Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019 LESBÓK Hlutverkin á leiksviði lífsins eru mörg ogfjölbreytileg. Leikendur eru á öllumaldri, af ólíkum uppruna, búa við mis- munandi aðstæður og eiga sér hver sína sögu. Svo eru þeir heldur ekki einsleitir á að líta. Ís- lendingar voru aftur á móti tiltölulega einsleit hjörð langt fram á tuttugustu öldina þegar fólk frá öðrum álfum fór í auknum mæli að setjast hér að og aðlagast samfélaginu. Á þeim áratug- um sem liðnir eru verður þó vart með sanni sagt að hlutverkin á sviði leikhússins hafi fylgt þró- uninni og raunverulega speglað þessar breyt- ingar í samfélaginu; fjölmenninguna. En nú er öldin önnur. Árið 2016 var María Thelma Smáradóttir fyrsta og eina konan af as- ískum uppruna til að útskrifast með BA í leiklist af sviðshöfundabraut úr Listaháskóla Íslands. Klukkan 19.30 í kvöld, laugardagskvöld, stígur hún á sviðið í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og frumsýnir einþáttung sinn Velkomin heim. „Upprunalega handritið var útskriftarverk- efnið mitt, 20 mínútna verk, sem ég vann í áfanganum Leikarinn sem höfundur. Sýningin fjallar um líf móður minnar í Taílandi og reynslu hennar þegar hún kom fyrst til Íslands fyrir 28 árum. Ég reyni að setja mig inn í hugar- heim hennar, kem inn á ýmislegt í samskiptum okkar mæðgnanna og velti upp hvernig sé að upplifa sig fasta milli menningarheima eins og margir annarrar kynslóðar innflytjendur gera. Það er ótrúlega stutt síðan innflytjendur komu til landsins. Sjálf var ég eina blandaða barnið í leikskólanum mínum, en núna er nánast annað hvert barn með erlendan bakgrunn.“ María Thelma segir einþáttunginn hafa geng- ið svakalega vel á útskriftarsýningunni í húsa- kynnum LHÍ og á endanum hafi hún sett hann þar upp þrisvar sinnum. „Ari Matthíasson þjóð- leikhússtjóri sá eina sýninguna og bauð mér að sýna hana í Kassanum, eftir að ég hafði sótt um og fengið styrk frá leiklistarráði. Leikstjórarnir Andrea Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils hjálp- uðu mér með umsóknina og voru mér innan handar við að breyta handritinu og koma því upp í þá lengd sem tíðkast í leikhúsum. Í nóv- ember fórum við í spuna úti á gólfi og rannsök- uðum í leiðinni hvað skipti máli og hvað ekki.“ Frá útskrift hefur María Thelma m.a. leikið í sjónvarpsþáttaröðinni Fangar, leikritinu Risa- eðlurnar þar sem hún fór með hlutverk þjón- ustustúlku, og barnaleikritinu Ég get, sem bæði voru sýnd í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur starfað frá því í fyrra. Auk þessa fer hún með annað aðalhlutverkið á móti danska leikaranum Mads Mikkelsen í kvikmyndinni Arctic, sem frumsýnd verður á Íslandi 8. febrúar. Vegna Arctic komst hún í heimspressuna því mikið var látið með þau Mikkelsen þegar myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Forvitin um asísku hliðina María Thelma lætur sér vel líka að vera stjórn- að af tveimur leikstjórum. Enda segir hún hitt fyrirkomulagið; tveir eða fleiri leikarar og einn leikstjóri, vissulega ekki meitlað í stein. Auk þess sé rosalega gott og gefandi að fá þannig fleiri sjónarhorn og ólíkar skoðanir. „Velkomin heim er samframleiðsla, ef svo má að orði kom- ast,“ segir hún og rekur stuttlega sögu móður sinnar, Völu Rúnar Tuankrathok. „Mamma fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi um miðja 20. öldina. Hún veit ekki hvenær hún á afmæli, bara að hún fæddist einhvern tímann á monsún- tímabilinu. Hún kynntist aldrei föður sínum, missti móður sína sex ára og var síðan mest á eigin vegum.