Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Reginn hf. / 512 8900 / reginn@reginn.is / reginn.is Dagskrá fundarins er svohljóðandi, sbr. 15. gr. samþykkta félagsins: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs ogmeðferð hagnaðar eða taps á næstliðnu reikningsári. 4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar. 5. Ákvörðun um heimild stjórnar um kaup á eigin bréfum. Stjórn félagsins mun óska eftir heimild fundarins til að kaupa eigin bréf svo sem lög leyfa í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. 6. Tillaga stjórnar til breytinga á samþykktum, ef einhverjar hafa borist. 7. Kosning félagsstjórnar. 8. Kosning endurskoðanda. 9. Kosning nefndarmanna í tilnefningarnefnd, sé skipunartími nefndarmanna liðinn eða ef nefndarmaður hefur látið af störfum. 10. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og til nefndarmanna tilnefningarnefndar fyrir næsta kjörtímabil. 11. Önnurmál. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Óskað er eftir að umboð berist Regin tímanlega fyrir dagsetningu aðalfundar á reginn@reginn.is og skal það vera undirritað af hluthafa eða prókúruhafa. Einnig er fundarmanni heimilt að framvísa umboði við mætingu á aðalfund en þá skal þess gætt að mæta tímanlega til að hægt sé að yfirfara umboð m.t.t. gildis þess. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum, ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar áður en tvær vikur eru til aðalfundarins. Nánar um heimildir hluthafa til að fá mál tekin til meðferðar á fundinum vísast til 18. gr. samþykkta félagsins sem finna má á heimasíðu þess, www.reginn.is/fjarfestavefur. Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skrif- legar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundar- manna krefst þess. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt, ef tillögur koma fram um fleiri menn en kjósa skal um. Varðandi heimild til að krefjast hlutfalls- eða margfeldiskosningar við kjör stjórnarmanna vísast til 24. gr. samþykkta félagsins, en krafa um það skal hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum fyrir hluthafafund. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á heimasíðu félagsins. Sérstök athygli er vakin á því að samkvæmt samþykktum félagsins ber að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega með minnst sjö sólarhringa fyrir- vara fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 7. mars 2019. Framboðum skal skila á skrifstofu Regins hf. í Smáralind, 1. hæð, Hagasmára 1, Kópavogi eða á netfangið tilnefningarnefnd@reginn.is Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verðabirtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, án tillits til þess hversu margir sækja hann sbr. 14. gr. samþykkta félagsins. Gögn vegna fundarins eru aðgengileg á skrifstofu félagsins í Smáralind, 1. hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi og á vefsvæði tengdu aðalfundi á heimasíðu félagsins, www.reginn.is/fjarfestavefur, en endanleg dagskrá og tillögur verða aðgengilegar a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund, sbr. 18. gr. samþykkta félagsins. Aðalfundur félagsins verður án pappírsgagna. Kópavogur, 20. febrúar 2019. Stjórn Regins hf. Stjórn Regins hf. boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður í Hörpu, Rímu fundarsal, fimmtudaginn 14. mars 2019 kl. 16:00. AÐALFUNDUR 14.MARS2019ÍHÖRPU Guðni Einarsson Anna Lilja Þórisdóttir Hluti nefndarmanna í starfshópi sem skrifaði skýrsluna „Starfs- umhverfi smálánafyrirtækja á Ís- landi – og tillögur til úrbóta“ fékk að kynnast „nokkuð ágengri og óum- beðinni markaðssetningu (SMS- skilaboðum)“ dansks smálánafyrir- tækis þann stutta tíma sem hópur- inn starfaði. Fyrirtækið býður upp á smálán hér á landi. Þetta kemur fram í kafla skýrslunnar um mark- aðssetningu. Villandi skilaboð Slík markaðssetning fellur meðal annars undir 46. grein fjarskipta- laga sem fjallar um óumbeðin fjar- skipti. Skýrsluhöfundar segja að sérstaka athygli hafi vakið annars vegar villandi skilaboð og hins vegar að móttakandanum hafi ekki verið boðið upp á að taka sig af slíkum lista með einföldum hætti, hafi hann áður veitt samþykki sitt, eins og 10. grein laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveður á um. „Reynt hefur á þess háttar óumbeðin fjarskipti vegna skilaboða frá Hraðpeningum, 1909, mula.is og smalan.is, sbr. úrskurð úrskurðar- nefndar fjarskipta- og póstmála nr. 15/2018, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að brotið hefði ver- ið gegn 46. gr. fjarskiptalaga eftir að neytendur höfðu óskað eftir því að sendingum yrði hætt. Umrædd vörumerki eru núna í rekstri annars lögaðila og vefsíður skráðar á dönsk lén (.dk) og viðheldur viðkomandi aðili sömu markaðssetningu og úr- skurðarnefnd fjarskipta- og póst- mála úrskurðaði að bryti í bága við lög,“ segir í skýrslunni. Skjáskot af síma nefndarmanns í starfshópnum eru birt í viðauka skýrslunnar. Þar má hvatningar til lántöku frá smálánafyrirtæki. Til- efni hvatninganna voru af ýmsum tilefnum eins og verslunarmanna- helgar, nýs skólaárs, hrekkjavöku, feðradagsins, „Black Friday“, „Cyber Monday“, fullveldisdagsins og jólanna. Sum skilaboðin voru al- mennara eðlis eins og um hjálp í „smá fjárhagsörðugleikum“ eða vegna hvatningar til ferðalaga. Blaðamaður Morgunblaðsins sendi smálánafyrirtækinu mula.is fyrirspurn og spurði ef hann tæki lán hjá fyrirtækinu hvort hann mætti búast við að fá smáskilaboð með boðum um fleiri lán? Þjónustu- ver mula.is sendi þetta svar: „Já, það má reikna með því, en ef þér hugnast ekki að fá þannig skilaboð þá er ekkert mál að taka númerið þitt af sms-lista hjá okkur :)“. Fyrrnefnda ákvörðun (15/2018) Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) í kvörtunarmáli vegna óumbeðinna fjarskiptasendinga af hálfu E-con- tent ehf. má lesa á heimasíðu stofn- unarinnar (pfs.is). Brutu gegn lögum Þar segir að frá 17. maí 2017 til 16. febrúar 2018 hafi PFS borist sextán kvartanir vegna óumbeðinna fjarskiptasendinga frá Hraðpening- um, 1909, mula.is og smalan.is. Öll þessi vörumerki hafi verið á vegum fyrirtækisins E-content ehf. Fram kemur að PFS telji það ljóst að sá sem samþykki móttöku markaðssetningarskilaboða geti aft- urkallað samþykki sitt hvenær sem er. Þegar beiðni um afskráningu hafi verið móttekin teljist samþykki vera afturkallað og það sé ekki til staðar frá þeim tímapunkti. Í ákvörðunarorðum PFS kemur fram að E-content ehf. hafi brotið gegn lögum um fjarskipti með því að senda SMS-skilaboð með markaðs- setningarefni til tveggja viðtakenda eftir að þeir höfðu sannarlega óskað eftir að sendingum yrði hætt. Ágeng markaðssetning smálána  Lántakendur smálána fá SMS með hvatningum til lántöku  PFS fékk margar kvartanir vegna óumbeðinna fjarskipta  Ólöglegt að senda skilaboð til þess sem óskar eftir að sendingum sé hætt Morgunblaðið/Kristinn Smálán Þeir sem veita smálán hafa sent viðskiptavinum SMS og hvatt þá til lántöku af ýmsum tilefnum, eða til að bæta úr