Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019 LESBÓK SUKK Tímaritið Guitar World rifjar í nýjasta hefti sínu upp stóðlífið í kringum hármálmsenuna á níunda ára- tugnum og þar segir söngkonan Lita Ford eftirfarandi sögu: „Ég sá Poison oft draga stelpur upp úr áhorfenda- skaranum og þeir voru með óteljandi stelpur baksviðs. Það var eins og helvítis gripahjörð! Stelpur rifu utan af sér fötin og hentu sér í fangið á þessum gaurum. Það var kynlíf út um allt. Ég meina, ég skildi þetta svo sem alveg en það fór samt úr böndunum. Mig langaði bara að segja við stelpurnar: Verið ekki svona vitlausar.“ Phil Collen úr Def Leppard segir sveitina hafa upplifað það að stúlkur fleygðu sér í fangið á þeim. „Það voru mjög undarlegar aðstæður.“ Sem kunnugt er kaffærðu grúv- ið og grönsið hármálminn upp úr 1990. Kynlíf út um allt Lita Ford hress á eitís-tímanum. KVIKMYNDIR Margir bíða með eftirvænt- ingu eftir nýjustu Quentin Tarantino- myndinni, Once Upon a Time in Hollywood, sem verður frumsýnd í júlí næstkomandi. Sögusviðið er Hollywood sumarið 1969, rétt áður en hin alræmdu Manson-morð voru framin en frægasta fórnarlambið var leik- konan Sharon Tate, sem gengin var átta mánuði með fyrsta barn þeirra Romans Pol- naskis leikstjóra sem var að heiman er ódæð- ið var framið. Margot Robbie leikur Tate en í öðrum helstu hlutverkum eru Leonardo Di- Caprio, Brad Pitt, Al Pacino og Damon Herriman sem leikur Charles Manson. Styttist í sýn Tarantinos á Manson-morðin Margot Robbie þykir líkjast Sharon Tate. „Mig hafði lengi langað að taka lögin mín sem fengið hafa mesta at- hygli og raða þeim upp á nýtt, þann- ig að úr yrði einhvers konar heildar- áhrif. Ég hef komið víða við gegnum tíðina og alltaf fengið góða með- höndlun hjá færum flytjendum og engin breyting hefur orðið á því nú. Í stað þess að vera hér og þar eru lögin hins vegar núna á einum og sama staðnum.“ Hann segir áferð plötunnar ljúfa og afslappaða – og með kántríblæ. „Fólk á að geta hlustað á þessa plötu í samhengi án þess að verða létt- skitsófrenískt.“ Féll fyrir kántríinu Spurður um kántríáhuga sinn svarar Einar: „Það er löng saga en stutta útgáfan er sú að rætur íslenskrar dægurtónlistar og amerískrar kántrítónlistar liggja ótrúlega ná- lægt hverjar öðrum. Eins ólíklega og það hljómar. Nægir þar að nefna Björgvin Halldórsson, sem kynnt hefur þessa tegund tónlistar fyrir ís- lensku þjóðinni, og eins vinsælar hljómsveitir eins og Sálina og SS Sól Jú, ég er bara góður, þakka þérfyrir. Er hérna í uppvaskinu,“segir Einar Bárðarson á hinum enda línunnar á þessum hrímkalda vetrarmorgni. Í bakgrunni glamrar í glösum og diskum. Það kemur svo sem ekki á óvart; Einari fellur sjaldnast verk úr hendi. Og hann er að sýsla með diska í fleiri en einum skilningi um þessar mund- ir en á föstudaginn í næstu viku kemur út ný plata, ellegar diskur, með vinsælustu lögunum hans frá tuttugu ára höfundarferli. Og öll verða þau í nýjum búningi, flutt af öðrum söngvurum en upphaflega. „Þegar maður er í þeirri skrýtnu stöðu að hafa komið við á öllum svið- um íslensks tónlistarlífs nema að vera flytjandi þá þarf maður annað slagið að minna á sig og tuttugu ára höfundarafmæli er ekkert verra til- efni en hvað annað,“ segir Einar. Hann kveðst mikið hafa velt því fyrir sér hvernig best yrði að halda upp á þessi tímamót, dyggilega hvattur til dáða af Páli Eyjólfssyni, sem fleiri þekkja líklega undir nafn- inu Palli í Prime. sem sótt hafa í gullkistu kántrísins gegnum árin, ekki síst samtímasög- urnar í textunum. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum fyrir um tuttugu ár- um fór ég sjálfur að hlusta for- dómalaust á kántrítónlist og féll fyr- ir henni. Ekki síður textunum en tónlistinni en þeir eru fullir af litlum myndum af lífinu. Og það tileinkaði ég mér í minni sköpun. Lögin mín eru þúsund litlar myndir.“ Nafn plötunnar er einmitt Myndir en það er um leið tilvísun í eitt þekktasta lag Einars. Meðal flytj- enda eru Jóhanna Guðrún, Klara Elíasdóttir, Sigga Beinteins, Magni, Birgitta Haukdal, Friðrik Ómar, Stefán Hilmarsson, Einar Ágúst, Gunni Óla, Ingó, Karítas Harpa, Birgir Steinn og þá syngur Klara dóttir Einars lag á plötunni sem upprunalega var flutt af Nylon- flokknum. Einar er þar sjálfur í bak- röddum, dóttur sinni til halds og trausts. „Allir hafa þessir flytjendur tengst mér gegnum tíðina og flestir þeirra sungið lögin mín áður, þó ekki allir. Tvö lög eru þegar komin í spil- un í útvarpi; Annars vegar Farin, sem núna heitir reyndar Farinn, í flutningi Klöru Elíasdóttur. Ég bjóst ekki við að hægt yrði að gera meira fyrir það en Klara fann svo sannarlega leið. Hins vegar er það Ég sé þig sem Björgvin Halldórsson söng upphaflega árið 2002 en Jó- hanna Guðrún tekur nú meist- aralega upp á sína arma.“ Þegar Nylon-flokkurinn söng lag- ið Tætt árið 2004 mun Friðrik Karls- son hafa haft á orði við Einar að það Einar Bárðarson er byrjaður að semja lög af fullum krafti eftir nokkurra ára hlé. Ljósmynd/Arnold Björnsson Þúsund litlar myndir Einar Bárðarson lokar tuttugu ára höfundar- afmæli sínu með því að gefa út plötu með nýjum útgáfum af vinsælustu lögum sínum og efna til tvennra tónleika, á Selfossi og í Hafnarfirði. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, dreifa, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til inntöku, Panodil Brus freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægum verkjum. Hitalækkandi. Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Veldu Panodil sem hentar þér! Verkjastillandi og hitalækkandi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.