir við öllum. Óvenjuleg hreinskilni úr óvenjulegri átt En það vekur vaxandi furðu hversu viljugir blaða- menn á meginlandi Evrópu eru í því að láta mata sig. Í nýrri grein Der Spiegel á netinu er þó gengið lengra í játningum í þessum efnum en menn venju- lega leyfa sér. Þá er verið að fjalla um forseta framkvæmda- stjórnar ESB, Jean-Claude Juncker. Þeir sem vafra um netið eru fljótir að finna myndskeið þar sem Juncker klappar mönnum sem mæta á fundi eða móttökur, kyssir þá í bak og fyrir, togar í bindi þeirra eða ruglar hárgreiðslunni og þar fram eftir götum. Og allir láta þetta yfir sig ganga. Óneitanlega eru sum þessara myndskeiða óvenju- leg og sífellt tal er uppi um að æðsti strumpur banda- lagsins virðist æði vel „puntaður“ svona í upphafi móttöku eða fundar. Fyrir kemur að á böndunum sjáist forsætisráðherrar smálanda ESB hlaupa til og grípa foringjann svo hann falli ekki á göngu sinni. Slíkar myndir náðust örsjaldan af Brésnef leiðtoga Sovétríkjanna á síðasta spretti valdaskeiðs hans. En nú eru símar alls staðar og fleiri en Bára á ferðinni. Nú hentar að fella foringja Þeim sem kynnst hafa Juncker persónulega fellur oftast vel við hann og þykir hann notalegur og kank- vís og vera kann að það auki langlundargeð. En í fyrrnefndri grein í Spiegel er einnig önnur skýring gefin. Hér er bútur í endursögn: „Langflestir fjölmiðla- menn í Brussel kunna sögu sem þeir deila í hópi starfsbræðranna um það þegar Juncker hefur farið vel yfir vínstrikið eða þegar talið var að áfengislyktin staðfesti það að minnsta kosti. Víða kemur margt spánskt fyrir sjónir ’ Þessi játning minnir óneitanlega á þaðsem gilt hefur lengi í Ríkisútvarpinu hér.Sjálfstýringin er þar á allan sólarhringinneigi Samfylkingin og eftir atvikum aðrir vinstriflokkar í hlut. Reykjavíkurbréf01.02.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.