fjárhagserfiðleikum. Bæjarráð Sveitarfélagsins Horna- fjarðar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt áform- um í drögum að stefnu um almenn- ingssamgöngur að leggja af ríkis- styrkt innanlandsflug til Hafnar í Hornafirði. Verði þetta að veruleika sé veruleg hætta á að flugsamgöngur til Hafnar muni leggjast af. Samgöngu- og sveitastjórnar- ráðuneytið lagði fram drög að stefnu um almenningssamgöngur í síðustu viku. Markmið stefnunnar er að stuðla að samþættu kerfi almennings- samgangna á sjó, landi og lofti. Sam- hliða því var unnin greinargerð um al- menningssamgöngur. Í greinar- gerðinni kemur fram að flugleiðin frá Reykjavík til Hafnar er styrkt af rík- inu um 100 milljónir á ári. Bendir bæjarráðið á að farþegum á flugleið- inni hafi fjölgað frá árinu 2012 og hlutfall niðurgreiðslu á hvern farþega sé lægst miðað við aðrar ríkisstyrktar leiðir. Áform önnur en markmið „Þrátt fyrir þetta er leiðin til Hafn- ar talin þjóðhagslega óhagkvæm, án frekari rökstuðnings, og er lagt til ríkisstyrkurinn verði lagður af. Rekstur almenningsvagna er einnig styrktur af ríki í gegnum Vegagerð- ina og þykir starfshópnum óeðlilegt að reka tvær ríkisstyrktar leiðir til Hafnar og bendir á nauðsyn þess að tengja aksturleið frá Höfn við brot- hætta byggð í Vestur-Skaftafells- sýslu. Jafnframt á Höfn að vera einn af tengistöðum í kerfi almennings- samgangna. Í samgönguáætlun 2019- 2033 sem var lögð fyrir Alþingi á haustþingi voru lögð fram metnaðar- full markmið. Meðal þeirra var lagt fram það markmið að íbúar lands- byggðarinnar ættu kost á að komast til höfuðborgarinnar á um 3,5 klst. með samþættum ferðatíma, akandi, með ferju og/eða í flugi. Á sama tíma eru lögð fram umrædd drög að stefnumörkun í almenningssamgöng- um þar sem lagt er til að leggja af ríkisstyrk á innanlandsflugi til Hafn- ar og lögð áhersla á að styrkja al- menningsvagna. Ofangreind áform og markmið fara ekki saman,“ segir m.a. í ályktun bæjarráðsins. Bent er á að ökutími frá Höfn til Reykjavíkur sé 7 klst. í strætó, miðað við tímaáætlun, en flugtíminn sé um 50 mínútur, með innritun sé ferðatím- inn um 1,5 klst. „Það er ekki nokkur leið að uppfylla það markmið að ferðast til höfuðborgarinnar á 3,5 klst. ef aksturleiðin er farin. Ferð með strætó frá Höfn til Reykjavíkur kost- ar 13.630 kr. en flugferðin kostar 27.700 kr. fullu verði. Þeir sem greiða í stéttarfélög eiga þess kost að kaupa flugmiða á lægra verði eða frá um 12.000 kr. Til samanburðar er hægt að kaupa flugmiða frá Keflavík til Kaupmannahafnar á um 25.000 kr. báðar leiðir,“ segir bæjarráðið. Bitnar á heilbrigðisþjónustu „Fyrir Hornfirðinga er gríðarlega mikilvægt að almenningssamgöngur séu góðar. Sveitarfélagið er víðfeðmt og um langan veg að fara í næstu þéttbýliskjarna eða 200 km á Kirkju- bæjarklaustur og 100 km á Djúpavog. Ef sækja þarf þjónustu lækna, stjórn- sýslu eða annað tengt atvinnulífinu er Reykjavík næsti þjónustukjarni. Erf- itt getur verið að halda uppi öflugri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en vel hefur tekist til á Hornafirði,“ segir m.a. í ályktuninni og bætt við að ef ríkisstyrkur verði aflagður megi búast við því að fargjöld hækki veru- lega eða að flugleiðin leggist af. Þá er bent á slysahættu á Suðurlandsvegi. Vilja ekki að ríkisstyrkt flug verði lagt niður  Hornfirðingar með harðorða ályktun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Höfn Hornfirðingar vilja ekki af- nema ríkisstyrk á fluginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.