“ Forsaga þess að móðir hennar fluttist til Ís- lands er gamalkunnug; stelpa hittir strák mætti kalla hana. Pabbi Maríu Thelmu heitir Smári Þröstur Sigurðsson. „Þau kynntust í Bangkok, giftu sig, komu til Íslands og hafa verið saman síðan. Ég samdi leikþáttinn meðal annars af því ég var forvitin um hina hliðina á mér, þá asísku, sem ég vissi svo lítið um, enda fædd og uppalin á Íslandi. Mér finnst mikilvægt að vita hvaðan maður kemur og úr hverju maður er saman- settur,“ segir María Thelma, sem jafnframt veltir þeirri spurningu upp í verkinu hvað það merki að eiga heima einhvers staðar, sérstak- lega út frá sjónarhóli innflytjenda. „Mér finnst athyglisvert að mömmu leið ekki eins og heima hjá sér í „heimalandinu“, en hefur alltaf upplifað sig „heima“ á Íslandi. Hún er meira að segja löngu búin að venjast kuldanum og finnst snjórinn dásamlegur. Spurningarnar hjá mér snúast um af hverju hún vill vera hér og eftir hvaða tilfinningu við förum þegar við skil- greinum „heima“?“ – Og svarið er? „Í hennar tilviki er heimili staður þar sem hún finnur öryggi og tilheyrir einhverjum, öfugt við þegar hún var í Taílandi. Okkur sem erum svo heppin að búa á Íslandi eða Vesturlöndum finnst sjálfsagt að eiga heimili sem samastað með fjölskyldu okkar.“ Þegar María Thelma fór að skoða sögu for- eldra sinna og rakti uppruna beggja fannst henni æ áhugaverðara hvernig röð atvika leiddi til þess að sjálf fæddist hún á Íslandi. „Mamma tók á sínum tíma margar ákvarðanir sem urðu til þess að hér er ég. Ég hefði getað fæðst ein- hvers staðar allt annars staðar,“ segir hún bros- andi. „Kannski langsótt, en samt gaman að velta þessu fyrir sér,“ bætir hún við. Þrautseigja og vinnusemi Leikritið hefur tekið töluverðum breytingum frá því María Thelma stóð á sviðinu í LHÍ. „Þá vann ég bara með það sem ég vissi um mömmu og sögu hennar. Ásamt þeim Köru og Andreu kafa ég dýpra í uppfærslunni í Kassanum. Til þess að gefa okkur gleggri mynd af lífi sínu bauð mamma okkur heim í taílenskan mat. Við áttum saman notalega kvöldstund og tókum samtalið upp á band.“ „Þrautseigju, þrautseigju, þrautseigju. Og vinnusemi,“ svarar María Thelma þegar hún er spurð hvað hún hafi helst lært af móður sinni. – Er fjölskyldan búddatrúar? „Við erum mjög andlega þenkjandi á mínu heimili. Ég fékk ósköp venjulegt uppeldi, en kannski lagði mamma meiri áherslu en aðrir á þakklæti og nægjusemi eins og er mjög ein- kennandi fyrir búddisma.“ – Finnst þér einhvern tímann hafa háð þér á Íslandi að vera af erlendum uppruna? „Alls ekki. Þetta snýst um að vera maður sjálfur og hvernig maður lítur á sjálfan sig. Allir eru með einhverja komplexa, sem þeir þurfa að yfirstíga. Kjarninn er sá að um leið og maður samþykkir sjálfan sig eins og maður er, þá opn- ast manni allar dyr. Hver og einn verður að spyrja sig hvort hann ætli að nota eiginleika sína eða galla. Ég hefði getað hugsað sem svo að ég yrði aldrei leikkona af því ég er blönduð og bý á Íslandi. Þvert á móti leit ég á hvort tveggja sem meðbyr og styrk.“ – Hefurðu alltaf hugsað á þessum nótum? „Nei. Ég þurfti bara að læra gegnum lífið, en það er ekkert öðruvísi fyrir mig en einhvern annan.“ – Heldur þú að Íslendingar af erlendum upp- runa fái sömu tækifæri og aðrir Íslendingar í leikhúsinu í framtíðinni? „Við stöndum á ofboðslega miklum tímamót- um. Við höfum ekki vanist því að sjá leikara af erlendum uppruna í íslensku leikhúsi eða ís- lensku sjónvarpi. Mér finnst mjög mikilvægt að leikhúsið og listin endurspegli samfélagið og fólkið eins og það er og veiti öllum jöfn tækifæri. Jafnvel þótt áhorfendum kynni að bregða í brún að sjá mig sem Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki. Við erum öll Íslendingar og við erum alls kon- ar.“ María Thelma Smáradótt- ir á milli leikstjóranna Köru Hergils og Andreu Vilhjálmsdóttur á hrís- grjónaakri í Kassanum. Morgunblaðið/Eggert „Snýst um að vera maður sjálfur“ María Thelma Smáradóttir er fyrsta leikkonan af asískum uppruna sem útskrifast frá Listaháskóla Íslands. Í leiksýningunni Velkomin heim segir hún sögu móður sinnar, sem fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi, en kom til Íslands fyrir 28 árum Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is ’Við höfum ekki vanist þvíað sjá leikara af erlendumuppruna í íslensku leikhúsi eðaíslensku sjónvarpi. Mér finnst mjög mikilvægt að leikhúsið og listin endurspegli samfélagið og fólkið eins og það er og veiti öllum jöfn tækifæri.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.