Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Page 35
Edda er fráskilin kona á eft-irlaunaaldri sem býr í blokkvestur í bæ. Hún er ekki ein í
heiminum, á börn, sem sýna henni
mismikla ræktarsemi, og barnabörn,
en henni þykir samt heldur lítið
ganga á í kringum sig. Flestum þætti
þó nóg um það sem Edda hefur lent í,
eins og sagan er rakin í bókaröð Jón-
ínu Leósdóttur um Eddu og ævintýri
hennar, enda blandast hún í hvert
sakamálið af öðru.
Barnið sem hrópaði í hljóði er
fjórða bókin um Eddu, en áður eru
komnar Konan í blokkinni, Stúlkan
sem enginn saknaði og Óvelkomni
maðurinn. Í samtali við Jónínu um
nýju bókina kemur snemma í ljós að
hún er þegar komin af stað með
fimmtu bókina: „Ég var alltaf búin að
sjá fyrir mér að bækurnar yrðu að
minnsta kosti fimm. Það er þó vissu-
lega ýmislegt í persónugalleríinu í
kringum Eddu sem þarf að kafa að-
eins ofan í og frá því ég skrifaði
fyrstu bókina var ég með ýmislegt í
huga varðandi hennar nánustu, en
maður verður líka að kunna að hemja
sig. Mig skortir ekki hugmyndir, en
ég þarf stundum að toga mig aðeins
niður á jörðina af því mig langar til að
fara í allar áttir.“
– Það koma margar persónur við
sögu í þessari nýju bók, líkt og í fyrri
bókum, en í henni birtist líka Hall-
grímur, óviðkunnanlegasta persóna
sem þú hefur skapað hingað til.
„Já, það er ekkert jákvætt við
manninn, nema kannski að hann gæti
verið góður smiður. Það liggur ekk-
ert sérstaklega vel fyrir mér að fara
inn á svona slóðir og ég þurfti að
setja mig í miklar stellingar til að
skrifa um mann sem er svona kvik-
indi. En maður þarf þó að hafa fólk til
að gera ljóta hluti í svona bókum, til
að hafa eitthvað spennandi. Þegar
hræðilegir hlutir henda gott fólk, þá
verður líka að vera einhver sem er
ekki drifhvítur engill.“
Mikilvægt að byggja á
staðreyndum
– Viðkomandi er hrotti, svo mikið er
víst, en hann er líka ekta – mér fannst
hann trúverðugur.
„Mér finnst mjög mikilvægt með
alla hluti að þeir séu byggðir á stað-
reyndum. Í sambandi við þessa bók
þá las ég mér mjög mikið til og leitaði
líka ráða varðandi dóma og fordæmi í
íslensku réttarfari, talaði við lögfræð-
inga og stúderaði mjög mikið hvernig
þetta er í raunveruleikanum. Ég vil
ekki að fólk sem þekkir vel til í ein-
hverri starfsgrein eða málaflokki lesi
bók eftir mig og segi: Oh, ruglið! Ég
hef þekkingu á blaðamennsku og rit-
störfum og ef ég sé einhversstaðar
verið að fjalla um einhvern sem vinn-
ur við það og það er eitthvað sem
gengur ekki upp þá pirrar það mig
mjög mikið.“
– Það er nýtt í þessari Eddubók að
barn tekur þátt í að segja söguna.
„Já, mér fannst gott að geta gefið
þann vinkil af því að barnið sér oft
hlutina og segir frá þeim þannig að
lesandinn skilur hvað það er að sjá og
skynja og hvað er í gangi jafnvel þó
að barnið fatti það ekki alveg sjálft.
Það er einmitt gott í sambandi við
svona viðkvæm og erfið mál að hafa
sjónarhorn barnsins með, augu
barnsins sjá eitthvað sem við getum
svo túlkað.
Ég bý kannski að því að ég skrifaði
svo margar bækur fyrir ungt fólk og
þá þurfti ég að trappa mig niður í
sjóndeildarhring og málfari. Það eina
er að ég get eiginlega ekki skrifað
„mér langar“ eða „ég á ekki bróðir“,
en ég varð að reyna samt því að börn
tala ekki fullkomna íslensku á þess-
um aldri. Það reynist mér alltaf svo-
lítið erfitt og svo er það líka svo
merkilegt að þegar ég fæ handritin
úr yfirlestri þá detta prófarkalesar-
arnir í það að laga eitthvað sem ég er
búin að rembast við að skilja eftir
mér til mikillar armæðu. Margir taka
örugglega ekkert eftir þessu en fyrir
mig er þetta stórmál.“
– Það er önnur persóna í bókinni
sem kemur ekki vel fyrir: Iðunn dótt-
ir hennar Eddu er ekki mjög við-
kunnanleg, í það minnsta ekki fram-
an af.
„Ég hef alltaf fólk í kringum mig
sem les yfir og ég fékk einmitt frá
einni vinkonu minni sem las yfir hvað
Edda ætti bágt að eiga þessa dóttur
og hvað hún væri tuddaleg við hana.
Hún sagði líka: Ég vorkenni Eddu
meira í þessari bók en hinum, en það
er kannski vegna þess að hún á af-
mæli um verslunarmannahelgi og
það eru allir einhversstaðar í burtu.“
– Já, en Edda er nú nett óþolandi
sjálf.
„Algjörlega og ég vildi alls ekki
búa með henni. Þeir sem umgangast
hana, til dæmis Finnur, nágranni
hennar, og Viktor, tengdasonur
hennar, eru ótrúlega umburðarlyndir
gagnvart henni, menn sem líta
framhjá frekjunni í henni, hún ryðst
áfram eins og skriðdreki. Hún hefur
líka verið glannaleg í að bjóða fólki
heim og þess vegna er fjölskyldan
pirruð á henni.“
Glíma við fordóma
– Í bókinni þarf Edda meðal annars
að glíma við talsverða fordóma í
sjálfri sér.
„Það er svo erfitt að tala um bækur
sem maður vill að komi fólki á óvart,
það er eins og að ganga á jarð-
sprengjusvæði, þannig að ég vil ekki
segja nákvæmlega hvað það er, en
það opnast ákveðin vídd fyrir henni í
sambandi við eitthvað sem hún hafði
fordóma fyrir og mér finnst gott að
nota hana til að sýna hvernig fólk öðl-
ast skilning smám saman.
Hún fær ekki skyndilega upp-
ljómun eins og í Hollywood-mynd,
heldur þarf hún svolítinn tíma þar til
hún meðtekur. Það er gaman að leika
sér með svoleiðis hluti í bókum, að
láta viðhorf einhverrar manneskju
breytast frá því bókin byrjar og þar
til hún endar. Sérstaklega af því
þetta er aðalpersónan.“
– Þú sagðir mér einhverju sinni að
þú settir oft í bækur þínar raunveru-
legar sögur sem þú hefðir heyrt, frétt
af eða lesið um. Er það svo í þessari
bók?
„Já, það er þannig með vonda karl-
inn. Ég held að maður komist ekki í
gegnum lífið án þess að hafa ein-
hversstaðar haft pata af slíku máli
þar sem eru virkilegir erfiðleikar á
heimilum og í samböndum þannig að
ég safna þessu pínulítið saman. Las
líka fræðibækur og viðtöl við fólk af
báðum kynjum, við gerendur og þol-
endur og börn. Áhuginn á slíkum
málum er af því maður þekkir fólk
sem lent hefur í slíkum aðstæðum og
ég lenti í því eins og Edda að hafa for-
dóma gagnvart heimilisofbeldi: Af
hverju fara konurnar ekki? Hvurs-
lags ræfildómur er þetta? Af hverju
láta þær þetta yfir sig ganga?
Þetta gerist bara svo hægt, kemur
svo aftan að konunum sem lenda í
þessu með einhvern sem þær giftust
og elskuðu. Það er ekki svo auðvelt
að dæma þegar maður setur sig inní
hvernig þetta gerist hægt og bítandi
og ég reyni að lýsa því hvernig þetta
þróast. Þó ég hafi ekki persónulega
reynslu af slíku þá kannast ég við
dæmi af svona hlutum og vinn úr
því.“
– Þú nefndir í upphafi að það væri
von á meiri Eddu.
„Ef þessi fjórða bók um hana verð-
ur ekki púuð niður þá er alla vega ein
bók í viðbót á teikniborðinu. Þó ég sé
ekki búin að skipuleggja fleiri þá leið-
ist mér ekki með henni Eddu, ég gæti
verið með henni lon og don. Hún er
minn vinnufélagi og ég sest niður
með henni á morgnana, þó það reyni
stundum á, því hún getur verið svolít-
ið pirrandi – ég vona að enginn haldi
að ég sé að skrifa um sjálfa mig,“ seg-
ir Jónína og hlær.
Mig skortir ekki hugmyndir
Edda er afskiptasamur ellilífeyrisþegi sem flækist í hvert morðmálið af öðru.
Fjórða bókin í sagnabálki Jónínu Leósdóttur um ævintýri Eddu er komin út.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Jónína Leósdóttir
segir að Edda sé
vinnufélagi sinn.
Morgunblaðið/RAX
3.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 23.-29. JANÚAR
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Á eigin skinniSölvi Tryggvason
2 EldrauninJørn Lier Horst
3 Að vetrarlagiIsabel Allende
4 LKL 2Gunnar Már Sigfússon
5 Taktu til í lífi þínuMarie Kondo
6 Ungfrú ÍslandAuður Ava Ólafsdóttir
7 Stúlkan hjá brúnniArnaldur Indriðason
8 Independent PeopleHalldór Laxness
9 BrúðanYrsa Sigurðardóttir
10
Risasyrpa – sögur úr
Andabæ
Walt Disney
1
Risasyrpa – sögur úr
Andabæ
Walt Disney
2 Þitt eigið tímaferðalagÆvar Þór Benediktsson
3 Stjáni og stríðnispúkarnir 2Zanna Davidson
4 Í talnalandi 2Hafdís Finnbogadóttir
5 Í talnalandi 1Hafdís Finnbogadóttir
6 Stígvélaði kötturinnStella Gurney
7 Fíasól gefst aldrei uppKristín Helga Gunnarsdóttir
8 Siggi sítrónaGunnar Helgason
9
Lubbi finnur málbein
Eyrún Í. Gísladóttir/ Þóra
Másdóttir/ Þórarinn Eldjárn
10 Dagbók Kidda klaufa 10Jeff Kinney
Allar bækur
Barnabækur
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.